Össur - Þriðji ársfjórðungur 2014


            
Meginatriði á þriðja ársfjórðungi 2014
 * Hagnaður jókst um 26% milli ára. Hagnaðurinn nam 16 milljónum Bandaríkjadala
  eða 13% af sölu, samanborið við 13 milljónir Bandaríkjadala og 12% af sölu á
  þriðja ársfjórðungi 2013.
 * Sala nam 127 milljónum Bandaríkjadala, samanborið við 105 milljónir
  Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi 2013. Söluvöxtur var 21%, þar af 6%
  innri vöxtur, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.
 * Sala á spelkum og stuðningsvörum jókst um 19% samanborið við þriðja
  ársfjórðung 2013, þar af var innri vöxtur 0%, hvort tveggja mælt í
  staðbundinni mynt.
 * Sala á stoðtækjum jókst um 23% samanborið við þriðja ársfjórðung 2013, þar
  af var innri vöxtur 15%, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.
 * Framlegð nam 81 milljón Bandaríkjadala eða 64% af sölu, samanborið við 65
  milljónir Bandaríkjadala og 62% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2013.
 * EBITDA jókst um 30% og nam 29 milljónum Bandaríkjadala sem er 23% af sölu,
  samanborið við 22 milljónir Bandaríkjadala og 21% af sölu á þriðja
  ársfjórðungi 2013.
 * Handbært fé frá rekstri nam 33 milljónum Bandaríkjadala eða 26% af sölu,
  samanborið við 24 milljónir Bandaríkjadala og 23% af sölu á þriðja
  ársfjórðungi 2013.

Endurskoðuð áætlun fyrir árið 2014

Vegna mikils söluvaxtar og góðrar arðsemi í ársfjórðungnum hefur félagið
endurskoðað áætlun fyrir árið 2014. Endurskoðuð áætlun fyrir árið 2014 er
eftirfarandi:
 * Söluvöxtur í staðbundinni mynt á bilinu 18-19% (var áður 16-18%)
 * Innri söluvöxtur á bilinu 4-5%, mælt í staðbundinni mynt (var áður 3-4%)
 * EBITDA framlegð sem hlutfall af sölu á bilinu 20-21% (var áður 19-20%)
 * Fjárfestingar (CAPEX) á bilinu 2,5-3,5% af sölu (óbreytt)
 * Virkt skatthlutfall um 26% (óbreytt)

Jón Sigurðsson, forstjóri:

"Við erum mjög ánægð með góða arðsemi á þessum ársfjórðungi og erum með
sterkasta sjóðstreymi sem við höfum séð hingað til. Sala á stoðtækjum er mjög
góð á öllum okkar helstu mörkuðum og í helstu vöruflokkum. Sala á spelkum og
stuðningsvörum er í takti við væntingar okkar. Við höfum lagt aukna áherslu á
bætta arðsemi af vöruframboði okkar og einbeitum okkur að hágæðavörum og
vörunýjungum sem skila nú jákvæðum niðurstöðum."

Símafundur föstudaginn 24. október 2014 og morgunverðarfundur miðvikudaginn 29.
október 2014

Símafundur föstudaginn 24. október kl. 10:00

Símafundur  verður haldinn föstudaginn 24. október kl. 10:00 þar sem Jón
Sigurðsson,  forstjóri,  og  Sveinn  Sölvason, fjármálastjóri, munu kynna
niðurstöður ársfjórðungsins. Fundurinn fer fram á ensku. Innhringinúmer á
símafundinn er 800-7219.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 29. október kl. 8:30

Félagið býður jafnframt til morgunverðarfundar á Íslandi miðvikudaginn 29.
október kl. 8:30 þar sem Jón Sigurðsson, forstjóri, og Sveinn Sölvason,
fjármálastjóri, munu kynna niðurstöður ársfjórðungsins. Morgunverðarfundurinn
verður haldinn í höfuðstöðvum Össurar hf. að Grjóthálsi 5, 4. hæð. Vinsamlegast
tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið mottaka@ossur.com.