Heildarfjöldi hluta og atkvæða


            
Fréttatilkynning frá Össuri hf.
               Reykjavík, 30. nóvember 2009 GMT 22:05


          Heildarfjöldi hluta og atkvæða


Í nóvember 2009 hefur Össur hf. aukið hlutafé félagsins um 30.750.000
krónur, sem skiptist í jafn marga hluti að nafnvirði 1 króna hver:

*     um 29.500.000 krónur þann 3. nóvember 2009; og
*     um 1.250.000 krónur þann 30. nóvember 2009.

Vísað er til kauphallartilkynninga 3. nóvember 2009 og 30. nóvember
2009.
Í lok nóvember 2009 nam heildarhlutafé félagsins 453.750.000 krónum,
sem skiptist í jafn marga hluti að nafnvirði 1 króna hver. Hverjum
hlut fylgir eitt atkvæði og er heildarfjöldi atkvæða því 453.750.000.

Þessi kauphallartilkynning er birt í samræmi við 84 gr. laga um
verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og 6. gr. dönsku reglnanna um
upplýsingaskyldu útgefenda nr. 1273/2008.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill, sími 664-1044

Subscribe