Össur - Fallið frá fyrirhugaðri skráningu hlutafjár í USD


            
Í ræðu stjórnarformanns, á aðalfundi Össurar hf. 13. febrúar, kom fram að stjórn félagsins myndi ekki nýta sér heimild frá hluthafafundi 6. júní 2002, þess efnis að skrá bréf félagsins í Bandaríkjadölum. Breytingarnar áttu að koma til framkvæmda þegar uppgjörskerfi fjármálamarkaðarins gætu annað uppgjöri í erlendri mynt. Enn hefur ekki tekist að ná því markmiði og óljóst hvenær því verður náð. Stjórn félagsins hefur því að svo stöddu fallið frá fyrirhugaðri skráningu hlutafjár félagsins í Bandaríkjadölum og ákveðið að nýta ekki fengna heimild. Ef aðstæður breytast, og ráðlegt þykir að huga að skráingu hlutafjárins í Bandaríkjadölum, mun slík tillaga verða lögð á ný fyrir hluthafafund. 

Subscribe