Umbreyting og flutningur á hlutabréfum frá Íslandi til Danmerkur - Nýjar upplýsingar

                      Tilkynning frá Össuri hf. Nr. 22/2010
                                1. nóvember 2010Að beiðni Össurar hefur Seðlabanki Íslands veitt öllum hluthöfum, sem hafa
eignast hlutabréf í Össuri fyrir 1. nóvember 2010, heimild til að umbreyta
bréfunum og flytja þau af íslenska markaðnum yfir á danska markaðinn. Áður var
heimildin bundin við bréf sem voru keypt fyrir 1. apríl 2009. Enn þarf sérstaka
undanþágu frá Seðlabanka Íslands vegna umbreytingu og flutnings á hlutum frá
Danmörku til Íslands.

Nánari upplýsingar um hvernig er hægt að umbreyta og eiga viðskipti með
hlutabréf Össurar er að finna á heimasíðu félagsins: www.ossur.is/investors

Subscribe