Össur hf. selur eignarhlut sinn í Eirbergi ehf.

Report this content

            
Össur hf. hefur selt 48.75% eignarhlut sinn í Eirbergi ehf. fyrir 35.100.000 kr., bókfært verð hlutarinns er 19.000.000 kr.  Kaupandi er Agnar H. Johnson. Í samræmi við stefnu fyrirtækisins hefur Össur hf. með sölunni dregið sig út úr öllum rekstri á innanlandsmarkaði sem ekki tengist kjarnastarfsemi félagsins. Salan hefur óveruleg áhrif á rekstur félagsins.

Subscribe