Stjórn Össurar ákveður að nýta heimild til að auka hlutafé


            
Stjórn Össurar hf. hefur ákveðið að nýta heimild, frá hluthafafundi þann 19. ágúst 2005, um að auka hlutafé félagsins um allt að 4.100.000 með sölu nýrra hluta án forgangsréttarákvæðis. Um er að ræða sölu til stjórnenda og lykilstarfamanna Össurar hf. á sömu kjörum og gilda í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Endanleg ákvörðun um kaupendur og fjölda hluta verður tekin 23. september nk.

Subscribe