- Tilkynning um hækkun hlutafjár

Report this content
- Fagfjárfestaútboði lokið

Útboði Össurar hf. (Össur) á nýjum hlutum er lokið með góðum árangri.
Umframeftirspurn var eftir hlutum í útboðinu og var nýju hlutunum úthlutað til
stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, ATP, og valinna íslenskra fagfjárfesta. 
 
Verð nýju hlutanna var 103 krónur á hlut sem er hæsta verð í því verðbili sem
kynnt var við upphaf útboðsins. Heildarafrakstur útboðsins nemur 3.920.133.959
krónum. 

Stjórn Össurar hefur því samþykkt að auka hlutafé félagsins um 38.059.553
hluti. 

Nýju hlutirnir svara til 9,89% af heildarhlutafé Össurar fyrir
hlutafjárhækkunina. Eftir útboðið verður heildarhlutafé Össurar 423.000.000
hlutir. Hlutirnir verða greiddir í síðasta lagi 7. nóvember nk. 

Gert er ráð fyrir að nýju hlutirnir verði teknir til viðskipta Í OMX Norrænu
kauphöllinni Íslandi eigi síðar en mánudaginn 12. nóvember 2007. 

Kaupþing banki hf. hafði umsjón með útboðinu. 


Um ATP:

Fjárfestingadeild danska lífeyrissjóðsins ATP stýrir lífeyrissparnaði sem
varðveittur er í ATP Lifelong Pension og ATP Fixed-term Annuity. Alls svara
eignir deildanna til 300 milljarða danskra króna, sem skipar ATP á stall með
stærstu fjárfestum úr hópi lífeyrissjóða í Evrópu. 


Nánari upplýsingar veita:

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, í síma +354-515-1300 
Þórólfur Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings, í síma
+354-444-6000 
Frosti Reyr Rúnarsson, forstöðumaður hlutabréfamiðlunar Kaupþings, í síma
+354-444-6000 

Subscribe