Advania hlýtur elleftu gullvottunina frá Microsoft

Report this content

Advania á Íslandi hlaut fyrir skömmu elleftu gullvottunina frá Microsoft fyrir framúrskarandi þjónustu og sérfræðiþekkingu á Microsoft-lausnum. Gullvottun er hæsta einkunn sem Microsoft gefur samstarfs- og þjónustuaðilum á tilteknum sérfræðisviðum.

Hjá Advania á Íslandi starfa 120 Microsoft-sérfræðingar. Þeir hafa lokið stöðluðum alþjóðlegum Microsoft-prófum og hafa sérhæft sig í lausnum frá Microsoft. Á bak við hverja gullvottun Advania eru að minnsta kosti fjórir Microsoft-sérfræðingar og góðar umsagnir frá um það bil fimm viðskiptavinum.

„Microsoft er einn af okkar allra mikilvægustu samstarfsaðilum. Þess vegna er ánægjulegt að hljóta gæðastimpil sem sýnir að viðskiptavinir geta treyst Advania til að veita heildstæða þjónustu í einu og öllu sem viðkemur Microsoft. Það er einnig gaman að segja frá því að fyrir skömmu fengu félagar okkar hjá Advania í Svíþjóð sína tíundu gullvottun, þannig að það er enginn skortur á Microsoft-sérfræðingum hjá okkur,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

 „Við veitum ekki bara leyfaráðgjöf, heldur alla þá tæknilegu aðstoð sem fólk þarf vegna  Microsoft-lausna. Við getum séð um reksturinn og hýst umhverfið. Með þessum viðurkenningum er Advania í fararbroddi samstarfsaðila Microsoft á Norðurlöndunum og þótt víðar væri leitað,“ segir Sigurður Friðrik Pétursson, vörustjóri Microsoft hjá Advania.

Advania hefur unnið sér inn gullvottanir fyrir eftirfarandi þjónustusvið:

  • Application Development
  • Cloud Platform
  • Cloud Productivity
  • Collaboration and Content
  • Communications
  • Data Platform
  • Datacenter
  • Enterprise Resource Planning
  • Messaging
  • Small and Midmarket Cloud Solutions
  • Windows and Devices

Nánari upplýsingar veitir:

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, í síma +354 864 9841 eða í gegnum tölvupóstfangið aegir.thorisson@advania.is

Um Advania

Advania þjónustar þúsundir fyrirtækja og stofnana á Norðurlöndum og býður fjölbreytta þjónustu og upplýsingatæknilausnir. Okkar markmið er að hjálpa viðskiptavinum okkar að einfalda uppbyggingu og rekstur tölvukerfa, auka skilvirkni í þeirra rekstri og draga úr kostnaði þeirra. Advania bregst hratt við þörfum viðskiptavina sinna og hefur haldið þeim eiginleika þrátt fyrir verulegan vöxt á undanförnum árum. Við leggjum áherslu á sérfræðingar sem þjónusta viðskiptavini hafi fullt vald til að taka ákvarðanir með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi. Okkar markmið er að viðskiptavinir Advania bæti sinn árangur með hjálp upplýsingatækninnar. Frekari upplýsingar má finna á www.advania.com og www.advania.is.

Tags:

Media

Media

Documents & Links