3 mánaða uppgjör Össurar hf.


            
Þriggja mánaða samstæðuuppgjör Össurar hf.<br>
<p><br>
Í könnuðu árshlutauppgjöri Össurar hf. fyrir fyrstu 3 mánuði ársins kemur fram að niðurstöðutölur úr rekstri eru nokkuð umfram áætlanir félagsins. Árshlutareikningurinn er birtur á íslensku og ensku í heild sinni með skýringum á heimasíðum Össurar hf., http://fjarmal.ossur.is og http://finance.ossur.com<br>
<br>
<br>
<br>
· Velta félagsins á tímabilinu er 1.420 milljónir króna <br>
· Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIDTA) er 191 milljónir króna<br>
· Hagnaður eftir skatta er 56 milljónir króna<br>
<br>
Lykiltölur úr rekstri eru:<br>
<br>
                  Janúar-mars <br>
                    2001<br>
                    Þús.<br>
	<br>
Rekstrartekjur            1.421,00<br>
	<br>
Rekstrargjöld             1.275,00<br>
	<br>
Hagnaður fyrir vexti          146,00<br>
	<br>
Hagnaður fyrir vexti og skatta (EBIDTA) 191,00<br>
	<br>
Fjármagnsliðir             -31,00<br>
	<br>
Hagnaður fyrir skatta          115,00<br>
	<br>
Hagnaður                 56,00<br>
<br>
<br>
<br>
Rekstrartekjur félagsins eru 1421 milljón króna og rekstrargjöld 1275 milljónir króna. Hagnaður fyrir vexti er 146 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) er 191 milljónir króna. Fjármagnsliðir eru neikvæðir um 31 milljón króna og er hagnaður fyrir skatta 115 milljónir króna. Hagnaður ársfjórðungsins eftir skatta er 56 milljónir króna. <br>
<p><br>
Veltufé frá rekstri er 148 milljónir króna á tímabilinu.<br>
<p><br>
Ársfjórðungurinn endurspeglar rekstur allra dótturfélaga sem keypt voru á síðasta ári. Það gerir kennitölusamanburð við rekstrarniðurstöður í lok síðasta árs erfiðan, en í rekstrarniðurstöðum síðasta árs var Flex-Foot inni í samstæðutölum félagsins í 9 mánuði, Century XXII Innovations 1 mánuð og Karlsson & Bergström og Pi Medical í 2 mánuði. <br>
<p><br>
Rekstur á fyrsta ársfjórðungi í takt við væntingar <br>
<p><br>
Á fyrsta ársfjórðungi hefur markvisst verið unnið að sameiningu félaganna og þann 30. mars var söluskrifstofu og vöruhúsi Century XXII Innovations in Michigan lokað og hvort tveggja sameinað Bandaríkjaskrifstofu félagsins í Aliso Viejo, Kaliforníu. Jafnframt var tekin ákvörðun um að leggja niður sölu- og markaðsskrifstofu félagsins í Stóra-Bretlandi en sölufólk og tæknilegir ráðgjafar á þeim markaði vinna frá sameiginlegri Evrópu skrifstofu í Eindhoven, Hollandi. <p><br>
Unnið hefur verið að uppsetningu á hinu nýja rekstrarformi félagsins og hefur henni miðað vel. Í sambandi við þá vinnu stendur nú yfir innleiðing á nýju greiningar- og upplýsingakerfi sem auðvelda mun alla yfirsýn yfir einstakar rekstrareiningar félagsins.<br>
<p><br>
Á árinu verða settar á markað hátt í 20 nýjar vörur innan núverandi vörulína. Á fyrsta ársfjórðungi var nýi gerviökklinn, “TALUX” kynntur ásamt nýrri hulsu fyrir þá sem misst hafa fót fyrir ofan hné. Jafnframt hófst sala á nýjum húðvænum ICEROSS hulsum í Evrópu sem náð hafa mikilli sölu á Norður-Ameríku markaði. Á öðrum og þriðja ársfjórðungi hefst sala á stærstum hluta þeirra nýju framleiðsluvara sem fyrirhugaðar eru.<br>
<p> <br>
Horfur í rekstri félagsins <p><br>
Stjórnendur hafa bent á að óvissu gætir í áætlunargerð fyrir árið 2001 vegna umfangsmikilla breytinga sem félagið stendur fyrir á dreifikerfi þess í Bandaríkjunum og Evrópu, en breytingin miðar að því að félagið taki sjálft yfir alla sölu á þessum mörkuðum sem áður hafa farið í gegnum dreifiaðila.<p><br>
Áætlanir félagsins hljóða upp á 6.100 milljónir íslenskra króna og að hagnaður yrði um 700 milljónir. Í áætlunum félagsins sem birtar voru fyrr á árinu var gert ráð fyrir betri niðurstöðum á síðari helmingi ársins vegna verulegrar veltu- og hagnaðaraukningar þegar hið nýja sölufyrirkomulag hefur fest sig í sessi.<p><br>
“Niðurstöður ársfjórðungsuppgjörs eru heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir en ekki er talin ástæða til að endurskoða áætlanir félagsins vegna óvissu á mörkuðum og breytinga í starfsemi félagsins”, sagði Jón Sigurðssonar, forstjóri Össurar hf.<br>
<p><br>
<br>
Opinn símafundur með stjórnendum <p><br>
Föstudaginn 27 apríl , kl. 11:00 gefst fjárfestum og öðrum sem áhuga hafa á rekstri fyrirtækisins, kostur á að taka þátt í opnum símafundi. Á fundinum munu Jón Sigurðsson, forstjóri og Árni Alvar Arason, fjármálastjóri, fara yfir niðurstöður árshlutauppgjörsins.<br>
<p><br>
Til að taka þátt í símafundinum þarf að hringja í síma 595 2030. Einnig er unnt að fylgjast með fundinum á www.fundur.is/ossur <br>
<p>>
<p>
<p>

Subscribe