Össur - 6 mánaða uppgjör 2006

Report this content
Helstu niðurstöður annars ársfjórðungs
"	Sala var 65,5 milljónir Bandaríkjadala (4,8 milljarðar íslenskra króna*), jókst um 85% frá öðrum ársfjórðungi 2005, mælt í Bandaríkjadölum.
"	Söluaukning vegna innri vaxtar var 8%. 
"	Pro forma söluaukning var 4%.
"	Afskriftir óefnislegra eigna í tengslum við fyrirtækjakaup á síðustu misserum námu 3 milljónum dala.
"	Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 13,1 milljón dala (964 milljónir íslenskra króna*), jókst um 69% frá öðrum ársfjórðungi 2005.
"	EBITDA hlutfall var 20%, lækkar úr 22% á öðrum ársfjórðungi 2005.
"	Hagnaður tímabilsins, að undanskildum afskriftum óefnislegra eigna vegna fyrirtækjakaupa á síðustu misserum, var 3,9 milljónir dala (287 milljónir íslenskra króna*), samanborið við 4,6 milljónir á öðrum ársfjórðungi 2005. Hagnaður tímabilisins án leiðréttingar vegna niðurfærslu óefnislegra eigna var  2,1 milljón Bandaríkjadala. 
"	Hagnaður að viðbættum afskriftum á útistandandi hlut að teknu tilliti til kauprétta var 1,76 bandarísk sent og lækkar úr 1,86 bandarískum sentum á sama tímabili í fyrra.
"	Hagnaður á hlut að teknu tilliti til kauprétta var 0,55 bandarísk sent, lækkar úr 1,47 bandarískum sentum frá öðrum fjórðungi 2005. 


Jón Sigurðsson, forstjóri:

"Sala á Norður-Ameríkumarkaði var mjög góð. Aukning í sölu  á stoðtækjum var umfram væntingar og sala á spelkum og stuðningsvörum var í takt við áætlanir. Á hinn bóginn var sala á spelkum og stuðningstækjum á Evrópumarkaði heldur lakari en áætlað var, sem skýrist einkum af lakari sölu til dreifiaðila. Samþætting og endurskipulagning í kjölfar fyrirtækjakaupa hafa verið meginverkefni okkar á ársfjórðungnum. Mikilvægir áfangar hafa náðst þrátt fyrir vissa erfiðleika í Evrópu og við erum bjartsýn að ná markmiðum okkar fyrir árið. Fyrsta verulega vörunýjung okkar í spelkum og stuðningsvörum, slitgigtarspelkan Unloader One, hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Hátæknivörurnar Power Knee og Proprio Foot hafa einnig hlotið mjög góðar viðtökur. Við munum halda áfram að endurbæta núverandi starfsemi ásamt því að kanna ytri vaxtartækifæri til þess að ná settum markmiðum." 


* Samkvæmt reikningsskilareglum miðast umreikningur rekstrarliða milli gjaldmiðla við meðalgengi rekstrartímabils. Við umreikning úr Bandaríkjadölum yfir í íslenskar krónur fyrir annan ársfjórðung er notað meðalgengi 73,57 ISK/USD. Við umreikning efnahagsliða er notað gengi í lok júní 76,60 ISK/USD.