Frétt um afkomu Össurar fyrstu níu mánuði ársins 1999

Report this content

                        
Rekstur hátæknifyrirtækisins Össurar hf. hefur gengið vel það sem af er árinu og í óendurskoðuðu 9 mánuði árshlutauppgjöri er hagnaður fyrirtækisins 111 milljónir króna eftir skatta og fjármagnsgjöld, en hagnaður fyrir skatta er 172 milljónir.  Ekki var um neinar óreglulegar tekjur að ræða á þessu tímabili.  Hagnaður alls ársins í fyrra var 79 milljónir króna.  Mestur hagnaður af rekstri félagsins verður yfirleitt til á öðrum og þriðja ársfjórðungi, en þess má geta að um 15% af hagnaði ársins 1998 urðu til á síðasta fjórðungi þess árs.  Velta fyrirtækisins árið 1998 var 1.033 milljónir króna og áætluð velta 1999 um 1.350 milljónir.<br>
<br>
Nánast allur þróunarkostnaður á tímabilinu er gjaldfærður, að undanskildum 3 milljónum sem eignfærast vegna einkaleyfaumsókna erlendis.  Þróunarkostnaður hefur aukist um 97% og markaðs- og sölukostnaður um 54%, miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Kostnaður vegna hlutabréfaútboðs, sem þegar hefur verið gjaldfærður, nemur um 9,5 milljónum króna.<br>
<br>
Fjárhagsstaða félagsins er sterk og er handbært fé þess u.þ.b. 1.100 milljónir en félagið mun nýta þetta fjármagn í vexti komandi ára, eins og fram kemur í útboðslýsingu sem gefin var út fyrir hlutafjárútboðið.<br>
<br>
Sala á vörum Össurar hf. hefur farið fram úr áætlun á aðalmarkaðssvæðum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og í Evrópu.  Dreifikerfi fyrirtækisins hefur verið eflt til muna á þessum mörkuðum og er sú breyting nú að skila sér.  Hagræðing í rekstri félagsins á þessu ári er umtalsverð og munar þar mestu um nýja staðsetningu á söluskrifstofu Össurar hf. í Baltimore og flutning á framleiðsludeild í Bandaríkjunum og söluskrifstofu í Lúxemborg til Íslands.<br>
<br>
Á árinu voru tvær nýjar vörur settar á markað.  Annars vegar er um að ræða VARILOCK tengibúnað og hins vegar ICEFLEX hnéhlíf, sem markar upphaf að uppbyggingu á nýrri vörulínu fyrirtækisins á sviði tengihlífa.  Viðtökur á þessum vörum hafa verið góðar.<br>
<br>
Félagið var skráð á aðallista Verðbréfaþings Íslands þann 11. október og tóku 8.500 aðilar þátt í hlutafjárútboði félagins.  Útboðsgengið var 24.  Mikill áhugi var á hlutafé í Össuri hf. í hlutafjárútboðinu og talsverð viðskipti hafa verið með hlutabréf í félaginu í kjölfar þess.  Til að mæta þeim mikla áhuga almennings á Össuri hf. í hlutafjárútboðinu, var ákveðið að birta nú óendurskoðaðar rekstrarupplýsingar að afloknum 9 mánuðum til að upplýsa hluthafa um rekstrarafkomu félagins.<br>
<br>
<br>
Samanburður á rekstrarreikningi Össurar hf. janúar - september 1998-1999<br>
<br>
                                                        1999          1998       Mismunur<br>
Rekstrartekjur                                          1.040.577     813.454    28%<br>
Rekstrargjöld                                              853.856    688.309    24%<br>
<br>
Hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld            186.721    125.145    49%<br>
<br>
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld                           -14.242    -19.451   -27%<br>
<br>
Hagnaður fyrir skatta                                      172.479    105.694    63%<br>
<br>
Skattar af reglulegri starfsemi                             56.645     37.139    61%<br>
Áhrif dótturfélaga                                          -1.465       -798    86%<br>
<br>
Hagnaður fyrstu 9 mánuðina                                 111.369     67.766    64%<br>
</pre>/pre>

Subscribe