Hluthafafundur Össurar hf. 4. desember 2000.


            
Stjórn Össuar hf. boðar hér með til hluthafafundar sem haldinn verður á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík, mánudaginn 4. desember 2000, kl. 11.00 árdegis.<br>
<br>
Á dagskrá fundarins verða:<br>
<br>
1. Tillaga til breytinga á grein 2.01 í samþykktum félagsins. Lagt er til að stjórn félagsins verði heimilað að hækka hlutafé þess í áföngum um allt að kr. 47.000.000 að nafnvirði. Stjórninni verði heimilað að víkja frá forgangsrétti hluthafa við þessa hækkun.<br>
<br>
2. Önnur mál sem eru löglega fram borin.<br>
<br>
Dagskrá, endanlegar tillögur og önnur gögn skv. 2.mgr. 33.gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Grjóthálsi 5, Reykjavík, viku fyrir fundinn.<br>
<br>
Fundargögn verða afhent í upphafi fundar.

Subscribe