6 mánaða uppgjör Össurar hf.

Report this content
Milliuppgjör Össurar hf.
30. júní 2001

Í könnuðu árshlutauppgjöri Össurar hf. fyrir fyrstu 6 mánuði ársins kemur fram að niðurstöðutölur úr rekstri eru samkvæmt áætlun. 
Velta félagsins er 3.132 milljónir króna og eykst um 137% miðað við sambærilegt tímabil í fyrra.
Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIDTA) er 435 milljónir króna og eykst um 99% .
Hagnaður eftir skatta er 312 milljónir króna og eykst um 127%.
Hagnaður á hvern útgefinn hlut er 1,9 kr og hækkar um 46% miðað við árið 2000. 

Milliuppgjör samstæðu Össurar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins liggur nú fyrir og hefur verið samþykkt af stjórn félagsins. Til samstæðu Össurar hf. teljast rekstrarniðurstöður Össur Holding Inc. USA, Karlsson & Bergström AB, Pi Medical AB og Century XXII Innovation Inc., Össur S.a.r.l og OR Capital.  


Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag samstæðu Össurar hf.

Rekstrarreikningur                      6 M 2001  6M 2000Breyting  
Rekstrartekjur                              3132     1322137%      
Rekstrargjöld                               2795     1148143%      
Rekstrarhagnaður                             338      17494%       
                                                                   
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir            435      21999%       
                                                                   
Fjármunatekjur og fjármunagjöld              -14       11          
                                                                   
Hagnaður fyrir tekju og eignaskatt           324      18476%       
                                                                   
Tekju- og eignaskattur                       -15      -49          
                                                                   
Hagnaður fyrir óreglulega liði               309      135129%      
                                                                   
Áhrif hlutdeildarfélaga                        3      0,0          
                                                                   
Óreglulegir liðir                                   -3698          
                                                                   
Tap/Hagnaður ársins                          312    -3553          
                                                                   
Efnahagsreikningur                    6 man 2001     2000Breyting  
Fastafjármunir                              3308     261427%       
Veltufjármunir                              2487     220113%       
Eignir samtals                              5795     481520%       
                                                                   
Eigð fé                                     2902     206141%       
Langtímaskuldir                             1445     117223%       
Skammtímaskuldir                            1448     1582-8%       
Eigið fé og skuldir                         5795     481520%       



Hagnaður af reglulegri starfsemi  félagsins eftir skatta er 312 milljónir samanborið við 135 milljónir á árinu 2000. 
Rekstrartekjur tímabilsins voru 3.132 milljónir króna og jukust um 137% á milli ára.  Rekstrargjöld námu 2.795 milljónum króna,  þar af sölukostnaður var 601 milljón króna, skrifstofukostnaður 691 milljón króna og þróunarkostnaður 256 milljónir. Allur þróunarkostnaður er gjaldfærður.

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði er 338 milljónir króna og hækkar úr 174 milljónum eða um 94% á milli ára.  Hagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) er 435 milljónir samanborið við 219 milljónir á fyrra ári og hækkar um 99% frá sambærilegu tímabili. 

Fjármunatekjur eru neikvæðar sem nema 14 milljónum króna og er hagnaður fyrir skatta 324 milljónir króna samanborið við 184 milljónir frá árinu áður.  Hagnaður ársins er 312 milljónir króna og er það aukning um 127% á milli ára.

Fastafjármunir jukust um 694 milljónir á tímabilinu.

Veltufjármunir jukust um 286 milljónir króna á tímabilinu. Birgðir hækka um 114 milljónir króna sem að mestu má rekja til aukinna umsvifa og fjölgunar framleiðsluvara fyrirtækisins.  Viðskiptakröfur hækka um 249 milljónir króna.

Eigið fé félagsins er 2.902 milljónir króna í lok tímabilsins og hækkar um 841 milljón króna en auk hagnaðar vegna tímabilsins skýrist aukning af gengishækkun erlendra eignarhluta.

Skuldir hækka um 139 milljónir og nemur hækkun langtímaskulda 273 milljónum en skammtímaskuldir lækka hinsvegar um 134 milljónir króna.  Ekki er um ný lán að ræða og er því að mestu leyti um hækkun á langtímaskuldum að ræða vegna gengisbreytinga.

Niðurstaða efnahagsreiknings er 5.795 milljónir króna og hefur hækkað um 980 milljónir króna frá áramótum.

Veltufé frá rekstri í lok tímabilsins er 407 milljónir, samanborið við 238 milljónir fyrstu 6 mánuði ársins 2000.  Fjármögnunarhreyfingar eru neikvæðar sem nema 287 milljónum vegna niðurgreiðslna á lánum. 

?
Helstu kennitölur úr rekstri

                                                    6 mán. 2001  
Veltufjárhlutfall                                   1,7          
Eiginfjárhlutfall                                   50,10%       
Hreint veltufé frá rekstri á verðlagi 2001 (millj)  407,0        
í hlutfalli við langtímafjármagn                    21,50%       
í hlutfalli við fjárfestinga afborganir             0,4          
                                                                 
Arðsemi eigin fjármagns eftir skatta                25,10%       
Markaðsvirði í árslok                               15.468       
V/H hlutfall                                        24,8         
Fjöldi útistandandi hluta í millj.                  328,4        
Hagnaður af reglulegri starfsemi á hlut             1,9 kr       


Eiginfjárhlutfall hækkar úr 44,8% í 50,1% og er arðsemi eigin fjármagns 25,1%.  
V/H hlutfall félagsins er 24,8 miðað við markaðsvirði upp á 15,468 milljónir í lok júní 2001 og hagnaður tímabilsins 312 milljónir króna.  Hagnaður á hvern útgefinn hlut hækkar úr 1,3 kr. í lok ársins 2000 í 1,9 kr á ársgrundvelli eða um 46%.

Rekstur tímabilsins

Rekstur tímabilsins hefur gengið samkvæmt áætlun.  Vel hefur m.a. gengið að innleiða nýjar hulsur fyrir einstaklinga sem aflimaðir eru fyrir ofan hné auk þess sem nýr hnéliður var kynntur í júní.  ¿Þó að hægar hafi gengið að koma sölu af stað í Evrópu má segja að árangursrík innleiðing á nýjum vörum á fyrstu 6 mánuðum ársins hafi vegið það upp¿, segir Jón Sigurðsson forstjóri  Össurar hf.
  
Horfur í rekstri síðari sex mánuði ársins 2001

Áætluð er umtalsverð sölu- og hagnaðaraukning á þriðja og fjórða ársfjórðungi félagsins en það er annars vegar í samræmi við árstíðarsveiflur á þessum markaði auk þess sem ráðgert er að sölukerfi félagsins verði orðið skilvirkara síðari hluta ársins. Ekki þykir nauðsynlegt að breyta áætlunum félagsins en áætlanir hljóða upp á 6.100 milljónir íslenskra króna í veltu og að hagnaður  yrði um 700 milljónir.
Stjórnendur hafa bent á að óvissu gætir í áætlunargerð fyrir árið 2001 vegna umfangsmikilla breytinga sem félagið stendur fyrir á dreifikerfi þess í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Opinn símafundur með stjórnendum

Fimmtudaginn 26. júlí kl. 11:00 gefst fjárfestum og öðrum, sem áhuga hafa á rekstri félagsins, kostur á að taka þátt í opnum símafundi.  Á fundinum munu Jón Sigurðsson forstjóri og Árni Alvar Arason, fjármálastjóri, fara yfir niðurstöður milliuppgjörsins. 

Til að taka þátt í fundinum þarf að hringa í síma 595 2030. Einnig er unnt að fylgjast með fundinum á www.ossur.is 

Subscribe