Össur - Þriðji ársfjórðungur 2013

Þriðji ársfjórðungur 2013
 * Hagnaður jókst um 28% milli ára og nam 13 milljónum Bandaríkjadala og 12% af
  sölu, samanborið við 10 milljónir dala og 10% af sölu á þriðja ársfjórðungi
  2012.
 * Sala nam 105 milljónum Bandaríkjadala, samanborið við 99 milljónir dala á
  þriðja ársfjórðungi 2012. Söluvöxtur var 5%, þar af 3% innri vöxtur,
  hvortveggja mælt í staðbundinni mynt.
 * Sala á spelkum og stuðningsvörum jókst um 6%, þar af 1% innri vöxtur, hvort
  tveggja mælt í staðbundinni mynt.
 * Sala á stoðtækjum jókst um 5%, þar af 4% innri vöxtur, hvort tveggja mælt í
  staðbundinni mynt.
 * Sala í EMEA var góð og sýndu öll landsvæði góðan vöxt. Bandaríkjamarkaður
  sýnir jákvæð merki, en áfram er gert ráð fyrir óvissu á þessum markaði.
 * Framlegð nam 65 milljónum Bandaríkjadala og 62% af sölu, samanborið við 62
  milljónir Bandaríkjadala og 63% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2012.
 * EBITDA nam 22 milljónum Bandaríkjadala og 21% af sölu, samanborið við 18
  milljónir dala og 19% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2012.
 * Rekstrarkostnaður sem hlutfall af sölu var 45% samanborið við 47% á sama
  fjórðungi 2012. aðhaldsaðgerðir sem farið var í á öðrum ársfjórðungi skila
  nú þegar tilætluðum árangri.
 * Handbært fé frá rekstri var 23% af sölu, samanborið við 17% á þriðja
  ársfjórðungi í fyrra.
 * Fyrsta október var gengið frá kaupunum á TeamOlmed, sem voru tilkynnt 21.
  maí 2013. TeamOlmed kemur inn í samstæðu Össurar 1. október 2013.
 * Á fjórðungnum var gengið frá tveimur minniháttar fyrirtækjakaupum.


Áætlun 2013

 * Stjórnendur staðfesta áður birta áætlun fyrir árið um að innri söluvöxtur
  verði á bilinu 2-4%, mælt í staðbundinni mynt, og leiðrétt EBITDA á bilinu
  18-19% sem hlutfall af veltu.


Jón Sigurðsson, forstjóri:
"Niðurstöður fjórðungsins eru mjög góðar og sýna hæsta rekstrarhagnað Össurar á
einum fjórðungi og mjög sterkt sjóðstreymi. Það er ánægjulegt að sjá að
aðhaldsaðgerðir sem við hófum á öðrum ársfjórðungi eru nú þegar að skila
tilætluðum árangri. Góður árangur í EMEA heldur áfram og á Bandaríkjamarkaði
sjáum við nú þegar merki um jákvæða þróun. Þrátt fyrir jákvæð merki teljum við
raunhæft að gera ráð fyrir áframhaldandi óvissu á  Bandaríkjamarkaði næstu
fjórðunga. Á fjórðungnum héldum við áfram að stykja stöðu okkar og til viðbótar
við kaupin á TeamOlmed gengum við frá kaupum á tveimur litlum fyrirtækjum."


Símafundur fimmtudaginn 24. október kl. 10:00

Á morgun, fimmtudaginn 24. október, verður haldinn símafundur þar sem farið
verður yfir niðurstöður fyrir þriðja ársfjórðung. Fundurinn hefst kl. 10:00
GMT/12:00  CET.   Innhringinúmer: Evrópa: +44 (0) 203 364 5374 eða +46 (0)
8 505 564 74; Bandaríkin: + 1 855 753 2230; Ísland: 800 8660


Athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti uppgjörsins. Tilkynningu í
fullri lengd á ensku er að finna á www.ossur.com/investors