Össur hf. undirritar viljayfirlýsingu um kaup á Century XXII Innovations,


            
Össur hf. hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á öllum hlutabréfum í bandaríska fyrirtækinu Century XXII Innovations, Inc. Áætlað er að undirritun kaupsamnings muni fara fram 1. desember næstkomandi, hafi öllum skilyrðum verið fullnægt. Vegna stöðu samninga er ekki hægt að greina frá kaupverði Century XXII Innovations, Inc., á þessu stigi málsins, en allar upplýsingar munu liggja fyrir á hluthafafundi sem haldinn verður hjá Össuri hf. í nóvember. 

Subscribe