9 mán. uppgjör Össurar hf.

Report this content
Ársfjórðungurinn var hinn söluhæsti frá upphafi og söluaukning milli ára jafngildir 18% innri vexti á þriðja ársfjórðungi.
Rekstrarhagnaður fyrstu níu mánuði ársins jókst um 24% frá fyrra ári og var 9,2 milljónir Bandaríkjadala (861 milljón íslenskra króna).

Hagnaður það sem af er árinu var tæplega 7,3 milljónir dala (679 milljónir íslenskra króna) og jókst um 24% frá fyrra ári. 

Hagnaður á hlut (EPS) jókst um 31% og var 3,06 cent á hlut.


Árshlutauppgjör þriðja fjórðungs 2002 fyrir félagssamstæðu Össurar hf. var samþykkt á stjórnarfundi 28. október. Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins og áritaður án athugasemda.

Samstæða Össurar hf. samanstendur í meginatriðum af Össuri hf. á Íslandi, samstæðu Össur Holdings Inc. í USA, samstæðu Össur Holding AB í Svíþjóð og Össur Europe B.V. í Hollandi.
 
Við umreikning úr Bandaríkjadölum yfir í íslenskar krónur er gengið 93,36 fyrir rekstrarstærðir janúar til september en 86,37 fyrir rekstur á þriðja ársfjórðungi.


Helstu niðurstöður þriðja ársfjórðungs

Rekstrarreikningur 
3. ársfjórðungs 2002 (þús. USD)  3.ársfj.
2002  % af
sölu  3.ársfj.
2001  % af
sölu  Breyting  
                                                                                                                   
Sala                                                          21.391     100,0%         18.108     100,0%    +18,1%
Kostnaðarverð seldra vara                                     -8.305     -38,8%         -5.666     -31,3%    +46,6%
Framlegð                                                      13.086      61,2%         12.442      68,7%     +5,2%
                                                                                                                   
Aðrar rekstrartekjur                                             165       0,8%             24       0,1%   +587,5%
Sölu- og markaðskostnaður                                     -3.748     -17,6%         -2.729     -15,0%    +37,3%
Þróunarkostnaður                                              -1.676      -7,8%         -1.159      -6,4%    +44,6%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður                            -3.137     -14,7%         -4.783     -26,4%    -34,4%
                                                                                                                   
Rekstrarhagnaður                                               4.690      21,9%          3.795      21,0%    +23,6%
                                                                                                                   
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)                                 -151      -0,7%             10       0,0%    -1500%
Hlutdeildartekjur                                                  2      -0,0%             16       0,1%    -87,5%
                                                                                                                   
Hagnaður fyrir tekjuskatt                                      4.541      21,2%          3.821      21,1%    +18,8%
Tekjuskattur                                                    -892      -4,2%         -1.321      -7,3%    -32,4%
                                                                                                                   
Hagnaður tímabilsins                                           3.649      17,0%          2.500      13,8%    +46,0%
                                                                                                                   
EBITDA                                                         5.370      25,1%          4.291      23,7%    +25,1%



Helstu niðurstöður janúar til september

Rekstrarreikningur 
jan–sept 2002 og jan-sept 2001 (þús. USD)  jan- sept
2002  % af
sölu  jan-sept
2001  % af
sölu      Breyting       
                                                                                                                                       
Sala                                                                     61.206     100,0%         51.256         100,0%         +19,4%
Kostnaðarverð seldra vara                                               -24.394     -39,9%        -19.103         -37,3%         +27,7%
Framlegð                                                                 36.812      60,1%         32.153          62,7%         +14,5%
                                                                                                                                       
Aðrar rekstrartekjur                                                        495       0,8%            635           1,2%         -22,0%
Sölu- og markaðskostnaður                                               -12.837     -21,0%         -9.208         -17,9%         +39,4%
Þróunarkostnaður                                                         -5.251      -8,6%         -3.917          -7,6%         +34,1%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður                                       -9.997     -16,3%        -12.230         -23,9%         -18,3%
                                                                                                                                       
Rekstrarhagnaður                                                          9.222      15,0%          7.433          14,5%         +24,1%
                                                                                                                                       
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)                                            -136      -0,2%           -138          -0,2%          -1,4%
Hlutdeildartekjur                                                            40       0,1%             48           0,0%         -16,7%
                                                                                                                                       
Hagnaður fyrir tekjuskatt                                                 9.126      14,9%          7.343          14,3%         +24,3%
Tekjuskattur                                                             -1.857      -3,0%         -1.481          -2,9%         +25,4%
                                                                                                                                       
Hagnaður tímabilsins                                                      7.269      11,9%          5.862          11,4%         +24,0%
                                                                                                                                       
EBITDA                                                                   11.127      18,2%          8.986          17,5%         +23,8%
                                                                                                                                       
                                                                                                                                       
Efnahagsreikningur (þús. USD)                                                  30.9.      30.6.          31.12.         Breyting       
                                                                               2002       2002           2001           frá ársb.      
                                                                                                                                       
Fastafjármunir                                                                      31.938         32.644         30.948          +3,2%
Veltufjármunir                                                                      37.703         34.555         27.253         +38,3%
Eignir samtals                                                                      69.641         67.199         58.201         +19,7%
                                                                                                                                       
Eigið fé                                                                            36.966         33.559         30.547         +21,0%
Langtímaskuldir                                                                     15.969         16.338         12.931         +23,5%
Skammtímaskuldir                                                                    16.706         17.302         14.723         +13,5%
Eigið fé og skuldir samtals                                                         69.641         67.199         58.201         +19,7%
                                                                                                                                       
                                                                                                                                       
Sjóðstreymi 
Janúar til sept. 2002 (þús. USD)                                                            1.1-30.9
2002  1.1–30.9
2001  
                                                                                                                                       
Veltufé frá rekstri                                                                                               10.623          8.119
                                                                                                                                       
Handbært fé frá rekstri                                                                                            5.092          7.908
Fjárfestingarhreyfingar                                                                                           -2.654         -2.589
Fjármögnunarhreyfingar                                                                                               813         -5.500
Hækkun / (lækkun) handbærs fjár                                                                                    3.251           -181
                                                                                                                                       
                                                                                                                                       
Lykiltölur                                                                                               1.1-30.9
2002  1.1–30.9
2001  
                                                                                                                                       
Hagnaður á hlut (cent)                                                                                              3,06           2,34
V/H hlutfall                                                                                                        19,4           17,5
Arðsemi eigin fjár                                                                                                 31,0%          30,5%
Veltufjárhlutfall                                                                                                    2,3            1,7
Eiginfjárhlutfall                                                                                                  53,1%          48,4%
Markaðsvirði hlutafjár (milljónir USD)                                                                               195            135



Samanburður við rekstraráætlun

Rekstrarreikningur 
3. ársfjórðungs 2002 (þús. USD)  3.ársfj.
2002  % af
sölu  3.ársfj.
áætlun  % af
sölu  Frávik  
                                                                                                                   
Sala                                                          21.391     100,0%           21.187     100,0%    +204
Kostnaðarverð seldra vara                                     -8.305     -38,8%           -7.598     -35,9%    -707
Framlegð                                                      13.086      61,2%           13.589      64,1%    -503
                                                                                                                   
Aðrar rekstrartekjur                                             165       0,8%               43       0,2%    +122
Sölu- og markaðskostnaður                                     -3.748     -17,6%           -4.072     -19,2%    +324
Þróunarkostnaður                                              -1.676      -7,8%           -1.578      -7,4%     -98
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður                            -3.137     -14,7%           -3.148     -14,9%     +11
                                                                                                                   
Rekstrarhagnaður                                               4.690      21,9%            4.834      22,8%    -144
                                                                                                                   
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)                                 -151      -0,7%             -249      -1,2%     +98
Hlutdeildartekjur                                                  2      -0,0%               14       0,1%     -12
                                                                                                                   
Hagnaður fyrir tekjuskatt                                      4.541      21,2%            4.599      21,7%     -58
Tekjuskattur                                                    -892      -4,2%             -713      -3,4%    -179
                                                                                                                   
Hagnaður tímabilsins                                           3.649      17,0%            3.886      18,3%    -237
                                                                                                                   
EBITDA                                                         5.370      25,1%            5.449      25,7%     -79



Rekstur þriðja ársfjórðungs

Góður innri vöxtur hefur einkennt reksturinn það sem af er árinu. Þriðji ársfjórðungur er hinn tekjuhæsti hjá félaginu frá upphafi og jókst sala um rúmlega 18% frá sama fjórðungi í fyrra. Þetta er þriðji ársfjórðungurinn í röð sem slær met í sölu. Í heild vaxa sölutekjur um rúmlega 19% fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tímabil 2001. Öll aukningin kemur í gegnum innri vöxt. 

Í heild var sala á þriðja ársfjórðungi og á fyrstu níu mánuðum ársins í samræmi við miðgildi rekstraráætlunar og eru frávik innan við 1%. Markmið rekstraráætlunar um sölu í Norður-Ameríku, sem er stærsti markaður félagsins, náðust ekki alveg á þriðja ársfjórðungi og var salan liðlega 1% undir áætlun. Sala í gegnum Össur Europe B.V. var liðlega 7% yfir áætlun. Sala Össur Nordic A.B. var 17% yfir áætlun á þriðja fjórðungi. Sala á öðrum alþjóðamörkuðum var 21% undir áætlun, en það er mun nær settu marki en var á fyrsta og öðrum ársfjórðungi. Nánar skiptist ytri sala samstæðunnar þannig eftir markaðssvæðum:

Þús. USD                 3. ársfj. 2002  %     Áætlun  Frávik  
                                                               
Norður-Ameríka                     12.182   57%  12.346    -164
Evrópa                              4.384   21%   4.089    +295
Norðurlönd                          2.594   12%   2.221    +373
Aðrir alþjóðamarkaðir               1.792    8%   2.279    -487
Innanlandssala                        439    2%     252     187
                                                               
Samtals                            21.391  100%  21.187    +204

Kostnaðarverð seldra vara sem hlutfall af sölu var nokkuð hærra á þriðja ársfjórðungi en rekstraráætlun gerði ráð fyrir og er frávikið 2,9%. Til samanburðar var sambærilegt frávik á öðrum ársfjórðungi óhagstætt um 3,6%. Nokkrar sveiflur hafa ávallt verið á þessu hlutfalli í rekstri fyrirtækisins en dregið hefur úr þeim á árinu 2002 frá því sem var á árinu 2001. Auk eðlilegra frávika vegna breytinga á samsetningu vörusölu skýrist frávikið helst af flutningi og endurskipulagningu á framleiðslueiningum.

Sölu- og markaðskostnaður er tæplega 8% undir kostnaðaráætlun á þriðja ársfjórðungi. Fyrir fyrstu níu mánuði ársins er kostnaðurinn rúmlega 6% undir áætlun. Í samanburði við fyrra ár hefur hlutfall sölu- og markaðskostnaðar af sölu verið aukið um liðlega 2% fyrstu níu mánuði ársins.
 
Rannsóknar- og þróunarkostnaður var 7,8% af sölu á þriðja ársfjórðungi en það er rúmum 6% yfir áætlun. Á öðrum ársfjórðungi var þessi kostnaður talsvert undir áætlun en yfir á þeim fyrsta vegna tilflutnings verkefna. Í heild er hlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar af sölu 8,6% það sem af er árinu.  Þessi niðurstaða er í samræmi við áætlun.

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var á áætlun á þriðja fjórðungi en það sem af er ársins var þessi kostnaður 2% yfir áætlun. Hlutfall skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar af sölu það sem af er árinu var rúm 16% og lækkar úr 24% frá fyrra ári. 

Vaxtaliðir voru félaginu áfram aðeins hagstæðari en áætlanir gerðu ráð fyrir. 

Við samanburð á rekstri janúar til september 2002 og 2001 þarf að hafa í huga að verðbólgureikningsskil voru lögð af í upphafi ársins 2002.  Hagnaður tímabilsins 2001 hefði verið 733 þúsund dölum lægri ef sömu reikningsskilaaðferðum hefði verið beitt þá eins og gert er árið 2002.

Framleiðsla gervifóta úr koltrefjum, sem hófst í nýrri framleiðslulínu á Íslandi 1. júlí, gekk vel á þriðja fjórðungi og í samræmi við áætlanir.

Eins og áður hefur verið tilkynnt, keypti félagið eignir sænska tæknifyrirtækisins Capod systems AB í Svíþjóð í september. Yfirfærsla tækniþekkingar og uppbygging rekstrar á sviði CAD/CAM lausna gengur samkvæmt áætlun.  Kaupin hafa óveruleg áhrif á rekstur ársins 2002.

Á þriðja ársfjórðungi lauk uppfærslu á vörulínum í hulsum yfir í aðra kynslóð með markaðssetningu á Stabilo og Transfemoral II í Bandaríkjunum. Þar með hefur öll hulsulína félagsins verið uppfærð.  Felur uppfærslan í sér nýja efnistækni og meiri aðlögun og aðgreiningu eftir notkunarmynstri en áður hefur þekkst.

Ný lína tengistykkja var markaðssett á þriðja ársfjórðungi. Þar með hefur félagið náð að brúa það forskot sem samkeppnisaðilar höfðu á þessum hluta markaðarins.


Horfur út árið

Samkeppni á helsta markaðssvæði félagsins, Norður-Ameríku, fer vaxandi en sem stendur er ekki útlit fyrir annað en að rekstur ársins verði innan vikmarka rekstraráætlunar.


Birting ársuppgjörs

Félagið mun birta ársuppgjör sitt 12. febrúar 2003, sem er viku síðar en áður var ráðgert.  Aðalfundur félagsins verður eftir sem áður haldinn 14. febrúar eins þegar hefur verið tilkynnt.


Opinn fundur með stjórnendum

Í fyrramálið gefst fjárfestum og öðrum, sem áhuga hafa á rekstri félagsins, kostur á að koma á opinn fund með stjórnendum félagsins. Á fundinum mun Jón Sigurðsson, forstjóri, fara yfir niðurstöður ársfjórðungsins og ræða við fjárfesta ásamt Hjörleifi Pálssyni, fjármálastjóra. Hilmar B. Janusson, framkvæmdastjóri tæknisviðs mætir einnig á fundinn og fer yfir stöðu einkaleyfa félagsins.


Fundurinn verður á morgun, fimmtudaginn 31. október, og hefst kl. 9:00 á skrifstofu Össurar hf. á Grjóthálsi 5 í Reykjavík.