Össur - Fyrsti ársfjórðungur 2013


            
 * Heildarsala nam 97 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 100 milljónir
  dala á fyrsta ársfjórðungi 2012.
 * Sala dróst saman um 3%, mælt í staðbundinni mynt.
 * Sala á spelkum og stuðningsvörum dróst saman um 2% og stoðtækjum um 3%,
  hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.
 * Páskar hafa áhrif á samanburð milli ára þar sem að páskarnir voru á öðrum
  ársfjórðungi 2012. Að teknu tilliti til fjölda söludaga dróst salan saman um
  1%. Sala á spelkum og stuðningsvörum stóð í stað og sala á stoðtækjum dróst
  saman um 1%.
 * Breytingar á endurgreiðslukerfinu í Bandaríkjunum halda áfram að hafa áhrif
  á bandaríska stoðtækjamarkaðinn.
 * Sala í EMEA er mismunandi eftir landsvæðum, en gekk sérstaklega vel í austur
  Evrópu. Sala á bionic vörum gengur einnig vel.
 * Framlegð nam 60 milljónum Bandaríkjadala sem er 62% af sölu, en það er sama
  hlutfall og á fyrsta ársfjórðungi 2012. Góður árangur í Mexíkó og árangur af
  öðrum skilvirkniverkefnum stuðla að stöðugri framlegð.
 * EBITDA nam 14 milljónum bandaríkjadala og 14% af sölu, samanborið við 18% af
  sölu á sama tímabili í fyrra.
 * Hagnaður nam 6 milljónum Bandaríkjadala og 6% af sölu, samanborið við 10
  milljónir dala og 10% af sölu á fyrsta ársfjórðungi 2012.
 * Handbært fé frá rekstri var 9% af sölu, sem er sama hlutfall og á fyrsta
  ársfjórðungi í fyrra. Handbært fé frá rekstri er lágt á fyrsta ársfjórðungi
  vegna árstíðabundinna sveiflna.
 * Aðhald í endurgreiðslukerfinu í Bandaríkjunum hefur aukist og hefur Medicare
  tilkynnt um 2% niðurskurð á greiðslum fyrir stoð og stuðningstæki, frá og
  með 1. apríl 2013.
 * Össur hefur unnið að því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum í
  endurgreiðslukerfinu í Bandaríkjunum. Vöruúrval fyrirtækisins hefur verið
  breikkað og aukin áhersla lögð á vörur með lægra tæknistig, en markaðurinn
  hefur í auknum mæli kallað eftir slíkum lausnum. Stjórnendur hafa einnig
  farið í aðgerðir sem munu draga úr kostnaði sem nemur 5 milljónum
  Bandaríkjadala á næstu 3 ársfjórðungum.

Áætlun 2013

 * Stjórnendur staðfesta áður birta áætlun fyrir árið um að innri söluvöxtur
  verði á bilinu 2-4%, mælt í staðbundinni mynt, og EBITDA á bilinu 18-19% sem
  hlutfall af veltu.
 * Vegna breytinga í endurgreiðslukerfinu í Bandaríkjunum gera stjórnendur ráð
  fyrir því að niðurstöður ársins verði í lægri mörkum áætlunarinnar, bæði
  sala og EBITDA.


Jón Sigurðsson, forstjóri:
"Fyrsti ársfjórðungur hefur verið erfiður. Breytingar á endurgreiðslukerfinu í
Bandaríkjunum hefur haft meiri áhrif en við gerðum ráð fyrir og mun áhrifanna
gæta út þetta ár. Við höfum gert viðeigandi ráðstafanir en það mun taka nokkurn
tíma að aðlagast breyttum aðstæðum. Markaðurinn hjá EMEA var almennt rólegur á
fjórðungnum, en sala á stoðtækjum heldur áfram að vera góð og sérstaklega sala á
bionic vörum. Nýjir markaðir í EMEA ganga vel og vöxtur í Asíu heldur áfram a
vera mjög góður."


Símafundur á morgun, fimmtudaginn 25. apríl kl. 10:00

Á morgun, fimmtudaginn 25. apríl, verður haldinn símafundur þar sem farið verður
yfir niðurstöður fyrsta ársfjórðungs. Fundurinn hefst kl. 10:00 GMT/12:00 CET.
 Innhringinúmer: +44 (0)203 043 24 36 or +46 (0)8 505 598 53, The United States:
+ 1 866 458 40 87, Iceland: 800 8660


Athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti uppgjörsins. Tilkynningu í
fullri lengd á ensku er að finna á www.ossur.com/investors