Ársuppgjör Össurar hf. 2000

Report this content

                        
Hagnaður eftir skatta og fyrir óreglulega liði 409 milljónir, þreföldun á milli ára.<br>
<p><br>
Ársuppgjör Össurar hf. fyrir árið 2000 liggur nú fyrir og hefur verið samþykkt af stjórn félagsins. Til samstæðu Össurar hf. teljast rekstrarniðurstöður síðastliðinna níu mánaða hjá Flex-Foot Inc., síðastliðinna þriggja mánaða frá Karlsson & Bergström AB og Pi Medical AB, auk eins mánaðar rekstrarniðurstaðna frá Century XXII Innovation Inc.  Ársreikningurinn er birtur á íslensku í heild sinni á heimasíðum Össurar hf., fjarmal.ossur.is  og www.ossur.is  <br>
<p><br>
Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag samstæðu Össurar hf.<br>
<br>
<br>
<br>
Rekstrarreikning    2000            1999        Breyting<br>
Rekstrartekjur     3.614           1.303          177%<br>
Rekstrargjöld      3.018           1.094          176%<br>
Rekstrarhagnaður     596             209          185%<br>
<br>
Fjármunatekjur <br>
og fjármagnsgjöld   -131             6,4<br>
<br>
Hagnaður fyrir tekjur<br>
og eignaskatt        465             216          115%<br>
<br>
Aðrar tekjur og <br>
gjöld                   -             -1<br>
<br>
Tekju- og eigna-<br>
skattur              -56             -76<br>
<br>
Hagnaður fyrir <br>
óreglulega liði      409             139          194%<br>
<br>
Óreglulegir liðir  7.088               -<br>
<br>
Tap/Hagnaður <br>
árins             -6.679             139<br>
<br>
Efnahagsreikning    2000            1999        Breyting<br>
Fastafjármunir     2.614           1.289          103%<br>
Veltufjármunir     2.201             475          363%<br>
Eignir samtals     4.815           1.764          173%<br>
<br>
Eigð fé            2.146           1.387          55%<br>
Langtímaskuldir    1.172             162<br>
Skammtímaskuldir   1.498             214<br>
Eigið fé og <br>
skuldir            4.815           1.763          173%<br>
<br>
<br>
<br>
Hagnaður félagsins eftir skatta og fyrir óreglulega liði er 409 milljónir <br>samanborið við 139 milljónir á árinu 1999.<br>
<p><br>
Rekstrartekjur ársins voru 3.614 milljónir og jukust um 177% frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 3.018 milljónum króna. Kostnaður við rannsóknir og þróun nam 277 milljónum, samanborið við 89 milljónir árið 1999. Sem fyrr er allur þróunarkostnaður ársins gjaldfærður.  <br>
<p><br>
Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði er 596 milljónir eða 16,5% af tekjum, samanborið við 209 milljónir árið 1999. Framlegð hækkaði úr 16% í 16,5% á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) er 702 milljónir en áætlanir gerðu ráð fyrir 780 milljónum króna.  Munurinn skýrist að stærstum hluta á lækkun framlegðar vegna vörubirgða sem ákveðið var að taka til baka frá dreifiaðilum í lok ársins sökum breytinga á sölufyrirkomulagi í Bandaríkjunum.  Auk þess er hluta skýringarinnar að finna í meðalgengi því sem notað er við gerð samstæðuuppgjörs og gengis sem notað er við mánaðarleg uppgjör fyrirtækisins. <br>
<p><br>
Fjármunatekjur eru neikvæðar um 131 milljón, þar af námu fjármunatekjur 84 milljónum króna en fjármagnsgjöld og gengismunur voru  233 milljónir.  <br>
<p><br>
Óreglulegir liðir eru afskrift viðskiptavildar upp á 7.088 milljónir króna vegna kaupanna á Flex-Foot Inc., Karlsson & Bergström AB, Pi Medical AB og Century XXII Innovations.  <br>
Tap Össurar hf. árið 2000, að teknu tilliti til óreglulegra liða, nemur 6.679 milljónum króna.<br>
<p><br>
Fastafjármunir jukust um 1.325 milljónir og voru 2.614 milljónir í lok ársins. Munar þar mestu um eignfærða viðskiptavild að upphæð 1.752 milljónir sem afskrifast á næstu fjórtán árum.  Varanlegir rekstrarfjármunir aukast úr 122 milljónum árið 1999 í 671 milljón í lok ársins 2000. Aukningin tengist kaupum á erlendum félögum á árinu.  <br>
Veltufjármunir jukust um 1.726 milljónir króna á milli ára og eru 2.201 milljón í lok ársins.  Skammtímakröfur og birgðir hækka í kjölfar kaupanna umfram hlutfallslega veltu þar sem Century XXII Innovation og sænsku félögin tvö eru tekin yfir á síðasta ársfjórðungi ársins 2000. Eignir í lok ársins eru 4.815 milljónir.<br>
<p><br>
Hlutafé var aukið á árinu um samtals 116,5 milljónir að nafnverði og er útgefið og innborgað hlutafé í lok ársins 328,4 milljónir króna. Eigið fé nam 2.146 milljónum í árslok 2000.  <br>
<p><br>
Skuldir félagsins jukust um 2.294 milljónir króna á árinu 2000 og eru að stærstum hluta tilkomnar vegna lántöku, tengdri kaupunum á Flex-Foot Inc, auk skilyrtra greiðslna við fyrri eigendur Flex-Foot Inc., Century XXII Innovations Inc., Karlsson & Bergström AB og Pi Medical AB.<br>
<p><br>
Niðurstaða efnahagsreiknings í árslok var 4.815 milljónir króna og hækkaði um 3.052 milljónir á milli ára.<br>
<p><br>
Veltufé frá rekstri í lok ársins var 695 milljónir króna, samanborið við 188 milljónir í lok árs 1999, Það hefur því um það bil fjórfaldast. Handbært fé frá rekstri er 457 milljónir, samanborið við 235 milljónir á árinu áður. <br>
<p><br>
Helstu kennitölur úr rekstri<br>
<br>
<br>
<br>
                         2000    1999<br>
Velta á verðlagi 2000   3.614   1.371<br>
Starfsmenn                327     122<br>
Veltufjárhlutfall         1,5     2,2<br>
Eiginfjárhlutfall        44,60%  78,60%<br>
<p><br>
Handbært fé frá rekstri<br>
á verðlagi 2000          457,2     247<br>
í hlutfall við <br>
heildarskuldir            30      67<br>
í hlutfalli við<br>
hagnað af<br>
reglulegri starfsemi       1,1     1,7<br>
<p><br>
Arðsemi eigin fjármagns<br>
eftir skatta               9,00%  44,70%<br>
Markaðsvirði í árslok  21.677   8.477<br>
V/H hlutfall               53      58<br>
Fjöldi hluta í millj.     328,4     212<br>
Hagnaður af reglulegri<br>
starfsemi á hlut            1,2    0,69<br>
<br>
<p>Arðsemi eigin fjármagns er 9% í lok ársins og lækkar frá árinu áður, sem<br> skýrist að mestum hluta með hækkun á eigin fjár tengdum kaupum á erlendum fyrirtækjum á síðari hluta ársins. V/H hlutfall félagsins miðað við 31.12.2000 er 53,0. Hagnaður á hlut af reglulegri starfsemi hækkar úr 0,69 kr. í 1,2 kr. á hvern útgefinn hlut að nafnverði.<p><br>
Rekstur ársins 2000<br>
Á nýyfirstöðnu ári bar hæst kaup félagsins á fjórum framleiðslu- og dreifingarfyrirtækjum. Með kaupunum stækkaði vörulína félagsins og má heita að nú bjóði Össur hf. upp á heildarlausn á sviði stoðtækja. Umsvif fyrirtækisins jukust mikið á árinu og er það nú annað stærsta fyrirtækið á sínu sviði í heiminum. Auk þess sem stækkunin hafði áhrif á rekstur og efnahag félagsins, gerði hún kröfu til vissra skipulagsbreytinga sem gengu í gegn í lok ársins. Markmiðið með innleiðingu á hinu nýja skipuriti var tvíþætt, annars vegar að búa fyrirtækið undir frekari vöxt á öðrum sviðum og hins vegar að takast á við innleiðingu hinna nýju fyrirtækja í samstæðu Össurar hf. og búa til eitt fyrirtæki sem hefur margar starfsstöðvar.<br>
<p><br>
Starfsmönnum fjölgaði úr 122 árið 1999 í 327 í lok ársins 2000. Söluskrifstofa Össurar hf. í Baltimore var sameinuð starfseminni í Kaliforníu, söludeild Össurar hf. fyrir vestur-Evrópu var sameinuð söluskrifstofunni í  Eindhoven og söluskrifstofa Össurar hf. í Bretlandi tók yfir alla sölustarfsemi hinna nýju fyrirtækja þar í landi. Á stærsta markaðssvæði fyrirtækisins í Bandaríkjunum var sölumönnum fjölgað úr 5 í 14 í lok ársins og býr fyrirtækið nú yfir stærsta beina sölukerfinu á þessum markaði í Bandaríkjunum. “Þrátt fyrir mikil umsvif og kostnað, tengdan sameiningu á starfsemi hinna ýmsu félaga í samstæðunni hefur tekist að viðhalda viðunandi hagnaðarstigi af reglulegri starfsemi félagsins”, segir Jón Sigurðsson forstjóri Össurar hf.<br>
<p><br>
Í markaðssetningu nýrra vara ber að geta innleiðingu tveggja nýrra hulsa sem settar voru á markað á árinu en framleiðsla þeirra markar ákveðin tímamót í þeirri efnis- og framleiðslutækni sem notuð er. Við framleiðslu á þessum vörum er fyrirtækið sjálft í auknum mæli farið að framleiða þau efni sem notuð eru við framleiðsluna. <br>
<p>  <br>
Horfur í rekstri á árinu 2001<br>
Stærstu verkefni ársins 2001 eru fólgin í sameiningu fyrirtækjanna og uppbyggingu þess samkvæmt hinu nýja skipulagi. Unnið er að því að Össur USA taki yfir alla dreifingu í Norður-Ameríku og hefur öllum dreifiaðilum þar verið sagt upp. Unnið er að sambærilegum breytingum í Evrópu.  <br>
<p><br>
Á árinu 2001 verða margar nýjar vörur settar á markað. Um er að ræða nýjan gerviökkla “Talux” og gervihnjálið, auk þess sem hné með gervigreind verður sett á markað á árinu, sem er niðurstaða samstarfs fyrirtækisins við MIT - Massaschusets Institute of Technology.  <br>
<p><br>
Áætlanir félagsins gera ráð fyrir veltu upp á 74 milljónir bandaríkjadollara eða um 6.100 milljónir íslenskra króna og að hagnaður yrði 8,5 milljónir dollara eða um 700 milljónir króna. <br>
<p><br>
Opinn símafundur með stjórnendum<br>
Föstudaginn 16. febrúar kl. 11:00 gefst fjárfestum og öðrum, sem áhuga hafa á rekstri fyrirtækisins, kostur á að taka þátt í opnum símafundi.  Á fundinum munu Jón Sigurðsson, forstjóri, og Árni Alvar Arason, fjármálastjóri, fara yfir niðurstöðu ársreiknings og sitja fyrir svörum.  Þátttakendur í símafundinum hringja í 595-2030 en einnig er unnt að fylgjast með fundinum á slóðinni www.ossur.is.<br>
<p><br>
Aðalfundur<br>
Aðalfundur Össurar hf. verður haldinn 9. mars næstkomandi kl. 16:00  á Radisson SAS  Hótel Sögu, fundarsal A. Stjórn félagsins hefur ákveðið að leggja fyrir aðalfund tillögu um að hagnaður verði fjárfestur í vexti félagsins og að ekki verði greiddur arður.iddur arður.dur arður.

Subscribe