Össur Hf: Ársfjórðungsuppgjör 2017 - hádegisverðarfundur 2. maí kl.12:00

Tilkynning frá Össuri hf. no: 30/2017

Símafundur föstudaginn 28. apríl kl. 7:00

Össur hf. birtir fyrsta ársfjórðungsuppgjör ársins eftir lokun markaða fimmtudaginn 27. apríl 2017. Símafundur verður haldinn föstudaginn 28. apríl kl. 7:00 að íslenskum tíma þar sem Jón Sigurðsson, forstjóri, og Sveinn Sölvason, fjármálastjóri, munu kynna niðurstöður ársfjórðungsins. Fundurinn fer fram á ensku. Hægt er að fylgjast með kynningunni á heimasíðu Össurar: www.ossur.com/investors. Innhringinúmer á símafundinn er 800-7417.

Hádegisverðarfundur þriðjudaginn 2. maí kl. 12:00

Hádegisverðarfundur verður haldinn á Íslandi 2. maí kl. 12:00 þar sem Sveinn Sölvason, fjármálastjóri, mun kynna niðurstöður fyrsta ársfjórðungs. Hádegisverðarfundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Össurar hf. að Grjóthálsi 5 á 4. hæð. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið ir@ossur.com.

Gögn sem tengjast uppgjörinu verða birt á vefsíðu Össurar: www.ossur.com/investors, á fréttasíðu NASDAQ OMX: http://www.nasdaqomxnordic.com/news og á vefsíðu Thomson Reuters http://www.thomsonreutersone.com

Subscribe