6 mánaða uppgjör Össurar hf.

Report this content
Ársfjórðungurinn var hinn söluhæsti frá upphafi og söluaukning milli ára jafngildir 26% innri vexti á öðrum ársfjórðungi.  
Rekstrarhagnaður 2. ársfjórðungs jókst um 53% frá sama fjórðungi í fyrra.

Hagnaður á hlut (EPS) jókst um 31% og var 2,7 cent á hlut.

Sala 2. ársfjórðungs var  21,2 milljónir Bandaríkjadala sem er í samræmi við rekstraráætlun.

Rekstrarhagnaður var tæplega 3 milljónir dala sem er 460 þúsund dölum undir lægri mörkum rekstraráætlunar.

Hagnaður 2. ársfjórðungs var tæplega 2,6 milljónir dala sem er aðeins yfir lægri mörkum áætlunar.


Árshlutauppgjör annars fjórðungs 2002 fyrir félagssamstæðu Össurar hf. var samþykkt á stjórnarfundi 24. júlí. Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins og áritaður án athugasemda.

Samstæða Össurar hf. samanstendur í meginatriðum af Össuri hf. á Íslandi, samstæðu Össur Holdings Inc. í USA, samstæðu Össur Holding AB í Svíþjóð og Össur Europe B.V. í Hollandi.
 

Helstu niðurstöður

Rekstrarreikningur 
2. ársfjórðungs 2002 (þús. USD)                2.ársfj.
2002   % af
sölu  2.ársfj.
2001  % af
sölu      Breyting       
                                                                                                                                           
Sala                                                                         21.223     100,0%         16.822         100,0%         +26,2%
Kostnaðarverð seldra vara                                                    -8.595      40,5%         -7.149          42,5%         +20,2%
Framlegð                                                                     12.628      59,5%          9.673          57,5%         +30,5%
                                                                                                                                           
Aðrar rekstrartekjur                                                            107       0,5%            462           2,7%         -76,8%
Sölu- og markaðskostnaður                                                    -4.891     -23,0%         -3.144         -18,7%         +55,6%
Þróunarkostnaður                                                             -1.557      -7,3%         -1.600          -9,5%          -2,7%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður                                           -3.298     -15,5%         -3.442         -20,4%          -4,2%
                                                                                                                                           
Rekstrarhagnaður                                                              2.989      14,1%          1.949          11,6%         +53,4%
                                                                                                                                           
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)                                                 339       1,6%            213           1,3%         +59,2%
Hlutdeildartekjur                                                               -18      -0,1%             23           0,1%        -178,3%
                                                                                                                                           
Hagnaður fyrir tekjuskatt                                                     3.310      15,6%          2.185          13,0%         +51,5%
Tekjuskattur                                                                   -720      -3,4%            522           3,1%        +237,9%
                                                                                                                                           
Hagnaður tímabilsins                                                          2.590      12,2%          2.707          16,1%          -4,3%
                                                                                                                                           
EBITDA                                                                        3.604      17,0%          2.478          14,7%         +45,4%
                                                                                                                                           
                                                                                                                                           
                                                                                                                                           
Rekstrarreikningur 
Jan - Júní 2002 og Jan - Júní 2001 (þús. USD)  Jan- Júní
2002  % af
sölu  Jan-Júní 2001  % af
sölu      Breyting       
                                                                                                                                           
Sala                                                                         39.816     100,0%         33.147         100,0%         +20,1%
Kostnaðarverð seldra vara                                                   -16.089      40,4%        -13.436          40,5%         +19,7%
Framlegð                                                                     23.727      59,6%         19.711          59,5%         +20,4%
                                                                                                                                           
Aðrar rekstrartekjur                                                            329       0,8%            611           1,8%         -46,2%
Sölu- og markaðskostnaður                                                    -9.089     -22,8%         -6.479         -19,5%         +40,3%
Þróunarkostnaður                                                             -3.575      -9,0%         -2.759          -8,3%         +29,6%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður                                           -6.860     -17,2%         -7.447         -22,5%          -7,9%
                                                                                                                                           
Rekstrarhagnaður                                                              4.532      11,4%          3.637          11,0%         +24,6%
                                                                                                                                           
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)                                                  15       0,0%           -148          -0,4%        +110,1%
Hlutdeildartekjur                                                                38       0,0%             33           0,0%          +1,2%
                                                                                                                                           
Hagnaður fyrir tekjuskatt                                                     4.585      11,5%          3.522          10,6%         +30,2%
Tekjuskattur                                                                   -965      -2,4%           -161          -0,5%        +499,4%
                                                                                                                                           
Hagnaður tímabilsins                                                          3.620       9,1%          3.361          10,1%          +7,7%
                                                                                                                                           
EBITDA                                                                        5.732      14,4%          4.695          14,2%         +22,1%
                                                                                                                                           
                                                                                                                                           
Efnahagsreikningur (þús. USD)                                                                 30.6.          31.12.         Breyting       
                                                                                              2002           2001                          
                                                                                                                                           
Fastafjármunir                                                                                         32.644         30.948          +5,5%
Veltufjármunir                                                                                         34.555         27.253         +26,8%
Eignir samtals                                                                                         67.199         58.201         +15,5%
                                                                                                                                           
Eigið fé                                                                                               33.559         30.547          +9,9%
Langtímaskuldir                                                                                        16.338         12.931         +26,3%
Skammtímaskuldir                                                                                       17.302         14.723         +17,5%
Eigið fé og skuldir samtals                                                                            67.199         58.201         +15,5%
                                                                                                                                           
                                                                                                                                           
Sjóðstreymi 
Janúar til júní 2002 (þús. USD)                                                                 1.1-30.6
2002  1.1–30.6
2001  
                                                                                                                                           
Veltufé frá rekstri                                                                                                    5.547          4.386
                                                                                                                                           
Handbært fé frá rekstri                                                                                                  997          4.095
Fjárfestingarhreyfingar                                                                                               -2.187         -2.390
Fjármögnunarhreyfingar                                                                                                 1.363         -3.098
Hækkun / (lækkun) handbærs fjár                                                                                          173         -1.393
                                                                                                                                           
                                                                                                                                           
Lykiltölur                                                                                                   1.1-30.6
2002  1.1–30.6
2001  
                                                                                                                                           
Hagnaður á hlut (cent)                                                                                                  2,71           2,07
V/H hlutfall                                                                                                            23,7           21,7
Arðsemi eigin fjár                                                                                                     29,0%          25,8%
Veltufjárhlutfall                                                                                                        2,0            1,7
Eiginfjárhlutfall                                                                                                      49,9%          50,1%
Markaðsvirði hlutafjár (milljónir USD)                                                                                   211            148



Samanburður við rekstraráætlun

Rekstrarreikningur 
2. ársfjórðungs 2002 (þús. USD)  2.ársfj.
2002  % af
sölu  2.ársfj.
áætlun  % af
sölu  Frávik  
                                                                                                                   
Sala                                                          21.223     100,0%           21.359     100,0%    -136
Kostnaðarverð seldra vara                                     -8.595      40,5%           -7.886      36,9%    -709
Framlegð                                                      12.628      59,5%           13.473      63,1%    -845
                                                                                                                   
Aðrar rekstrartekjur                                             107       0,5%               43       0,2%      64
Sölu- og markaðskostnaður                                     -4.891     -23,0%           -4.828     -22,6%     -63
Þróunarkostnaður                                              -1.557      -7,3%           -1.874      -8,8%     317
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður                            -3.298     -15,5%           -3.181     -14,9%    -117
                                                                                                                   
Rekstrarhagnaður                                               2.989      14,1%            3.633      17,0%    -644
                                                                                                                   
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)                                  339       1,6%             -245      -1,1%     584
Hlutdeildartekjur                                                -18      -0,1%               14       0,0%     -32
                                                                                                                   
Hagnaður fyrir tekjuskatt                                      3.310      15,6%            3.402      15,9%     -92
Tekjuskattur                                                    -720      -3,4%             -637      -3,0%     -83
                                                                                                                   
Hagnaður tímabilsins                                           2.590      12,2%            2.765      12,9%    -175
                                                                                                                   
EBITDA                                                         3.604      17.0%            4.233      19,8%    -629
                                                                                                                   



Rekstur annars  ársfjórðungs

Það sem einkennir reksturinn á öðrum ársfjórðungi 2002 er mikill innri vöxtur.  Fjórðungurinn er hinn tekjuhæsti hjá félaginu frá upphafi og jókst sala um rúmlega 26% frá sama fjórðungi í fyrra. Sá ársfjórðungur sem áður var söluhæstur var fyrsti fjórðungur þessa árs. Í heild vaxa sölutekjur um rúmlega 20% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil 2001. Öll aukningin kemur í gegnum innri vöxt þar sem engin fyrirtæki hafa verið keypt á tímabilinu.

Sala í Norður Ameríku, sem er stærsti markaður félagsins, var áfram vel yfir áætlun.  Sala í gegnum Össur Europe B.V. var á áætlun eins og á fyrsta ársfjórðungi. Sala Össur Nordic A.B. var 16% yfir áætlun á öðrum fjórðungi en var 5% undir á fyrsta fjórðungi. Sala á öðrum mörkuðum var áfram þung og var tæplega 32% undir áætlun á öðrum fjórðungi. Í heild var sala á öðrum ársfjórðungi og á fyrstu sex mánuðum ársins í samræmi við miðgildi rekstraráætlunar og eru frávik innan við 1%. Nánar skiptist ytri sala samstæðunnar þannig eftir markaðssvæðum:

Þús. USD                     2. ársfj. 2002  %     Áætlun  Frávik  
                                                                   
Össur North America, Inc.              12.326   58%  12.078    +248
Össur Europe, B.V.                      4.237   20%   4.150     +87
Össur Nordic, A.B.                      2.715   13%   2.336    +379
Aðrir markaðir                          1.945    9%   2.795    -850
                                                                   
Samtals                                21.223  100%  21.359    -136

Kostnaðarverð seldra vara sem hlutfall af sölu var talsvert hærra á öðrum ársfjórðungi en rekstraráætlun gerði ráð fyrir og er frávikið 3,6%. Hlutfallið er hins vegar 2% hagstæðara en á öðrum ársfjórðungi fyrra árs. Nokkrar sveiflur hafa ávallt verið á þessu hlutfalli í rekstri fyrirtækisins. Flutningur og endurskipulagning á  framleiðslueiningu í Bandaríkjunum frá Dayton, Ohio, til Albion, Michigan, hefur aukið frávik á þessu ári.

Sölu- og markaðskostnaður er á áætlun á öðrum fjórðungi en var verulega undir áætlun á fyrsta fjórðungi. Í samanburði við fyrra ár hefur hlutfall sölu- og markaðskostnaðar sem hlutfall af sölu verið aukið um liðlega 3% fyrstu sex mánuði ársins miðað við fyrra ár í samræmi við stefnu fyrirtækisins.

Rannsóknar- og þróunarkostnaður var 7,3% af sölu á öðrum ársfjórðungi sem var talsvert undir áætlun. Eins og fram hefur komið var nokkuð af verkefnum flutt fram á fyrsta ársfjórðung og skýrði sú tilhögun hátt hlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar á þeim fjórðungi. Í heild er hlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar af sölu tæp 9% á fyrri hluta ársins. Kostnaðurinn er liðlega 3% undir áætlun.

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var aðeins yfir áætlun á öðrum fjórðungi og í heild var þessi kostnaður um 3% yfir áætlun á fyrri hluta ársins. Hlutfall skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar á fyrri hluta ársins var rúm 17% og lækkar úr 22% frá fyrra ári. 

Vaxtaliðir voru félaginu hagstæðari en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna gengishagnaðar sem stafar af styrkingu Evru gagnvart Bandaríkadal.

Við samanburð á fyrri hluta áranna 2002 og 2001 þarf að hafa í huga að verðbólgureikningsskil voru lögð af í upphafi ársins 2002.  Hagnaður tímabilsins 2001 hefði verið 600 þúsund dölum lægri ef sömu reikningsskilaaðferðum hefði verið beitt þá eins og gert er árið 2002.

Uppbygging nýrrar framleiðslulínu á Íslandi  til að framleiða gervifætur úr koltrefjum gekk vel og hófst framleiðsla 1. júlí.  Tímasetningar stóðust og heildarfjárfesting í línunni var talsvert undir áætlun.

Á öðrum ársfjórðungi var gerð alþjóðleg vinnustaðagreining á öllum starfstöðvum Össurar.   Könnunina annaðist IMG Gallup. Niðurstöðurnar eru mjög jákvæðar og staðfesta að vel hefur gengið að sameina starfsmenn mismunandi fyrirtækja undir merkjum Össurar. Fram kemur að styrkleikar félagsins í starfsmannamálum eru talsverðir umfram það sem gerist hjá viðmiðunarfyrirtækjum.  

Á sama tíma var einnig framkvæmt svonefnt 360° mat á framkvæmdastjórn félagsins.    Niðurstaða þeirrar greiningar er jákvæð en viðmiðunarhópurinn var stjórnendur breskra fyrirtækja.

Markaðssetning á nýjum vörum gekk samkvæmt áætlun á öðrum ársfjórðungi. Í byrjun maí tók fyrirtækið þátt vörusýningunni Orthopädie Reha Technik í Leipzig, í Þýskalandi, sem er stærsta vörusýning í Evrópu á sviði stoðtækja. Á sýningunni voru kynntar 6 nýjar vörur, þar á meðan nýtt hné, Mauch XG™ sem er sérstaklega hannað fyrir mikið álag og notendur sem eru mjög virkir í daglegu lífi og jafnvel íþróttum.  Hönnunin á Mauch XG™ er gott dæmi um hvernig tekist hefur að samnýta þá þekkingu sem var fyrir hendi hjá einstökum fyrirtækjum sem nú mynda Össur.  Í nýju útgáfunni af Mauch XG™ er umgjörðin utan um hnéð hönnuð úr samskonar koltrefjum og notaðar eru í Flex-Foot ökklunum, í stað áls, en koltrefjar gera hnéð bæði léttara og sterkara. 


Opinn fundur með stjórnendum

Í fyrramálið gefst fjárfestum og öðrum, sem áhuga hafa á rekstri félagsins, kostur á að koma á opinn fund með stjórnendum félagsins. Á fundinum mun Jón Sigurðsson, forstjóri, fara yfir niðurstöður ársfjórðungsins og ræða við fjárfesta ásamt Hjörleifi Pálssyni, fjármálastjóra. 


Fundurinn verður á morgun, föstudaginn 26. júlí, og hefst kl. 9:00 á skrifstofu Össurar hf. á Grjóthálsi 5 í Reykjavík.