Össur hefur gert samning um viðskiptavakt í kauphöll NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn


            
Össur hf. hefur í dag gert samning við Nordea Markets (deild innan
Nordea Bank Danmark A/S) um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins í
kauphöll NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn.

Samningnum er ætlað að auka viðskipti með hlutabréf Össurar í
kauphöll NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn og stuðla að skilvirkri og
gegnsærri verðmyndun á hlutabréfum félagsins.

Samkvæmt samningnum mun Nordea Markets setja fram kaup- og sölutilboð
í hlutabréf félagsins alla viðskiptadaga í kauphöll NASDAQ OMX í
Kaupmannahöfn. Munur milli kaup- og söluverðs má ekki fara yfir 4,0%.

Samningurinn mun taka gildi 4. september 2009, þegar hlutabréf
félagsins hafa verið skráð opinberlega og tekin til viðskipta í
kauphöll NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn.


Nánari upplýsingar veita:
Jón Sigurðsson, forstjóri, sími 515 1300
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, sími 515 1300
Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill, sími 664 1044

Subscribe