Ársuppgjör Össurar hf.

Report this content
Leiðrétting á enskri frétt
Sala ársins var 81,3 milljónir Bandaríkjadala. Söluaukning milli ára jafngildir 19% innri vexti.

Rekstrarhagnaður ársins var 11,5 milljónir dala og jókst um 6% frá fyrra ári. (1.052 milljónir íslenskra króna).

Hagnaður ársins var tæplega 10,1 milljón dala (920 milljónir íslenskra króna) og jókst um 16% frá fyrra ári. 

Hagnaður á hlut (EPS) jókst um 18% og var 3,12 US cent á hlut.


Ársreikningur 2002 fyrir félagssamstæðu Össurar hf. var samþykktur á stjórnarfundi 11. febrúar. Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af endurskoðendum félagsins og áritaður án athugasemda.

Samstæða Össurar hf. samanstendur í meginatriðum af Össuri hf. á Íslandi, samstæðu Össur Holdings Inc. í USA, samstæðu Össur Holding AB í Svíþjóð og Össur Europe B.V. í Hollandi.
 
Við umreikning úr Bandaríkjadölum yfir í íslenskar krónur er notað meðalgengi ársins sem er 91,46 ISK/USD. Við umreikning efnahagsliða er notað árslokagengi 80,77 ISK/USD.


Helstu rekstrarniðurstöður 2002

Rekstrarreikningur 2002 og 2001 (þús. USD)  2002     % af
sölu  2001     % af
sölu       Breyting        
                                                                                                         
Sala                                           81.284     100,0%   68.380          100,0%          +18,9%
Kostnaðarverð seldra vara                     -33.434     -41,1%  -25.376          -37,1%          +31,8%
Framlegð                                       47.850      58,9%   43.004           62,9%          +11,3%
                                                                                                         
Aðrar rekstrartekjur                            1.030       1,2%      799            1,2%          +28,9%
Sölu- og markaðskostnaður                     -16.927     -20,8%  -12.773          -18,7%          +32,5%
Þróunarkostnaður                               -7.103      -8,7%   -5.101           -7,5%          +39,2%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður            -13.349     -16,4%  -15.040          -22,0%          -11,2%
                                                                                                         
Rekstrarhagnaður                               11.501      14,2%   10.889           15,9%           +5,6%
                                                                                                         
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)                   182       0,2%     -487           -0,7%         +137,4%
Hlutdeildartekjur                                 154       0,2%       22            0,0%         +600,0%
                                                                                                         
Hagnaður fyrir tekjuskatt                      11.837      14,6%   10.424           15,2%          +13.6%
Tekjuskattur                                   -1.781      -2,2%   -1.792           -2,6%           -0,6%
                                                                                                         
Hagnaður tímabilsins                           10.056      12,4%    8.632           12,6%          +16,4%
                                                                                                         
EBITDA                                         14.310      17,6%   12.973           19,0%          +10,3%
                                                                                                         
                                                                                                         
Efnahagsreikningur (þús. USD)                                   31.12.   31.12.          Breyting        
                                                                2002     2001                            
                                                                                                         
Fastafjármunir                                                     32.093          30.948           +3,7%
Veltufjármunir                                                     38.589          27.253          +41,6%
Eignir samtals                                                     70.682          58.201          +21,4%
                                                                                                         
Eigið fé                                                           39.861          30.547          +30,4%
Langtímaskuldir                                                    13.884          12.931           +7,4%
Skammtímaskuldir                                                   16.937          14.723          +15,0%
Eigið fé og skuldir samtals                                        70.682          58.201          +21,4%
                                                                                                         
                                                                                                         
Sjóðstreymi 2002 (þús. USD)                                              1.1-31.12
2002  1.1-31.12
2001  
                                                                                                         
Veltufé frá rekstri                                                                14.661          10.771
                                                                                                         
Handbært fé frá rekstri                                                            10.502          10.359
Fjárfestingarhreyfingar                                                            -2.881          -3.016
Fjármögnunarhreyfingar                                                             -1.642          -8.049
Hækkun / (lækkun) handbærs fjár                                                     5.979            -706
                                                                                                         
                                                                                                         
Lykiltölur                                  2002     2001       2000     1999            1998            
                                                                                                         
Hagnaður á hlut (US cent)                        3,12       2,64     1,48            0,91             e/f
V/H hlutfall                                     21,8       19,4     53,0            60,8             e/f
Arðsemi eigin fjár                              28,6%      32,4%     9,0%           44,7%           77,3%
Veltufjárhlutfall                                 2,3        1,9      1,5             2,2             2,7
Eiginfjárhlutfall                               56,4%      52,5%    44,6%           78,6%           35,7%
Markaðsvirði hlutafjár (milljónir USD)            220        158      256             117             e/f


Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs

Rekstrarreikningur 
4. ársfjórðungs 2002 (þús. USD)  4.ársfj.
2002  % af
sölu  4.ársfj.
2001  % af
sölu  Breyting  
                                                                                                                   
Sala                                                          20.077     100,0%         17.125     100,0%    +17,2%
Kostnaðarverð seldra vara                                     -9.039     -45,0%         -6.274     -36,6%    +44,1%
Framlegð                                                      11.038      55,0%         10.851      63,2%     +1,7%
                                                                                                                   
Aðrar rekstrartekjur                                             536       2,7%            165       1,0%   +224,8%
Sölu- og markaðskostnaður                                     -4.091     -20,4%         -3.565     -20,8%    +14,8%
Þróunarkostnaður                                              -1.852      -9,2%         -1.184      -6,9%    +56,4%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður                            -3.352     -16,7%         -2.810     -16,4%    +19,3%
                                                                                                                   
Rekstrarhagnaður                                               2.279      11,4%          3.457      20,1%    -34,1%
                                                                                                                   
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)                                  318       1,6%           -350      -2,0%   +190,9%
Hlutdeildartekjur                                                114       0,5%            -26      -0,2%   +538,4%
                                                                                                                   
Hagnaður fyrir tekjuskatt                                      2.711      13,5%          3.081      17,9%    -12,0%
Tekjuskattur                                                      76       0,4%           -311      -1,8%   +124,4%
                                                                                                                   
Hagnaður tímabilsins                                           2.787      13,9%          2.770      16,1%     +0,6%
                                                                                                                   
EBITDA                                                         3.183      15,9%          3.987      23,3%    -20,2%



Samanburður við rekstraráætlun

Rekstrarreikningur 
4. ársfjórðungs 2002 (þús. USD)  4.ársfj.
2002  % af
sölu  4.ársfj.
áætlun  % af
sölu  Frávik  
                                                                                                                   
Sala                                                          20.077     100,0%           20.714     100,0%    -637
Kostnaðarverð seldra vara                                     -9.039     -45,0%           -7.788     -37,6%   1.251
Framlegð                                                      11.038      55,0%           12.926      62,4%  -1.888
                                                                                                                   
Aðrar rekstrartekjur                                             536       2,7%               43       0,2%    +493
Sölu- og markaðskostnaður                                     -4.091     -20,4%           -3.916     -18,9%    -175
Þróunarkostnaður                                              -1.852      -9,2%           -1.468      -7,1%    -384
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður                            -3.352     -16,7%           -3.292     -15,9%     -60
                                                                                                                   
Rekstrarhagnaður                                               2.279      11,4%            4.293      20,7%  -2.014
                                                                                                                   
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)                                  318       1,6%             -249      -1,2%    +567
Hlutdeildartekjur                                                114       0,5%               14       0,1%    +100
                                                                                                                   
Hagnaður fyrir tekjuskatt                                      2.711      13,5%            4.058      19,6%  -1.347
Tekjuskattur                                                      76       0,4%             -718      -3,5%     794
                                                                                                                   
Hagnaður tímabilsins                                           2.787      13,9%            3.340      16,1%    -553
                                                                                                                   
EBITDA                                                         3.183      15,9%            4.914      23,7%  -1.731


Rekstur ársins og fjórða ársfjórðungs

Sterkur innri vöxtur einkenndi sölu ársins 2002. Sala jókst um 12,9 milljónir dala en það samsvarar 19% innri vexti. Sala var á áætlun og er frávik innan við 1% frá birtri rekstraráætlun. 

Sala fjórða ársfjórðungs jókst um 17% milli ára en var liðlega 3% undir áætlun. Sala í Norður-Ameríku, sem er stærsti markaður félagsins, var 7% undir áætlun. Sala í gegnum Össur Europe B.V. var tæplega 4% yfir áætlun. Sala Össur Nordic A.B. var 13% yfir áætlun á fjórða fjórðungi. Sala á öðrum alþjóðamörkuðum var 22% undir áætlun sem er svipað frávik og var á þriðja ársfjórðungi. Nánar skiptist ytri sala samstæðunnar þannig eftir markaðssvæðum:

4. ársfjórðungur þús. USD    4. ársfj. 2002  %     Áætlun  Frávik  
                                                                   
Norður-Ameríka                         10.705   53%  11.517    -812
Evrópa                                  4.803   24%   4.638    +165
Norðurlönd                              2.874   14%   2.550    +324
Aðrir alþjóðamarkaðir                   1.357    7%   1.742    -385
Innanlandssala                            338    2%     267     +71
                                                                   
Samtals                                20.077  100%  20.714    -637


Árið 2002 Þús. USD       2002    %     Áætlun  Frávik  
                                                       
Norður-Ameríka             46.119   57%  46.443    -324
Evrópa                     16.995   21%  16.505    +490
Norðurlönd                 10.489   13%   9.544    +945
Aðrir alþjóðamarkaðir       6.388    8%   8.510  -2.122
Innanlandssala              1.293    1%   1.046     247
                                                       
Samtals                    81.284  100%  82.048    -764

Kostnaðarverð seldra vara sem hlutfall af sölu var mun hærra á fjórða ársfjórðungi en rekstraráætlun gerði ráð fyrir og var framlegð rúmlega 7% lægri en áætlað var. Framlegð ársins í heild var tæplega 59% en áætlun gerði ráð fyrir 63%. Ástæður lægri framlegðar á fjórða ársfjórðungi eru fjórar helstar. Mikil áhersla var lögð á að auka framleiðslugetu koltrefjagervifóta hér heima, setja upp nýjar vörulínur og auka afköst. Gjaldfærður kostnaður vegna þessa var 400 þúsund dalir. Vegna aukinna umsvifa var framlag í niðurfærslusjóð vegna ábyrgðarviðgerða aukið um 210 þúsund dali. Birgðir að verðmæti 320 þúsund dalir voru afskrifaðar hjá Össur Engineering Inc. í Albion, Michigan vegna endurmats á sölumöguleikum í framhaldi af fyrirséðum innleiðingum á nýjum vörum. Hlutur íslenskrar krónu í framleiðslukostnaði var vaxandi á árinu vegna aukinnar sölu og vegna nýrrar framleiðslulínu koltrefjagervifóta. Styrking íslenskrar krónu á fjórða ársfjórðungi olli lækkun framlegðar um 450 þúsund dali.

Sölu- og markaðskostnaður var rúmlega 4% yfir kostnaðaráætlun á fjórða ársfjórðungi en var tæplega 8% undir kostnaðaráætlun á þriðja ársfjórðungi. Í heild árið 2002 var kostnaðurinn 4% undir áætlun. Í samanburði við fyrra ár hefur hlutfall sölu- og markaðskostnaðar af sölu verið aukið um liðlega 2% milli ára.
 
Rannsóknar- og þróunarkostnaður nam 9,2% af sölu á fjórða ársfjórðungi en það var rúmum 26% yfir áætlun en taka þarf tillit til þess að hluti þessa kostnaðar kemur til baka í gegnum aðrar tekjur vegna verkefnis sem styrkt er af Evrópusambandinu. Í heild var hlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar af sölu 8,7% árið 2002. Þessi niðurstaða er um 5% yfir áætlun. Allur rannsóknar- og þróunarkostnaður á árinu var gjaldfærður.

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var á áætlun á fjórða ársfjórðungi en á árinu í heild var þessi kostnaður 2% yfir áætlun. Hlutfall skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar af sölu á árinu 2002 var rúm 16% og lækkar úr 22% frá árinu 2001 . 

Vaxtaliðir voru félaginu áfram mun hagstæðari en áætlanir gerðu ráð fyrir m.a. vegna styrkingar krónu.

Við samanburð á rekstri ársins 2002 og 2001 þarf að hafa í huga að verðbólgureikningsskil voru lögð af í upphafi ársins 2002. Ef sömu reikningsskilaaðferðir hefðu verið notaðar 2001 hefði hagnaður þess árs verið 761 þúsund dölum lægri eða 7.771 þúsund dalir í stað 8.632 þúsund dala. Miðað við sömu reikningsskilaaðferðir eykst hagnaður milli ára um 29%. 

Á fjórða fjórðungi var lokið við að setja á markað heildarröð hágæða læsibúnaðar, íhluta, tengistykkja og höggdeyfa sem auka notagildi búnaðar frá Össuri. Í þessari vörulínu eru alls 49 tengistykki. Einnig var hafing kynning á nýju meðferðarkerfi sem nefnist SMART program. Lykilþáttur í þessu kerfi er Iceross Post-op hulsan, sem hefur nú þegar verið kynnt á Norðurlöndunum og er notuð við þrýstimeðferð stúfa í kjölfar aflimunar. 


Birting rekstraráætlana

Ákveðið hefur verið að falla frá þeirri stefnu að birta nákvæmar rekstraráætlanir fyrir félagið eins og gert var árið 2002, en það ár var gengið lengra að þessu leyti en almennt tíðkaðist á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum. Þar fyrir utan hefur orðið viðhorfsbreyting meðal alþjóðlegra fjárfesta hvað varðar birtingu nákvæmra upplýsinga af hálfu fyrirtækjanna um horfur í rekstri og er nú almennt talið að birting slíkra upplýsinga stuðli ekki að heilbrigðari fjármálamörkuðum. Alþjóðleg fyrirtæki eru almennt að draga úr nákvæmni upplýsingagjafar varðandi horfur í rekstri.

Varðandi markmið félagsins fyrir næsta ár er vísað til þeirrar stefnu að viðhalda sterkum innri vexti og auka hagnað á hlut (EPS) um 15% á ári.


Aðalfundur 2003

Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 21. febrúar kl 9:00 árdegis á Grand Hótel, Reykjavík. Aðgöngumiðar, aðkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað kl. 8:30. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.02 í samþykktum félagsins.
Tillaga til breytinga á 1.tl. í gr. 5.01 í samþykktum félagsins sem felst í því að fjölga stjórnarmönnum úr sex í sjö.
Tillaga um að heimila stjórn að kaupa eigin bréf félagsins.
Önnur mál sem löglega verða borin fram eða fundurinn samþykkir að taka til meðferðar.

Atkvæðisréttur á fundinum verður miðaður við stöðu hlutaskrár Össurar hf. í lok fimmtudagsins 20. febrúar 2003.


Birting uppgjöra 2003

Eftirfarandi eru áætlaðar dagsetningar á birtingu uppgjöra 2003:

1. ársfjórðungur 29. apríl 2003.
2. ársfjórðungur24. júlí 2003.
3. árfjórðungur 23. október 2003.
4. ársfjórðungur 2. febrúar 2004.


 Fundur með stjórnendum

Í fyrramálið gefst fjárfestum og öðrum, sem áhuga hafa á rekstri félagsins, kostur á að koma á opinn fund með stjórnendum félagsins. Á fundinum mun Jón Sigurðsson, forstjóri, fara yfir niðurstöður ársfjórðungsins og ræða við fjárfesta ásamt Hjörleifi Pálssyni, fjármálastjóra. 

Fundurinn verður á morgun, fimmtudaginn 13. febrúar, og hefst kl. 9:00 á skrifstofu Össurar hf. á Grjóthálsi 5 í Reykjavík.