Össur hf. - Uppgjör fyrir árið 2008


            
Helstu niðurstöður fyrir 2008

 * Sala var 350,0 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 4%.
 * EBITDA var 79,4 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 23%.
 * EBITDA hlutfall var 23%, samanborið við 19% fyrir sama tímabil í
  fyrra.
 * Hagnaður tímabilsins var 28,5 milljónir Bandaríkjadala,
  samanborið við 7,6 milljónir á sama tímabili árið 2007.
 * Hagnaður á hlut að teknu tilliti til kauprétta var 6,73 bandarísk
  sent, samanborið við 1,94 sent á sama tímabili í fyrra.
 * Hagnaður að viðbættum afskriftum á útistandandi hlut að teknu
  tilliti til kauprétta var 12,3 bandarísk sent, samanborið við
  8,24 sent á sama tímabili árið 2007.


Jón Sigurðsson, forstjóri:"Árið einkenndist af áherslum á innviði fyrirtækisins. Eitt af helstu
verkefnum ársins var að auka arðsemi og á sama tíma og við höfum séð
minni sölu en gert var ráð fyrir, jókst arðsemin töluvert. Á árinu
voru þrettán nýjar vörur kynntar á markaðnum og tuttugu teknar af
markaði. Á árinu 2009 eru væntanlegar nýjar og spennandi vörur, en
aðal áherslan mun vera á hefðbundnar vörur sem falla að núverandi
endurgreiðslukerfum. Fjármálakreppan sem nú ríkir í heiminum hefur
haft takmörkuð áhrif á starfsemi félagsins, en það á einnig almennt
við um heilbrigðisgeirann. Þegar á heildina er litið teljum við að
okkur hafi tekist að byggja upp sterkt fyrirtæki og að leggja góðan
grunn að áframhaldandi velgengni."


The press release including tables, the Investor Presentation Q4 2008
and the Financial Statement Q4 2008 can be downloaded from the
following links: