Dagskrá aðalfundar Össurar hf. ásamt tillögum

Report this content
Tillaga um heimild til stjórnar Össurar hf. að kaupa eigin hlutabréf félagsins, lögð fyrir aðalfund félagsins 15. febrúar 2002.
Félaginu er heimilt, í samræmi við 55 gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, að kaupa allt að 10% af eigin hlutafé á gengi sem sé ekki hærra en 10% yfir og ekki lægra en 10% undir skráðu meðalgengi bréfa félagsins á næstu tveimur vikum á undan kaupunum.  

Heimild þessi gildi í næstu 18 mánuði.   Eldri heimildir falla jafnframt niður.


Tillaga um ráðstöfun hagnaðar, lögð fyrir aðalfund Össurar hf.  15. febrúar 2002.

Lagt er til að hagnaður félagsins rekstrarárið 2001 verði fluttur til næsta árs.  


Subscribe