Össur kaupir breska stuðningstækjafyrirt. Innovative Medical Products Holdings

Össur hf. (ICEX:HL OSSUR) hefur keypt breska stuðningstækjafyrirtækið Innovative Medical Products Holdings Ltd. fyrir 18,5 milljónir Bandaríkjadala. IMP Holdings er framleiðslu-, sölu- og dreifingarfyrirtæki á sviði stuðningstækja og stærsti sölu- og dreifingaraðili á stuðningstækjum í Bretlandi. Össur tekur við rekstri IMP Holdings Ltd. frá og með deginum í dag.
 
"Það hefur verið yfirlýst markmið Össurar að færa sig enn frekar inn á markað fyrir stuðningstæki og kaupin á IMP Holdings eru mikilvægur áfangi í þeirri sókn."  Segir Jón Sigurðsson forstjóri Össurar hf.

IMP hefur heildstæða vörulínu í stuðningstækjum sem fellur vel að vörulínum Össurar.  Sterk markaðshlutdeild, þekking og reynsla IMP mun auka tækifæri félagsins til frekari sölu á stuðningstækjum víðar í Evrópu. 

Helsti ávinningur af kaupunum:

"	Sterkt sölukerfi í Bretlandi
"	Flýtir uppbyggingu á sölukerfi stuðningstækja Össurar í Evrópu 
"	Rekstrarhagræðing vegna samlegðaráhrifa

IMP Holdings var stofnað 1980 og eru starfsmenn 91 talsins. IMP er þekkt fyrirtæki, hefur  sterka markaðsstöðu og rekur fjórar starfsstöðvar í Bretlandi.  IMP sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á hnjá-, mjaðma- og bakspelkum sem eru seldar undir nafni Medistox og Technology in Motion.  Fyrirtækið hlaut virt hönnunarverðlaun í Bretlandi (CBI New Product Awards) fyrir eina af vörum sínum á síðasta ári.

Áætlaðar tekjur IMP Holdings fyrir árið 2005 eru rúmar 14 milljónir Bandaríkjadala, leiðrétt EBITDA er tæp 20% og framlegð um 54%. Áætlað er að verja um einni milljón dala til endurskipulagningar og uppbyggingar á næsta ári sem talið er að skili sér í rúmlega milljón dala rekstrarhagræði frá og með árinu 2007. Eins og áður hefur komið fram var samstæða Össurar umframfjármögnuð við kaupin á Royce Medical sl. sumar og er það fjármagn nú nýtt við kaupin á IMP Holdings.Frekari upplýsingar veitir:
Jón Sigurðsson, forstjóri, s. 664-1088

Subscribe