Breytt dagsetning aðalfundar

Dagsetningu aðalfundar Össurar hf. hefur verið breytt vegna nýlegra breytinga á
hlutafélagalögum nr. 2/1995 við innleiðingu á tilskipun 2007/36/EB sem fjallar
um nýtingu tiltekinna réttinda hluthafa í skráðum félögum.
Aðalfundur Össurar hf. verður haldinn þriðjudaginn 9. mars 2010.

Boðað verður til fundarins eigi síðar en þriðjudaginn 16. febrúar 2010.
Hluthafar eiga rétt á að fá mál tekin á dagskrá og leggja fram tillögur uns
endanleg dagskrá og tillögur verða birtar þriðjudaginn 2. mars 2010.
Subscribe