Níu mánaða uppgjör Össurar hf.

Report this content

            
610 milljóna króna hagnaður Össurar hf. fyrir afskriftir á fyrstu níu mánuðum ársins - áætlun hækkuð úr 690 í 762 milljónir.<br>
Í óendurskoðuðu 9 mánaða árshlutauppgjöri Össurar hf. er hagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) 610 milljónir og í endurskoðaðri áætlun er nú gert ráð fyrir 756 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir (EBIDTA) fyrir árið í heild.<br>
 <br>
Heildarvelta samstæðunnar á tímabilinu janúar til september er 2.827 milljónir eða um 170% hærri en á sama tíma í fyrra. Helstu ástæður veltuaukningarinnar eru: Rekstrarniðurstaða Flex-Foot gætir í rekstri félagsins frá 1. Apríl. Sala á nýjum vörum, sem settar voru á markað á tímabilinu, hefur gengið vel auk þess sem sölukerfi félagsins í Bandaríkjunum hefur náð fullum afköstum. Afslættir voru lækkaðir til dreifiaðila 1. júlí sem hækkar sölutekjur fyrirtækisins auk þess sem bandaríkjadollar hefur hækkað á tímabilinu.<br>
<br>
<br>
<br>
         9 mán 2000 9 mán 1999 Breyting<br>
<br>
Rekstrartekjur    2.827   1.041  172%<br>
Rekstrargjöld     2.289    840  173%<br>
Rekstrarhagnaður    538    201  168%<br>
Rekstrarh. f. af    610    225  171%<br>
Fjármunatekjur,    -142    13<br>
Hagnaður f. óreg    260    127  105%<br>
Óreglulegir liði   3.675      -<br>
Hagnaður/Tap árs   -3.415    189<br>
<br>
<br>
<br>
Rekstrarkostnaður samstæðunnar á tímabilinu janúar til september er 2.289 milljónir. Þar af var þróunarkostnaður 136 milljónir og er hann allur gjaldfærður á tímabilinu. <br>
Fjármagnsliðir eru neikvæðir um 142 milljónir fyrir tímabilið janúar til september og munar þar mestu um vaxtagreiðslur og gengismun af 14 milljóna dollara langtímaláni sem tekið var í lok júní vegna kaupanna á Flex-Foot. Þó svo að gerðir hafi verið framvirkir samningar á móti lántöku í samræmi við gengiskörfu samstæðunnar, er ljóst að gengissveiflur hafa áhrif á nettó hagnað samstæðunnar.<br>
 <br>
Nettó hagnaður samstæðunnar eftir skatta fyrir tímabilið janúar til september er 260 milljónir króna eða 105% hærri en á sama tíma í fyrra. Að teknu tilliti til óreglulegrar afskriftar viðskiptavildar vegna kaupanna á Flex-Foot að upphæð 3.688 milljónir, er nettó tap ársins í lok september 3.415 milljónir króna. <br>
<br>
Alls voru útistandandi 277,2 milljónir útgefinna hluta í félaginu hinn 30. september síðastliðinn.<br>
<br>
Opinn símafundur með stjórnendum<br>
Á morgun, þriðjudaginn 24 október, kl.9:15 gefst fjárfestum og öðrum, sem áhuga hafa á rekstri fyrirtækisins, kostur á að taka þátt í opnum símafundi. Á fundinum munu Jón Sigurðsson, forstjóri, og Árni Alvar Arason, fjármálastjóri, fara yfir niðurstöður árshlutauppgjörsins.<br>
Til að taka þátt í símafundinum þarf að hringja í síma 595-2030. Einnig er unnt að fylgjast með fundinum á heimasíðu Össurar hf., www.ossur.is. <br>
<br>
Salan í sameinuðu félagi farið vel af stað<br>
Sölustarfsemin hefur farið vel af stað í Bandaríkjunum en í lok júní var sölustarfsemin sameinuð á einum stað. Innri vöxtur félagsins á heimsvísu fyrstu níu mánuði ársins er 15% talið í USD.<br>
<br>
Félagið rekur fjórar söluskrifstofur í Evrópu, ef skrifstofur sænsku fyrirtækjanna tveggja eru taldar með. Unnið er að athugun á fyrirkomulagi sölumála í Evrópu og er niðurstöðu að vænta í byrjun næsta árs.  <br>
<br>
Áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir að sala hæfist á tveimur nýjum vörum á síðasta ársfjórðungi ársins 2000 en báðum þeim vörum hefur seinkað þar til á öðrum ársfjórðungi 2001. Ekki er gert ráð fyrir að þetta hafi áhrif á núverandi söluáætlun ársins 2000.  <br>
<br>
Rekstur félagsins á fjórða ársfjórðungi ársins 2000<br>
Fyrir áhrif kaupa félagsins á Pi Medical A/B og Karlsson og Bergström A/B í Svíþjóð, gerir endurskoðuð áætlun félagsins ráð fyrir 750 milljóna hagnaði fyrir afskriftir (EBIDTA) eða tæplega 9% hækkun umfram áætlun frá því í júlí síðastliðnum. Heildarvelta ársins er áætluð 3.380 milljónir króna og er það rúmlega 5% hækkun frá fyrri áætlun. <br>
<br>
Tilkoma sænsku félagana hefur jákvæð áhrif á afkomu samstæðunnar á árinu. Veltuaukning samstæðunnar mun nema 110 milljónum króna og veltan mun verða 3.490 milljónir króna. Hagnaður félaganna tveggja fyrir afskriftir (EBIDTA) mun nema 12 milljónum króna síðustu tvo mánuði ársins og hagnaður fyrir afskriftir er því áætlaður 762 milljónir króna. Viðskiptavild félaganna verður afskrifuð að fullu á árinu og munu óreglulegar afskriftir félagsins hækka um 416 milljónir frá endurskoðaðri áætlun í lok júní. Óregluleg afskrift er áætluð 4.091 milljón í lok ársins og nettó tap samstæðunnar á árinu mun því nema 3.754 milljónum króna.  <br>
<br>
Nánari upplýsingar gefur Jón Sigurðsson í síma 861-2108<br>
<br>
<br>
<br>
 <br>
<br>
<br>
br>

Subscribe