Össur kaupir Linea Orthopedics í Svíþjóð

Report this content
Össur hf. hefur fest kaup á stoðtækjaframleiðandanum Linea Orthopedics í Svíþjóð sem sérhæfir sig í útlitslausnum fyrir stoðtæki. Sérstaða fyrirtækisins felst í þróun og framleiðslu á gervihúð úr silikoni, einkum fyrir gervihendur. Starfsemi Linea Orthopedics verður flutt til Íslands í byrjun næsta árs.  Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og er því en á þróunarstigi og var velta þess 150.000 Bandaríkjadalir á sl. 12 mánuðum. „Vörur Linea Orthopedics eru kærkomin viðbót við framleiðsluvörur Össurar, en um er að ræða vörulínu sem Össur hefur ekki boðið upp á áður og falla því kaupin á Linea Orthopedics vel að þeirri stefnu fyrirtækisins að bjóða viðskiptavinum heildarlausnir á sviði stoðtækja." Segir Jón Sigurðsson forstjóri Össurar hf.
Kaupverð Line Orthopedics er USD. 750.000.



Nánari upplýsingar veitir
Jón Sigurðsson, forstjóri, í síma  515-1366


Subscribe