Össur - 9 mánaða uppgjör 2006

Helstu niðurstöður þriðja ársfjórðungs
"	Sala var 62,8 milljónir Bandaríkjadala (4,5 milljarðar íslenskra króna*), jókst um 41% frá þriðja ársfjórðungi 2005.
"	Söluaukning vegna innri vaxtar var 5%. 
"	Pro forma söluaukning var 4%.
"	Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 12,1 milljón dala (867 milljónir íslenskra króna*), jókst um 17% frá þriðja ársfjórðungi 2005.
"	EBITDA hlutfall var 19,3%, lækkar úr 23,2% á þriðja ársfjórðungi 2005.
"	Hagnaður tímabilsins var 5,4 milljónir dala (387 milljónir íslenskra króna*), samanborið við 4 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2005.  Að undanskildum afskriftum óefnislegra eigna vegna fyrirtækjakaupa á síðustu misserum, var hagnaður tímabilsins 7,3 milljónir dala, samanborið við 4,8 milljónir á þriðja fjórðungi 2005 sem jafngildir hækkun um 52%.
"	Hagnaður að viðbættum afskriftum á útistandandi hlut að teknu tilliti til kauprétta var 2,72 bandarísk sent og hækkar úr 2,18 bandarískum sentum á sama tímabili í fyrra eða um 25%.
"	Hagnaður á hlut að teknu tilliti til kauprétta var 1,40 bandarísk sent, hækkar úr 1,26 bandarískum sentum frá þriðja fjórðungi 2005 eða um 11%. 


Jón Sigurðsson, forstjóri:

"Við erum bjartsýn um að ná markmiðum okkar fyrir árið en afkoma þriðja ársfjórðungs er rétt undir væntingum stjórnenda.  Sala á stoðtækjum í Bandaríkjunum heldur áfram að vaxa á meðan pro forma sala á spelkum og stuðningsvörum er í takt við vöxt markaðarins og undir markmiðum okkar til lengri tíma litið. Samþætting og endurskipulagning í kjölfar fyrirtækjakaupa gengur samkvæmt áætlun. Á fjórðungnum lokuðum við starfsstöð okkar í Bothell, Washington og lögðum mikla áherslu á endurskipulagningu á dreifingarkerfi okkar í Bandaríkjunum, sem hefur tímabundið neikvæð áhrif á söluna í spelkum og stuðningsvörum á þessu svæði. Enn eru vissir erfiðleikar í Evrópu, en við sjáum að við erum á réttri leið. Starfsstöð okkar í Bretlandi var flutt frá Blackburn til  Manchester í byrjun september og samhliða því öll dreifing í Bretlandi flutt til Eindhoven. Við erum að komast yfir erfiðasta tímabilið og eru rekstrarhorfur til langs tíma jákvæðar. Við erum fullviss um að stefna okkar mun gefa okkur tækifæri og svigrúm til þess að ná okkar metnaðarfullu markmiðum um vöxt og hagnað."


Ath: Samanburðartölur fyrir 2005 hafa verið leiðréttar með því að undanskilja óvenjulega liði sem féllu til á þriðja ársfjórðungi 2006 vegna fyrirtækjakaupa, þ.e. uppfærslu birgða hjá Royce Medical í söluverð, kostnað vegna endurskipulagningar og óvenjulegar tekjur. Án þessarar leiðréttingar er samanburður töluvert hagstæðari.

Samkvæmt reikningsskilareglum miðast umreikningur rekstrarliða milli gjaldmiðla við meðalgengi rekstrartímabils. Við umreikning úr Bandaríkjadölum yfir í íslenskar krónur fyrir þriðja ársfjórðung er notað meðalgengi 71,62 ISK/USD. Við umreikning efnahagsliða er notað gengi í lok september 70,08 ISK/USD.