Össur hf. - Uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2008


            
Helstu niðurstöður fyrir annan ársfjórðung 2008

 * Sala var 92,9 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 6% frá sama
  tímabili 2007.
 * EBITDA var 19 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 10% frá sama
  tímabili 2007.
 * EBITDA hlutfall var 20,5%, samanborið við 19,7% á sama tíma í
  fyrra.
 * Hagnaður tímabilsins var 3,9 milljónir Bandaríkjadala, samanborið
  við 1,5 milljónir á sama tímabili 2007.
 * Hagnaður að viðbættum afskriftum á útistandandi hlut að teknu
  tilliti til kauprétta var 2,42 bandarísk sent, jókst um 25% frá
  sama tímabili 2007.
 * Hagnaður á hlut að teknu tilliti til kauprétta var 0,93 bandarísk
  sent, jókst um 138% frá sama tímabili í fyrra.


Helstu niðurstöður fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008

 * Sala var 182,6 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 8% frá sama
  tímabili 2007.
 * EBITDA var 42 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 52% frá sama
  tímabili 2007.
 * EBITDA hlutfall var 23,0%, samanborið við 16,4% á sama tímabili
  2007.
 * Hagnaður tímabilsins var 10,6 milljónir Bandaríkjadala,
  samanborið við 1,2 milljón dala tap á sama tímabili 2007.
 * Hagnaður að viðbættum afskriftum á útistandandi hlut að teknu
  tilliti til kauprétta var 5,39 bandarísk sent, jókst um 90% frá
  sama tímabili í fyrra.
 * Hagnaður á hlut að teknu tilliti til kauprétta var 2,51 bandarísk
  sent, samanborið við -0,32 á fyrri  hluta ársins 2007.


Jón Sigurðsson, forstjóri:"Helstu áherslur ársins 2008 eru að auka arðsemi og að hagræða í
vörulínum fyrirtækisins. Okkur hefur tekist að auka arðsemi félagsins
talsvert á fyrstu sex mánuðum ársins þrátt fyrir slaka sölu á öðrum
ársfjórðungi. Óvenju fáar vörur hafa verið markaðssettar á fyrstu sex
mánuðum ársins, en von er á áhugaverðum nýjum vörum sem  og
endurbættum vörum á seinni hluta ársins."


Live comments form the CEO, see link here below:
www.ossur.com/ceocomments