Leiðrétting - 9 mánaða reikningur 2007

Report this content
Leiðrétting: Söluaukning vegna innri vaxtar, mælt í staðbundinni mynt er 8% en
ekki 11% eins og missagt var í fréttinni. 

Helstu niðurstöður fyrir þriðja ársfjórðung

•  Sala var 82,3 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 31% frá þriðja ársfjórðungi
   2006 
•  Söluaukning vegna innri vaxtar var 8% 
•  Pro forma söluaukning var 11%
•  Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 14,1 milljón dala,
   jókst um 16% frá þriðja ársfjórðungi 2006 
•  EBITDA hlutfall var 17,1% samanborið við 19,3% fyrir sama tímabil í fyrra
•  Hagnaður tímabilsins var 2,2 milljónir Bandaríkjadala samanborið við 5,4
   milljónir Bandaríkjadala á þriðja fjórðungi 2006 


Helstu niðurstöður fyrir fyrstu níu mánuði ársins

•  Sala var 250,7 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 33% frá þriðja ársfjórðungi
   2006 
•  Söluaukning vegna innri vaxtar var 8% 
•  Pro forma söluaukning var 8%
•  Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 41,7 milljónir dala,
   jókst um 23% frá sama tímabili 2006 
•  EBITDA hlutfall var 16,6%, samanborið við 18,0% fyrir sama tímabil í fyrra
•  Hagnaður tímabilsins var 0,9 milljónir Bandaríkjadala samanborið við 8,1
   milljón dala hagnað fyrir sama tímabil 2006 


Jón Sigurðsson, forstjóri:

„Við erum ánægð með niðurstöður þriðja ársfjórðungs. Við sjáum áframhaldandi
góðan vöxt í Evrópu og fyrstu merki þess að endurskipulagningin sem við gerðum
á sölukerfinu fyrir spelkur í Bandaríkjunum í upphafi ársins, sé að byrja að
skila sér. Sala Gibaud er á góðu skriði og sýnir góðan vöxt samanborið við
síðasta ár, þó svo að með Gibaud hafi árstíðabundin áhrif á sölu aukist vegna
sumarlokana í Frakklandi. Sala á stoðtækjum heldur áfram að aukast umtalsvert
og að sama skapi sjáum við jákvæða þróun í söluvexti á spelkum og
stuðningsvörum. Þegar á heildina er litið erum við sannfærð um að við séum nú
að uppskera eftir tímabil innleiðingar og endurskipulagningar sem mun leggja
grunninn að framtíðarvexti félagsins”. 

*Samkvæmt reikningsskilareglum miðast umreikningur rekstrarliða milli
gjaldmiðla við meðalgengi rekstrartímabils. Við umreikning úr Bandaríkjadölum
yfir í íslenskar krónur fyrir fyrsta ársfjórðung er notað meðalgengi 63,11
ISK/USD. Við umreikning efnahagsliða er notað gengi í lok ársfjórðungsins 61,88
ISK/USD.