Uppgjör Össurar fyrir fjórða ársfjórðung og ársuppgjör 2007

Helstu niðurstöður fyrir árið 2007
 * Sala var 335,6 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 33% frá 2006
 * Söluaukning vegna innri vaxtar var 7%
 * EBITDA var 64,4 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 63% frá 2006
 * EBITDA leiðrétt var 58,4 milljónir, jókst um 22% frá 2006
 * Hagnaður tímabilsins var 7,6 milljónir Bandaríkjadala, jókst um
  74% frá 2006
 * Hagnaður að viðbættum afskriftum á útistandandi hlut að teknu
  tilliti til kauprétta og óvenjulegra liða var 8,24 bandarísk
  sent, jókst um 31% frá 2006
 * Hagnaður á hlut að teknu tilliti til kauprétta var 1,94 bandarísk
  sent, jókst um 71% frá 2006
 * Hlutafjáraukning í nóvember


 Helstu niðurstöður fyrir fjórða ársfjórðung

 * Sala var 84,9 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 33% frá fjórða
  fjórðungi 2006
 * Söluvöxtur vegna innri vaxtar var 4%
 * EBITDA var 22,7 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 305%
 * Leiðrétt EBITDA var 13,5 milljónir dala, jókst um 22% frá sama
  tímabili 2006


Jón Sigurðsson, forstjóri:"Það sem einkennir árið er sterkur innri vöxtur í stoðtækjum,
endurskipulagning í Bandaríkjunum og innri uppbygging. Árangurinn sem
við sjáum í stoðtækjunum staðfestir forystu okkar á þessu sviði og að
við erum að uppskera vegna þeirrar endurskipulagningar sem ráðist var
í, til að skapa heildstætt sölukerfi í kjölfar fyrirtækjakaupanna
2000. Frá árinu 2005 höfum við lokið við fjölda fyrirtækjakaupa sem
hafa veitt okkur  aðgang að nýjum  markaði fyrir spelkur  og
stuðningsvörur. Til þess að nýta til fulls samlegðaráhrif vegna
þessara fyrirtækjakaupa höfum við einbeitt okkur að því að klára
endurskipulagninguna á sölukerfum félagsins í Bandaríkjunum, en hún
hefur haft áhrif á sölu okkar á þessu ári. Nýjar hátæknivörur sem og
önnur vöruþróun er niðurstaða stöðugrar fjárfestingar í rannsóknum og
þróun. Við höfum einnig kynnt fjölmargar nýjar og endurbættar spelkur
og stuðningsvörur sem hafa hlotið góðar viðtökur sem staðfestir
þörfina fyrir vörunýjungar á þessum markaði. Við erum sannfærð um að
viðsnúningur á sölu á spelkum sé í sjónmáli og að við munum sjá
áhrifin á árinu 2008".

*Samkvæmt reikningsskilareglum miðast umreikningur rekstrarliða milli
gjaldmiðla við meðalgengi rekstrartímabils. Við umreikning
efnahagsliða er notað gengi í lok ársfjórðungsins.

Live comments form the CEO, see link here below:
www.ossur.com/ceocomments