Össur - Ársuppgjör 2010

                   Fréttatilkynning frá Össuri hf. nr. 01/2011
                           Reykjavík, 7. febrúar 2011
AFBRAGÐS SÖLUVÖXTUR

Sala - Söluvöxtur var mjög góður eða 9% mælt í staðbundinni mynt. Góður vöxtur í
bæði spelkum og stuðningsvörum og stoðtækjum hefur jákvæð áhrif á söluna. Salan
nam alls 359 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári samanborið við 331 milljón
dala árið 2009. Sala á spelkum og stuðningsvörum var góð og jókst jafnt og þétt
yfir árið og var söluvöxturinn 12%, mælt í staðbundinni mynt. Sala á stoðtækjum
var einnig góð og jókst um 8%, mælt í staðbundinni mynt.

Arðsemi - Össur sýnir áfram stöðuga arðsemi. EBITDA framlegð nam 74 milljónum
Bandaríkjadala eða 21% af sölu. Framlegð var 223 milljónir Bandaríkjadala eða
62% af sölu. Hagnaður á síðasta ári nam 35 milljónum Bandaríkjadala sem er 10%
af sölu samanborið við 23 milljónir árið 2009 og 7% af sölu. Góður vöxtur í sölu
er megin ástæða aukins hagnaðar.

Jón Sigurðsson, forstjóri:
"Heilt yfir eru niðurstöður ársins mjög ánægjulegar. Margar nýjar vörur voru
settar á markað sem voru mikilvægar fyrir árangur okkar á liðnu ári. Við kynntum
spennandi nýjungar í hefðbundnum vöruflokkum, bionic vörur eins og PROPRIO FOOT
sem og nýjar spelkur og stuðningsvörur. Góður árangur í stoðtækjum, bæði í
Evrópu og í Bandaríkjunum styður góðan söluvöxt í stoðtækjunum á árinu. Árangur
í sölu á spelkum og stuðningsvörum í Bandaríkjunum er sérstaklega ánægjulegur og
staðfestir styrkleika okkar á þessum markaði."

Helstu áfangar á árinu:
 * Nýjar vörur - Margar nýjar vörur voru kynntar á markaðnum á árinu 2010. Alls
  voru 22 nýjar vörur kynntar og þar með talinn PROPRIO FOOT sem er önnur
  varan í Bionic vörulínu félagsins. Nýjum spelkum og stuðningsvörum, eins og
  Miami Lumbar og Rebound Walker, hefur verið vel tekið, en þessar nýju vörur
  hafa jákvæð áhrif á söluvöxt.
 * Fjárfesting í sölu- og dreifikerfi - Miklar breytingar á sölu- og
  dreifikerfi voru gerðar árið 2009 í Bandaríkjunum, en þessar breytingar hafa
  skilað góðum árangri á árinu 2010. Fjárfestingar í dreifiaðilum og víðtækara
  sölukerfi hafa skilað góðum vexti í sölu og samhliða hafa margar nýjar
  spelkur og stuðningsvörur verið kynntar. Þessir þættir hafa átt stóran þátt
  í þeim árangri sem náðst hefur og vöxtur í sölu hefur verið umfram áætlaðan
  markaðsvöxt í Bandaríkjunum.


Áætlun 2011 - Fyrir árið 2011 gera stjórnendur ráð fyrir innri söluvexti á
bilinu 4-6%, mælt í staðbundinni mynt og að EBITDA leiðrétt fyrir einskiptis
tekjum og kostnaði verði á bilinu 20-21% fyrir árið í heild.


Símafundur þriðjudaginn 8. febrúar kl. 11:00

Á  morgun,  þriðjudaginn 8. febrúar 2011, verður haldinn símafundur fyrir
fjárfesta, hluthafa og aðra markaðsaðila þar sem farið verður yfir niðurstöður
fjórða ársfjórðungs og ársins 2010. Fundurinn hefst kl. 11:00 GMT / 12:00 CET /
6:00 EST. Á fundinum munu þeir Jón Sigurðsson, forstjóri, og Hjörleifur Pálsson,
fjármálastjóri, kynna afkomu félagsins og svara spurningum. Fundurinn fer fram á
ensku  og  verður  hægt  að  fylgast  með  honum  á netinu á slóðinni
www.ossur.com/investors

Símanúmer til að taka þátt í fundinum eru:
Evrópa: + 44 (0) 20 3043 2436 eða
+46(0)8 505 598 53
Bandaríkin: +1 866 458 40 87
Ísland: 800 8660


Nánari upplýsingar:

Jón Sigurðsson, forstjóri        sími: 515-1300

Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri    sími: 515-1300

Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill sími: 664-1044Vinsamlega athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti uppgjörsins.
Tilkynningu í fullri lengd á ensku er að finna áwww.ossur.com/investors