3 mánaða uppgjör Össurar hf.

Report this content
Sala fyrsta ársfjórðungs var 18,6 milljónir Bandaríkjadala.
Rekstrarhagnaður var rúmlega 1,5 milljónir dala.

Hagnaður fyrsta ársfjórðungs var rúmlega 1 milljón dala.


Árshlutauppgjör fyrsta ársfjórðungs 2002 fyrir félagssamstæðu Össurar hf. var samþykkt á stjórnarfundi 29. apríl. Uppgjörið er í Bandaríkjadölum sem er starfrækslugjaldmiðill samstæðunnar. Samanburðartölur hafa verið umreiknaðar úr íslenskum krónum yfir í Bandaríkjadali. Rekstrarliðir eru umreiknaðir miðað við meðalgengi fyrsta ársfjórðungs 2001, en efnahagsliðir í árslok 2001 hafa verið umreiknaðir á árslokagengi. Verðleiðréttingum í reikningsskilum íslenskra fyrirtækja samstæðunnar hefur jafnframt verið hætt frá og með 2002. Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins og áritaður án athugasemda.

Samstæða Össurar hf. samanstendur í meginatriðum af Össuri hf. á Íslandi, samstæðu Össur Holdings Inc. í USA, samstæðu Össur Holding AB í Svíþjóð og Össur Europe B.V. í Hollandi.
 

Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarreikningur 
1. ársfjórðungs 2002 (þús. USD)  1.ársfj.
2002  % af
sölu  1.ársfj.
áætlun  % af
sölu      Frávik          
                                                                                                                               
Sala                                                          18.593     100,0%           18.788         100,0%            -195
Kostnaðarverð seldra vara                                     -7.495      40,3%           -7.427          39,5%             -68
Framlegð                                                      11.098      59,7%           11.361          60,5%            -263
                                                                                                                               
Aðrar rekstrartekjur                                             222       1,2%               43           0,2%             179
Sölu- og markaðskostnaður                                     -4.197     -22,6%           -4.819         -25,6%             622
Þróunarkostnaður                                              -2.019     -10,9%           -1.821          -9,7%            -198
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður                            -3.562     -19,2%           -3.467         -18,4%             -95
                                                                                                                               
Rekstrarhagnaður                                               1.542       8,3%            1.297            6,9             245
                                                                                                                               
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)                                 -323      -1,7%             -240          -1,3%             -83
Hlutdeildartekjur                                                 56       0,3%               14           0,0%              42
                                                                                                                               
Hagnaður fyrir tekjuskatt                                      1.275       6,9%            1.071           5,7%             204
Tekjuskattur                                                    -244       1,3%             -476          -2,5%             232
                                                                                                                               
Hagnaður tímabilsins                                           1.031       5,5%              595           3,2%             436
                                                                                                                               
EBITDA                                                         2.127      11,4%            1.876          10,0%             251
                                                                                                                               
                                                                                                                               
Efnahagsreikningur (þús. USD)                                                  31.3             31.12.         Breyting        
                                                                               2002             2001                           
                                                                                                                               
Fastafjármunir                                                                            32.732         30.948           +5,8%
Veltufjármunir                                                                            28.549         27.253           +4,7%
Eignir samtals                                                                            61.281         58.201           +5,3%
                                                                                                                               
Eigið fé                                                                                  31.044         30.547           +1,6%
Langtímaskuldir                                                                           12.979         12.931           +0,4%
Skammtímaskuldir                                                                          17.258         14.723          +17,2%
Eigið fé og skuldir samtals                                                               61.281         58.201           +5,3%
                                                                                                                               
                                                                                                                               
Sjóðstreymi 
1. ársfjórðungs 2002 (þús. USD)                                                    1.ársfj.
2002  1. ársfj.
2001  
                                                                                                                               
Veltufé frá rekstri                                                                                       1.989           1.722
                                                                                                                               
Handbært fé frá rekstri                                                                                    -444           1.362
Fjárfestingarhreyfingar                                                                                  -1.366          -1.041
Fjármögnunarhreyfingar                                                                                      -59            -800
Lækkun handbærs fjár                                                                                     -1.869            -479
                                                                                                                               
                                                                                                                               
Lykiltölur                                                                                      1.ársfj.
2002  1.ársfj.
2001   
                                                                                                                               
Hagnaður á hlut (cent)                                                                                     2,74            E/F*
V/H hlutfall                                                                                               17,3            E/F*
Arðsemi eigin fjár                                                                                          32%            E/F*
Veltufjárhlutfall                                                                                           1,7             1,2
Eiginfjárhlutfall                                                                                           51%             46%
Markaðsvirði hlutafjár (milljónir USD)                                                                      156             180

* reiknað miðað við s.l. 12 mánuði, liggur ekki fyrir 2001 þar sem ekki var gert uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2000.


Samanburður við árið 2001:

Rekstrarreikningur 
1. ársfjórðungs 2002 (þús. USD)  1.ársfj.
2002  % af
sölu  1.ársfj.
2001  % af
sölu  Breyting  
                                                                                                                   
Sala                                                          18.593     100,0%         16.325     100,0%    +13,9%
Kostnaðarverð seldra vara                                     -7.495      40,3%         -6.288      38,5%    +19,2%
Framlegð                                                      11.098      59,7%         10.037      61,5%    +10,6%
                                                                                                                   
Aðrar rekstrartekjur                                             222       1,2%            149       0,9%    +49,0%
Sölu- og markaðskostnaður                                     -4.197     -22,6%         -3.335     -20,4%    +25,8%
Þróunarkostnaður                                              -2.019     -10,9%         -1.158      -7,1%    +74,4%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður                            -3.562     -19,2%         -4.004     -24,5%    -11,0%
                                                                                                                   
Rekstrarhagnaður                                               1.542       8,3%          1.689      10,3%     -8,7%
                                                                                                                   
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)                                 -323      -1,7%           -361      -2,2%    -10,5%
Hlutdeildartekjur                                                 56       0,3%              9       0,0%   +522,2%
                                                                                                                   
Hagnaður fyrir tekjuskatt                                      1.275       6,9%          1.337       8,2%     -4,6%
Tekjuskattur                                                    -244       1,3%           -682      -4,2%    -64,2%
                                                                                                                   
Hagnaður tímabilsins                                           1.031       5,5%            655       4,0%    +57,4%
                                                                                                                   
EBITDA                                                         2.127      11,4%          2.217      13,6%     -4,1%


Rekstur fyrsta  ársfjórðungs:

Reksturinn á fyrsta ársfjórðungi gekk í meginatriðum í samræmi við áætlanir. Við samanburð við rekstraráætlun er miðað við miðgildi rekstraráætlunar. Framsetningu rekstrarreiknings hefur verið breytt til samræmis við ákvæði alþjóðlegs reikningsskilastaðals nr. 1 (IAS 1). Framlegð, sem er mismunur hreinna sölutekna og kostnaðarverðs seldra vara, er dregin sérstaklega fram en aðrar rekstrartekjur falla nú í flokk með öðrum rekstrarliðum, í stað þess að koma fram meðal rekstrartekna.

Sala í Evrópu hefur gengið samkvæmt áætlun, en við gerð rekstraráætlunar var helst talin hætta á að frávik yrðu í rekstri þar vegna þess hversu róttækar breytingar höfðu nýlega verið gerðar á rekstrarfyrirkomulagi og starfsmannamálum. Sala í Norður Ameríku var um 400 þúsund Bandaríkjadölum yfir áætlun og sala á Norðurlöndum var aðeins undir áætlun. Sala á hlutum til ígræðslu var yfir áætlun. Markmið um sölu á öðrum mörkuðum náðust hins vegar almennt ekki á fyrsta ársfjórðungi og var frávikið um 400 þúsund dalir í heild. Skýringar á þessu eru aðallega erfitt efnahagsumhverfi á viðkomandi mörkuðum og í sumum tilvikum gengisfall gjaldmiðla. Nánar skiptist ytri sala samstæðunnar þannig eftir markaðssvæðum:

Þús. USD                     1. ársfj. 2002  %     Áætlun  Frávik  
                                                                   
Össur North America, Inc.              10.909   59%  10.502   + 407
Össur Europe, B.V.                      3.571   19%   3.627    - 56
Össur Nordic, A.B.                      2.307   12%   2.437    -130
Aðrir markaðir                          1.806   10%   2.222    -416
                                                                   
Samtals                                18.593  100%  18.788    -195


Nokkur frávik voru í sölu- og markaðskostnaði og var hann 622 þúsund Bandaríkjadölum lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rannsóknar- og þróunarkostnaður var hins vegar tæplega 200 þúsund dölum hærri en miðgildi rekstraráætlunar gerði ráð fyrir. Í frétt um birtingu rekstraráætlunar 2002 var vakin sérstök athygli á því að verkefni gætu hæglega flust til milli ársfjórðunga og skýrast þessi frávik fyrst og fremst af slíkum ástæðum. Frávik í tekjuskatti eru einnig nokkur frá því sem gert var ráð fyrir, en erfitt er að áætla þann lið af nákvæmni vegna flókinnar uppbyggingar samstæðunnar. Dæmi um liði, sem valda sveiflum í tekjuskatti milli ársfjórðunga, eru millihagnaður í birgðum og greiðslur vaxta í Bandaríkjunum.

Vörugeymslur Össur North America, Inc. voru fluttar á fyrsta ársfjórðungi. Þær voru áður í um 30 mín. akstursfjarlægð frá höfuðstöðvum fyrirtækisins en eru nú á sömu lóð og önnur starfsemi í Aliso Viejo í Kaliforníu, í þriðju byggingunni sem tekin er í notkun á lóðinni. Stærð vörugeymslunnar er um 1.800 fm. 

Uppbygging á framleiðslulínu til að framleiða gervifætur úr koltrefjum á Íslandi hefur gengið vel og er í samræmi við áætlanir.

Meðal helstu nýunga í vöruþróun má nefna að í febrúar var settur á markað nýr gervifótur, Ceterus™. Hann hefur fengið mjög góðar viðtökur og sala fyrsta ársfjórðungs var yfir áætlun. Í Ceterus™  fætinum sameinast snúningur, höggdeyfing og hreyfisvörun (dynamic response). 


Nýjar vörur sem áætlað er að kynna á öðrum ársfjórðungi:

Meðal þeirra vara sem verða kynntar á öðrum ársfjórðungi eru TKO1500 hnéð, lásinn Icelock™Smooth 651 og tvær nýjar hulsur.

TKO1500 er nýtt hné með höggdeyfingu en hún gerir það að verkum að notandinn þarf síður að lyfta mjöðm eða hoppa þegar hann gengur. 

ICELOCK™SMOOTH 651 er fjórði lásinn í lásalínu Össurar, Icelock 600. Lásinn er einstakur að því leiti að hann er þreplaus og er Össur með einkaleyfi á þessari tækni.

ICEROSS Stabilo™ er ný hulsa, hönnuð fyrir meðalvirka notendur (moderately active users). Hulsan er húðvæn, situr vel og lágmarkar núning.

ICEROSS Transfemoral Conical er hulsa ætluð þeim sem eru aflimaðir fyrir ofan hné. Á síðasta ári setti Össur hf. á markað Iceross Transfemoral Standard sem var fyrsta hulsa sinnar tegundar (þ.e. sérstaklega hönnuð fyrir þá sem eru aflimaðir fyrir ofan hné) og er Transfemoral Conical önnur hulsan í þessari vörulínu. Neðsti hluti hulsunnar er með þykkara ummáli en aðrar hulsur en það eykur þægindi notenda.


Opinn fundur með stjórnendum:

Í dag gefst fjárfestum og öðrum, sem áhuga hafa á rekstri félagsins, kostur á að koma á opinn fund með stjórnendum félagsins. Á fundinum munu Jón Sigurðsson, forstjóri, og Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, fara yfir niðurstöður fyrsta ársfjórðungs. 

Eyþór Bender, forstöðumaður markaðs- og vörusviðs, mun fjalla um vörur sem hafa verið markaðssettar á árinu 2002 og þær vörur sem eru væntanlegar á markað. Eyþór mun einnig fjalla um þróunarstarf fyrirtækisins.

Fundurinn verður í dag kl. 16:30 í Gyllta salnum á Hótel Borg.

Subscribe