Össur - Niðurstöður aðalfundar 23. febrúar 2007

Niðurstöður aðalfundar Össurar hf. haldinn föstudaginn 23. febrúar 2007 á Nordica Hotel, Reykjavík.
1.	Ársreikningur og skýrsla stjórnar voru samþykkt samhljóða.

2.	Tekin ákvörðun um að þóknun til stjórnarmanna fyrir árið 2006 verði eftirfarandi: 

Stjórnarformaður 	USD. 50.000
Varaformaður 		 USD. 30.000
Meðstjórnendur 	USD. 20.000

3.	Lögð fram og samþykkt tillaga um að hagnaður félagsins rekstrarárið 2006 verði fluttur til næsta árs.

4.	Lögð fram og samþykkt tillaga um breytingar á samþykktum félagsins um heimild til stjórnar til þess að hækka hlutafé. Nú hljóðar grein 2.01 samþykkta félagsins svo:

	"Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé félagsins í áföngum á fimm árum um allt að 209.608.310 -tvöhundruð og níumilljónir sexhundruð og áttaþúsund þrjúhundruð og tíu krónur- - að nafnverði, þannig:

A)	um allt að kr. 9.608.310 nafnverði, er verði seldar með forgangsrétti hluthafa eftir samþykktum félagsins og V. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Stjórn félagsins ákveður útboðsgengi þessara hluta og sölureglur hverju sinni, fresti til áskriftar og fresti til greiðslu þeirra. 

B)	um allt að kr. 200.000.0000 að nafnverði, með sölu nýrra hluta án þess að forgangsréttarákvæði 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög eigi við. Stjórn félagsins ákveður útboðsgengi þessara hluta og sölureglur hverju sinni, fresti til áskriftar og fresti til greiðslu þeirra. Stjórn félagsins er heimilt að ákveða að áskrifendur greiði fyrir hina nýju hluti að hluta eða öllu leyti með öðru en reiðufé

5.	Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:

Niels Jacobsen - Stjórnarformaður
Kristján Tómas Ragnarsson
Sigurbjörn Þorkelsson
Þórður Magnússon - varaformaður
	Össur Kristinsson 

6.	Endurskoðandafélag Össurar hf. til næsta árs verði Deloitte hf.

7.	Lögð fram og samþykkt tillaga um heimild til stjórnar að kaupa eigin hlutabréf félagsins. Tillagan var svo hljóðandi:

Félaginu er heimilt, í samræmi við 55 gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, að kaupa allt að 10% af eigin hlutafé á gengi sem sé ekki hærra en 10% yfir og ekki lægra en 10% undir skráðu meðalgengi bréfa félagsins á næstu tveimur vikum á undan kaupunum. 

Heimild þessi gildi í næstu 18 mánuði.  Eldri heimildir falla jafnframt niður.

8.	Starfskjarastefna skv. 79.gr.a. hlutafélagalaga samþykkt. Að auki voru kaupréttir stjórnenda skv. 2. gr. starfskjarastefnu samþykktir.

Starfskjarastefna Össurar hf.
samkvæmt lögum um hlutafélög nr. 2/1995, grein 79.a.

Lögð fyrir aðalfund Össurar hf.þann 23. febrúar 2007.

Það er stefna Össurar hf ("félagið") að ráða og hafa í vinnu afburða starfsfólk. Til þess þarf félagið að hafa samkeppnishæfa starfskjarastefnu í allri starfsemi félagsins. Þessi starfskjarastefna er liður í því að gæta hagsmuna langtímafjárfesta félagsins, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila, með skipulegum, einföldum og gegnsæum hætti. 

Til viðbótar við hefðbundin launakjör sér útvegar félagið starfsmönnum sínum nauðsynlegum tækjabúnaði. Félagið launar einnig starfsmönnum sínum með öðrum greiðslum, endurgreiðslum og annars konar umbun sem fela í sér eftirfarandi: 

1.	Árangurstengdar greiðslur og umbun. Félagið getur greitt aukagreiðslur til að umbuna starfsmanni fyrir góðan árangur við tiltekið verkefni eða fyrir félagið sem heild. Stjórnendur geta einnig haft til afnota farartæki í eigu félagsins í sérstökum tilfellum.

2.	Kaupréttararsamningar. Stjórn félagsins getur boðið starfsmönnum kaupréttarsamninga í félaginu. Allir kaupréttarsamningar, sem bjóðast stjórnendum þurfa að fá samþykki hluthafafundar. Í ársskýrslu félagsins er ætíð tilgreind hlutafjáreign stjórnenda og stjórnar. Í undantekningartilfellum getur stjórnin veitt stjórnendum félagsins sölurétt á kaupréttarsamningum þeirra í félaginu.

3.	Félagið veitir ekki stjórnendum né öðrum starfsmönnum félagsins lán eða gengst í ábyrgð fyrir þá vegna kaupa þeirra á hlutabréfum í félaginu, eins og heimilt er skv. 2. mgr. 104 gr. laga um hlutafélög, eða í öðrum tilgangi, nema í sérstökum undantekningartilfellum. Slík undantekningartilfelli skulu ætíð hljóta samþykki stjórnar. 
 
4.	Félagið greiðir hlut vinnuveitanda í lífeyrissjóði fyrir starfsmenn sína í samræmi við gildandi lög og almenna samninga við stéttarfélög. Félagið gerir ekki sérstaka samninga um lífeyrisgreiðslur og slíkir samningar eru ekki til hjá félaginu. Í sérstökum undantekningartilfellum greiðir félagið þó viðbótarlífeyrisgreiðslu til handa stjórnendum, þó aldrei hærri en sem nemur 20% af árslaunum. 

5.	Félagið gerir ekki sérstaka starfslokasamninga við stjórnendur eða aðra starfsmenn, heldur kýs að hafa gagnkvæm ákvæði um starfslok í samræmi við viðteknar venjur á vinnumarkaðnum. Starfsmenn félagsins hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest í samræmi við ráðningarsamninga eða almennar reglur stéttarfélaga. Stjórn félagsins áskilur sér rétt, í sérstökum tilfellum, til að samþykkja allt að tólf (12) mánaða uppsagnarfrest, einkum ef um er að ræða stjórnendur félagsins búsetta erlendis. Á þessari stundu hafa nokkrir stjórnendur félagsins allt að tólf mánaða uppsagnarfrest. 

6.	Laun stjórnar félagsins fyrir komandi ár eru samþykkt á aðalfundi félagsins í samræmi við lög um hlutafélög. 

Stjórn Össurar hf. endurskoðar þessa starfskjarastefnu árlega.