Össur hf. - Stjórnendaskipti hjá Össuri í Ameríku


            
Mahesh Mansukhani hefur verið ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri
Össurar í Ameríku. Mahesh tekur við af Eyþóri Bender sem mun starfa
áfram sem ráðgjafi hjá félaginu.

Mahesh kemur frá ráðgjafafyrirtækinu AlixPartners og er með MBA gráðu
frá Yale háskóla. Hann hefur yfir 12 ára reynslu í stjórnendastarfi,
meðal annars stýrði hann dótturfélagi DuPont sem velti 1,1 milljarði
Bandaríkjadala.

,,Ég vil þakka Eyþóri Bender fyrir hans mikilvæga framlag til
velgengni félagsins." sagði Jón Sigurðsson forstjóri Össurar hf.
,,Mahesh hefur víðtæka stjórnendareynslu og verður sterk viðbót í
stjórnendahóp Össurar."


Um Össur hf.:

Össur hf. (OMX: OSSR) er  alþjóðlegt fyrirtæki á sviði  stoð-
og stuðningstækja sem  hjálpar  fólki  að  lifa  lífinu  án
takmarkana. Fyrirtækið leggur áherslu á að auka hreyfigetu fólks með
nýsköpun í tækni á sviði spelkna- og stuðningsvara, gervilima og
vörum til  nota við blóðrásarmeðferðir. Össur hf. leggur mikla
áherslu á fjárfestingu í rannsókn og  vöruþróun sem  viðheldur
sterkri stöðu Össurar á markaðnum. Össur leggur metnað sinn í
að veita viðskiptavinum  og notendum góða  þjónustu til þess  að
þeir nái sem bestum árangur. Höfuðstöðvar félagsins eru á Íslandi
og  helstu starfsstöðvar eru  í Ameríku, Evrópu og Asíu, auk
dreifiaðila víðsvegar um heim. www.ossur.com

Subscribe