Kynningarfundir fyrir markaðsaðila á uppgjöri Össurar fyrir fyrsta fjórðung 2006

Miðvikudaginn 3. maí mun Össur hf. birta uppgjör félagsins fyrir fyrsta fjórðung
Fimmtudaginn 4. maí heldur Össur hf. upplýsingafundi fyrir fjárfesta.

Klukkan 8:15 að staðartíma verður opinn fundur með stjórnendum fyrirtækisins á Grand Hóteli við Sigtún. Á fundinum  munu Jón Sigurðsson, forstjóri, og Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, fara yfir rekstur tímabilsins. 

Klukkan 12:00 að staðartíma verður haldinn símafundur á ensku. Unnt verður að hlusta á fundinn á heimasíðu Össurar: www.ossur.com.

Vinsamlegast hringið í eftirfarandi símanúmer til að taka þátt í fundinum:

Símanúmer fyrir Evrópu: +44 (0) 20 7162 0025
Símanúmer fyrir Bandaríkin: +1 334 323 6201

Einnig er unnt að senda fyrirspurnir til fundarins, sem haldinn er á ensku, með tölvupósti á investormeeting@ossur.com.  

Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast á heimasíðu Össurar, www.ossur.com og á vef Kauphallar Íslands, www.icex.is  jafnhliða fréttatilkynningunni.


Subscribe