Össur óskar eftir afskráningu úr kauphöll NASDAQ OMX á Íslandi - Áhersla á skráninguna í Kaupmannahöfn

                   Fréttatilkynning frá Össuri hf. nr. 22/2010
                          Reykjavík, 15. nóvember 2010

     Össur óskar eftir afskráningu úr kauphöll NASDAQ OMX á Íslandi

           Áhersla á skráninguna í KaupmannahöfnHlutabréf  Össurar hf. eru nú til viðskipta í kauphöllum NASDAQ OMX í
Kaupmannahöfn og á Íslandi. Stjórn Össurar ákvað í dag að óska eftir afskráningu
félagsins úr kauphöll NASDAQ OMX á Íslandi. Félagið mun leggja áherslu á
skráninguna í Kaupmannahöfn.


Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf.: "Össur hefur verið skráð á íslenska
hlutabréfamarkaðnum frá 1999 og hefur skráningin gegnt veigamiklu hlutverki í
vexti félagsins. Í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa í viðskiptaumhverfinu
og á félaginu sjálfu á undanförnum árum er eðlilegt að stíga þetta skref og
leggja  áherslu  á hlutabréfamarkað sem getur stutt við fyrirætlanir um
framtíðarvöxt félagsins. Ég vil undirstrika að þessi ákvörðun hefur aðeins áhrif
á skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. Starfsemin á Íslandi hefur verið að
aukast og við eigum ekki von á breytingu þar á."

Össur hefur verið skráð í kauphöll NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn síðan í september
2009. Þar hefur félagið aðgang að alþjóðlegum fjárfestum á virtum markaði fyrir
fyrirtæki á heilbrigðissviði. Um 64% af hlutabréfum félagsins eru nú til
viðskipta á danska markaðnum.

Hluthafar þurfa ekki að grípa til neinna ráðstafana vegna þessarar óskar um
afskráningu.

Afskráningarbeiðnin verður send án tafar til NASDAQ OMX á Íslandi. Frekari
upplýsingar verða birtar þegar afstaða hefur verið tekin til beiðni félagsins.

Nánari upplýsingar:
Jón Sigurðsson, forstjóri, sími: 664 1003
Tilkynningar frá Össuri með tölvupósti:

Ef þú hefur áhuga á að fá sendar tilkynningar frá Össuri, vinsamlega skráður þig
á heimasíðu Össurar: http://www.ossur.com/investormailings.

Subscribe