Victhom og Össur hf. gera með sér samstarfssamning

Alþjóðleg markaðssetning á stoðtækniverkvangi Victhom
Össur hf og Victhom Human Bionics Inc. (TSX Venture Exchange: VHB) hafa gert samstarfssamning milli fyrirtækjanna sem miðar að því að markaðssetja stoðtæknivörur Victhom um heim allan. Samkvæmt samningnum mun Össur hf. annast framleiðslu og dreifingu á tækniverkvangi Victhoms á stoðtæknimarkaðnum. Um er að ræða nytjaleyfissamning þar sem kveðið er á um almenna sölu á fyrstu framleiðsluvöru Victhom, en jafnframt um sameiginlega þróun annarrar vöru á sviði stuðnings- og stoðtækni þar sem tækni Victhom á sviði ‘bionics’ (vísindagrein sem athugar hvernig hagnýta megi líffræði við verkfræðileg viðfangsefni) kemur við sögu.

“Samstarfssamningurinn markar tímamót í þróunarsögu Victhom, því hann gerir fyrirtækinu kleift að ná fram arðsemi í rekstri á skemmri tíma en ella. Hann tryggir einnig tækni okkar og gæðum hennar viðurkenningu á heimsvísu, í ljósi þess að Össur er eitt virtasta fyrirtæki heims á sínu sviði,” segir Benoit Côte, forstjóri og framkvæmdastjóri Victhom. 

“Við fögnum mjög þessu nýja samstarfi við Victhom. Tækni fyrirtækisins fellur afar vel að langtímaáætlun okkar, sem miðar að því að þróa stoðtæknivörur sem líkja eins nákvæmlega og hægt er eftir raunverulegri starfsemi líkamans,” segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. 

Efni samningsins
Í nytjaleyfissamningnum er gert ráð fyrir upphafsgreiðslu til Victhom sem nemur tveimur milljónum Bandaríkjadala, auk einkaleyfisþóknana sem til greiðslu koma fyrir þá tækni sem notuð er og bundin er einkaleyfi, en jafnframt er kveðið á um sameiginlega þróunaráætlun.

Í samstarfinu er einnig gert ráð fyrir sameiginlegum vörumerkingum þar sem fram kemur að tækninýjungar á sviði  séu upp runnar hjá Victhom., 

Um Victhom Human Bionics
Victhom Human Bionics er forystufyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og markaðssetningu tæknibúnaðar á sviði ‘bionics’ sem miðar að því að bæta lífsgæði fólks sem býr við starfshæfnisbrest. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Quebec City í Kanada. 


Frekari upplýsingar veita:	
Mr. Benoit Côte
Forstjóri og framkvæmdastjóri
Victhom Human Bionics Inc.
Sími: + (418) 872-5665, lína 104
Benoit.cote@victhom.com

Jón Sigurdsson
Forstjóri
Össur hf.
Beinn sími: (354) 664-1049
jsigurdsson@ossur.com?http://www.ossur.com

Simon Poitras
Hill & Knowlton/Ducharme Perron
Sími : + (418) 523-3352, lina 239

Subscribe