Óveruleg hlutafjáraukning


            
Fréttatilkynning frá Össuri hf
               Reykjavik, 30. nóvember 2009, GMT 22:00


           Óveruleg hlutafjáraukning


Stjórn Össurar hf. (Össur) hefur í dag tekið ákvörðun um að gefa út
1.250.000 nýja hluti í Össuri og auka hlutaféð um 0,28%  úr
452.500.000 krónum í 453.750.000 krónur að nafnvirði. Ákvörðunin var
tekin á grundvelli heimildar stjórnar í B-lið 2. mgr. greinar 2.01 í
samþykktum félagsins.

Bréfin eru gefin út vegna kaupa félagsins á hlut í bandarísku
fyrirtæki sem dreifir spelkum og stuðningsvörum. Kaupin hafa óveruleg
áhrif á rekstur Össurar.

Verð fyrir hvern hlut er DKK 5,12 (jafngildir USD 1,03) og skal
greitt  í  Bandaríkjadölum.  Andvirði  hlutanna  er  1.287.500
Bandaríkjadalir. Seljendurnir hafa skráð sig fyrir nýju hlutunum.

Nánari upplýsingar veita:
Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill, sími 664-1044

Subscribe