Ársuppgjör og uppgjör 4. ársfjórðungs Össurar hf.

Tekjur ársins voru 6.765 milljónir króna og jukust um 87% milli ára.
Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 1.268 milljónir og jókst um 80%.

Hagnaður ársins var 844 mkr. samanborið við 409 mkr. hagnað af reglulegri starfsemi árið 2000.

Hagnaður á hlut (EPS) var 2,57 kr. og tvöfaldaðist milli ára.


Ársreikningur félagssamstæðu Össurar hf. 2001 var samþykktur á stjórnarfundi 6. febrúar 2002. Ársreikningurinn er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og verið hefur á árinu 2001 og er áritaður án fyrirvara af endurskoðendum félagsins.

Samstæða Össurar hf. samanstendur af Össuri hf. á Íslandi, samstæðu Össur Holdings Inc. í USA, samstæðu Össur Holding AB í Svíþjóð, auk einstakra félaga á Íslandi, í Luxemborg, Hollandi og víðar. Ekki hafa orðið verulegar breytingar á samsetningu samstæðunnar á árinu 2001.
 

Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarreikningur 2001(mkr.)     1.ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. Samtals  
                                              
Rekstrartekjur               1.422   1.714   1.816   1.813   6.765
Rekstrargjöld               -1.275   -1.520   -1.444   -1.459  -5.698
Rekstrarhagnaður               147    194    372    354   1.067
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)       -31     17     1    -35    -48
Hagnaður fyrir tekjuskatt          116    211    373    319   1.019
Tekjuskattur                 -59     44    -126    -34   -175
                                              
Hagnaður tímabilsins             57    255    247    285    844
                                              
EBITDA                    193    246    422    407   1.268
                                              
Efnahagsreikningur (mkr.)                       31.des.  31. des, 
                                   2001    2000   
                                              
Fastafjármunir                               3.194   2.614
Veltufjármunir                               2.812   2.201
Eignir samtals                               6.006   4.815
                                              
Eigið fé                                  3.152   2.061
Langtímaskuldir                               1.335   1.172
Skammtímaskuldir                              1.519   1.582
Eigið fé og skuldir samtals                         6.006   4.815
                                              
Sjóðstreymi 2001 (mkr.)        1.ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. Samtals  
                                              
Handbært fé frá rekstri           118    262    374    259   1.013
Fjárfestingarhreyfingar           -90    -132    -24    -49   -295
Fjármögnunarhreyfingar            -69    -218    -238    -262   -787
Hækkun (lækkun) handbærs fjár        -41    -88    112    -52    -69
                                              
Lykiltölur                              2001    2000   
                                              
Hagnaður af reglul. starfsemi á hlut                     2,57   1,25
V/H hlutfall                                 19,4    53
Arðsemi eigin fjár                              32%    9%
Veltufjárhlutfall                               1,9    1,5
Eiginfjárhlutfall                               52%    45%
Markaðsvirði hlutafjár (milljarðar)                     16,3   21,7


Samanburður við árið 2000:

Rekstrarreikningur (mkr.)       4. ársfj. 4. ársfj. Árið  Árið  
                   2001    2000    2001  2000  
                                      
Rekstrartekjur               1.813    787  6.765  3.614
Rekstrargjöld               -1.459    -729 -5.698 -3.018
Rekstrarhagnaður               354     58  1.067   596
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld       -35     11   -48  -131
Hagnaður fyrir tekjuskatt           319     69  1.019   465
Tekjuskattur                 -34     80  -175   -56
Hagnaður fyrir aðrar tekjur og gjöld     285    149   844   409
Óregluleg gjöld                 0   -3.413    0 -7.172
Hagnaður (tap) tímabilsins          285   -3.264   844 -6.763
                                      
EBITDA                    407     92  1.268   702

Tekjur jukust milli ára um 87%. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta jókst um 80% og hagnaður af reglulegri starfsemi jókst um 106%. Hagnaður af reglulegri starfsemi á hlut tvöfaldaðist, fór úr 1,25 kr. á hlut í 2,57 kr. Við samanburð milli áranna 2001 og 2000 þarf að hafa í huga að vegna kaupa á fyrirtækjum var samsetning samstæðunnar á rekstrartímabilinu ekki sambærileg. Einnig þarf að gæta að því að gengi bandaríkjadals gagnvart íslenskri krónu hækkaði um tæp 22% frá ársbyrjun til ársloka 2001, en það hefur veruleg áhrif á rekstrar- og efnahagsstærðir í samstæðuuppgjöri félagsins.


Rekstur fjórða ársfjórðungs:

Reksturinn á fjórða ársfjórðungi gekk í meginatriðum í samræmi við áætlanir. 

Samkvæmt uppfærðri rekstraráætlun í október var ársvelta áætluð 6.650 milljónir eða um 70 milljónir dollara. Hagnaður fyrir vexti, afskriftir og skatta var áætlaður rétt um 20% eða 1.320 milljónir króna. Gert var ráð fyrir að upphafleg áætlun um hagnað ársins gengi eftir þannig að hagnaður yrði 8,5 milljónir dollara eða um 810 milljónir króna. Að teknu tilliti til gengisbreytinga til áramóta samsvarar þetta 6.845 milljóna veltu, hagnaði fyrir vexti, afskriftir og skatta upp á 1.360 milljónir og 831 milljón króna hagnaði. Rauntölur reyndust verða, velta 6.765 milljónir króna, hagnaður fyrir vexti, afskriftir og skatta 1.268 milljónir og hagnaður 844 milljónir.

Í desember var starfsemin í Hollandi flutt í nýtt og stærra húsnæði auk þess sem innleitt var nýtt upplýsingakerfi og unnið að öðrum undirbúningi þess að færa starfsemina í Evrópu yfir í sjálfstætt sölufyrirtæki, Össur Europe B.V., frá 1. janúar 2002. Áður var starfsemin í Hollandi rekin sem útibú frá Össur North America, Inc. í Kaliforníu. (áður Flex-foot, Inc.)

Í árslok var undirritaður húsaleigusamningur við B&L um leigu á 2.360 fm húsnæði á Grjóthálsi 1. Húsnæðið verður notað undir framtíðarvöxt framleiðslu á Íslandi. Ákveðið hefur verið að á árinu 2002 verði þróunarstarf vegna gervifóta og hnjáliða flutt frá Bandaríkjunum til Íslands. Þegar breytingin hefur tekið gildi verður nær allt þróunarstarf samstæðunnar á Íslandi. 

Nýtt skipulag samstæðunnar tók formlega gildi 1. janúar 2002.  Sölustarfsemi fyrirtækisins fer nú fram í gegnum þrjú sölufyrirtæki: Össur North America, Inc. (áður Flex-foot, Inc.) í Kaliforníu, Össur Europe B.V. í Hollandi (áður útibú Flex-foot, Inc.) og Össur Nordic A.B. í Svíþjóð.  Framleiðslueiningar eru nú aðallega tvær, Össur hf. og Össur Engineering, Inc. í Albion. Þetta felur í sér að framleiðslustarfsemi í Kaliforníu, annarri en samsetningu, verður hætt á árinu 2002. Meginframleiðsla hnjáliða, sem verið hefur hjá Mauch, Inc. í Dayton, Ohio, verður flutt til Össur Engeneering, Inc. í Albion á árinu. Eftir það mun Mauch, Inc. fyrst og fremst framleiða málmhluti til ígræðslu. 

Í samræmi við nýtt skipulag hefur yfirstjórn samstæðunnar verið einfölduð. Rekstri samstæðunnar er nú skipt í sjö starfssvið: Viðskiptaþróunarsvið, Fjármálasvið, Tæknisvið, Markaðs- og vörusvið, Össur North America, Inc., Össur Europe B.V., og Össur Nordic A.B.


Horfur í rekstri árið 2002:

Reikningsskil og rekstraráætlanir fyrir félagið verða alfarið í bandaríkjadollurum á árinu 2002. Samkvæmt rekstraráætlun 2002, sem birt var 29. janúar, er áætluð ársvelta 2002, 78-86 milljónir dollara, hagnaður fyrir vexti, afskriftir og skatta 15,6-17,2 milljónir dollara og hagnaður ársins 9,5-11,5 milljónir dollara. Áætlað er að á árinu 2002 verði markaðssettar á annan tug nýrra vara sem þróaðar verða hjá félaginu. Til samanburðar voru settar á markað þrettán nýjar vörur á árinu 2001.


Birtingaráætlun uppgjöra 2002:

Birtingaráætlun uppgjöra 2002 er eftirfarandi:

Fyrsti ársfjórðungur  2. maí 2002    
Annar ársfjórðungur   31. júlí 2002   
Þriðji ársfjórðungur  30. október 2002 
Fjórði ársfjórðungur  5. febrúar 2003  

Áætlað er að opnir símafundir með stjórnendum verði að jafnaði daginn eftir birtingu.


Opinn símafundur með stjórnendum:

Föstudaginn 8. febrúar kl. 9:00 gefst fjárfestum og öðrum, sem áhuga hafa á rekstri félagsins, kostur á að taka þátt í opnum símafundi. Á fundinum munu Jón Sigurðsson, forstjóri, og Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, fara yfir niðurstöður fjórða ársfjórðungs.

Til að taka þátt í fundinum þarf að hringa í síma 595 2019. Einnig er unnt að fylgjast með fundinum á www.ossur.is 


Aðalfundur 2002:

Aðalfundur Össurar hf. verður haldinn föstudaginn 15. febrúar kl. 15:00 á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík. Atkvæðisréttur á fundinum verður miðaður við stöðu hlutaskrár Össurar hf. í lok fimmtudagsins 14. febrúar 2002.