Lok hlutafjárútboðs Össurar hf.


            
Forgangsréttartímabili í hlutafjárútboði Össurar lauk í gær hjá Kaupþingi fjárfestingarbanka. Alls voru í boði 60 milljónir króna að nafnverði sem hluthöfum gafst kostur á að skrá sig fyrir í áskrift á genginu 64. Alls nýttu um 75% hluthafa Össurar sér rétt sinn og skráðu þeir sig fyrir ríflega tvöfaldri þeirri fjárhæð sem í boði var. Áskrift er þar með lokið og ekki kemur til almenns útboðs eins og til stóð hefðu hluthafar ekki nýtt sér allan rétt sinn.<br>

Subscribe