Breytt rekstraráætlun Össurar hf. fyrir árið 2000

Report this content

                        
Flex-Foot, Inc. verður gert upp í samstæðureikningi Össurar hf. frá og með 1. apríl árið 2000. Því hefur orðið breyting á áætlunum félagsins eins og þær voru kynntar við birtingu uppgjörs og í fyrri útboðs- og skráningarlýsingu.<br>
<br>
Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur félagsins verði 3.410 milljónir króna árið 2000 og hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði  690 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) er sú tala sem stjórn og stjórnendur Össurar hf. líta helst til við mat á árangri fyrirtækisins og í áætlanagerð þess, þar sem sú tala gefur til kynna fjármunamyndunina í fyrirtækinu. Áætlanir gera ráð fyrir að hagnaður fyrir fjármagnsliði verði 600 milljónir króna.<br>
<br>
Miðað við núverandi eignir og áætlaðan vöxt á næstu misserum er ekki gert ráð fyrir að ráðist verði í neinar meiriháttar fjárfestingu í varanlegum rekstrarfjámunum. Tækjakostur Össurar hf. annar vel eftirspurn í dag og Flex-Foot lætur utanaðkomandi aðila framleiða fyrir sig. Þó er ekki útilokað að fyrirtækið taki sjálft til sín framleiðslu í framtíðinni ef talið er að það reynist hagkvæmar. Ekki er búist við að neinar róttækar breytingar verði á veltufjár þörf félagsins á komandi misserum.<br>
<br>
Óregluleg afskrift viðkiptavildar<br>
<br>
Afskrift viðskiptavildar í tengslum við kaupin á Flex-Foot verður allt að 3.150 milljónir króna á yfirstandandi ári þar sem tekin hefur verið ákvörðun um að afskrifa eins mikið og mögulegt er samkvæmt góðri reikningsskilavenju. Tekið skal fram að hér er um óreglulegan lið að ræða sem ekki hefur áhrif á fjármunamyndun fyrirtækisins að öðru leyti en því að hún minnkar framtíðar skattbyrði samstæðunnar. <br>
<br>
Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum er gert ráð fyrir að rekstrartap félagsins á þessu ári geti numið allt að 2.820 milljónum króna. Stjórnendur þess telja að það sé ásættanleg niðurstaða þar sem fjármunamyndun er sterk og tapið er einungis bókhaldsleg reiknistærð.<br>
<br>
Tilgangurinn með því að fara þessa leið, þ.e.a.s. að  afskrifa eins mikið nú og mögulegt er, þrátt fyrir að hægt væri að fresta afskriftunum yfir mun lengra tímabil, er að ná fram skattalegu hagræði og gera reikningsskil félagsins gagnsærri. Þar að auki er ekki talið heppilegt að vera með mikla viðskiptavild á bókum félagsins ef færi gefast á frekari kaupum á fyrirtækjum.<br>

Subscribe