Frétt um afkomu Össurar hf. 1999

Report this content

                        
Afkoma Össurar hf. 1999<br>
<br>
Stjórn Össurar hf. samþykkti á stjórnarfundi í dag, 7. febrúar 2000, endurskoðaðan ársreikning félagsins.  Ársreikningurinn verður birtur á heimasíðu Össurar hf., www.ossur.is/hluthafaupplýsingar  eftir kl. 17:00, mánudaginn 7. febrúar 2000.  <br>
<br>
Samstæða Össurar hf.<br>
	<br>
Rekstrarreikningur			<br>
                                         1999     1998    Breyting<br>
Rekstrartekjur                          1.303    1.034       26%<br>
Rekstrargjöld                           1.094      882       24%<br>
Rekstrarhagnaður                          209      152       38%<br>
			<br>
Fjármunatekjur -fjármagnsgjöld              7      -23	 <br>
			<br>
"Hagnaður fyrir tekju- og eignaskatt"     216      129       67%<br>
			<br>
Aðrar tekjur og gjöld                      -1       -9	<br>
			<br>
Tekju- og eignakskattar                   -76      -41       85%<br>
			<br>
Hagnaður ársins                           139       79       76%<br>
			<br>
Efnahagsreikningur                       1999     1998    Breyting<br>
Fastafjármunir                          1.288      136      855%<br>
Veltufjármunir                            475      379       25%<br>
Eignir samt.                            1.763      515      242%<br>
			<br>
Eigið fé                                1.387      184      654%<br>
Langtímaskuldir                           162      188      -14%<br>
Skammtímaskuldir                          214      143       50%<br>
Eigið fé og skuldir                     1.763      515      242%<br>
			<br>
<br>
Hagnaður Össurar hf. eftir skatta árið 1999 var 139 milljónir króna sem er 76% hækkun frá fyrra ári. <br>
Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta var 216 milljónir sem er 17% umfram það sem gert var ráð fyrir í útboðslýsingu fyrirtækisins frá því í september 1999.<br>
<br>
Rekstrartekjur ársins voru 1.303 milljónir og jukust um  26% frá fyrra ári.  Rekstrargjöld námu 1.093 milljónum sem er  24% hækkun á milli ára.  Kostnaður við rannsóknir og þróun nam 89 milljónum sem er 82% hækkun frá 1998. Eins og fyrri ár er nánast allur þróunarkostnaður á árinu gjaldfærður.  Launakostnaður lækkar í hlutfalli af heildartekjum úr 30% í 26% og hlutfall afskrifta af heildartekjum lækkar úr 2,7% í  2,19%. <br>
<br>
Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði er 209 milljónir og jókst um 38% frá fyrra ári en fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld námu 6,6 milljónum, samanborið við 23mkr. fjármagnsgjöld árið áður.  Vaxtatekjur af handbæru fé jukust að loknu hlutafjárútboði og námu samtals 46 milljónum en vaxtagjöld og verðbreytingafærslur voru 39mkr.. <br>
<br>
Fastafjármunir jukust um 1.153 milljónir og voru 1.289 milljónir í lok ársins.  Veltufjármunir jukust um 96 mkr. eða 25% frá fyrra ári í kjölfar hlutafjárútboðs og námu veltufjármunir 475 milljónum í árslok. <br>
<br>
Nafnverð hlutafjár var aukið á árinu, með jöfnun í 160 milljónir og útgáfu nýs hlutafjár að nafnvirði  52 milljóna.  Útgefið og innborgað hlutafé var 211.937.460 krónur að nafnvirði og eigið fé nam 1.387 milljónum í árslok 1999.   <br>
<br>
Niðurstaða efnahagsreiknings í árslok var 1.763 milljónir króna og hækkaði um 1.248 milljónir á milli ára.<br>
<br>
<br>
Kennitölur                                  1999       1998    Breyting<br>
			<br>
Velta á verðlagi 1999                      1.303      1.065       22%<br>
Starfsmenn                                   122        101       21%<br>
Veltufjárhlutfall                            2,2        2,7	<br>
Eiginfjárhlutfall                          78,6%      35,7%	 <br>
Handbært fé frá rekstri á verðlagi 1999      235         83      183%<br>
  í hlutfalli við heildarskuldir           67,0%      24,5%	 <br>
  í hlutfalli við hagnað                    1,70        1,0	<br>
Veltuhraði fullunninna vara                  7,0        6,2	<br>
Veittur gjaldfrestur, dagar                   40         39	<br>
Arðsemi heildarfjármagns eftir skatta      22,9%      22,2%	<br>
Arðsemi eigin fjármagns eftir skatta       44,7%      77,3%	<br>
Markaðsvirði í árslok                      8.477		<br>
V/H hlutfall                                60,8		<br>
V/E hlutfall                                 6,1		<br>
Fjöldi hluta í millj.                      211,9		<br>
Hagnaður á hlut                             0,66	<br>
<br>
<br>
Veltufjárhlutfall lækkaði úr 2,7 í 2,2 og eiginfjárhlutfall hækkaði úr 35,7%  í  78,6%.  Arðsemi eigin fjár var 44,7% á árinu og arðsemi heildarfjármagns var 22,9%.  Hlutafé það sem boðið var til sölu í hlutafjárútboði var selt á genginu 24 í almennu útboði og á meðalgenginu 31 í tilboðshluta.  Gengi á bréfum félagsins hinn 31.12 .1999 var 40.0.  Gengi á bréfum félagsins hækkaði um 66,6% frá því verði sem boðið var almenningi og 29% frá meðalverði í tilboðshluta.  Markaðsvirði félagsins nam 8.480 milljónum króna um áramót og er V/H gildi félagsins því 60,8 og hagnaður á hvern hlut 0.66 krónur. <br>
<br>
<br>
Meginþættir sem höfðu áhrif á afkomu<br>
<br>
Félagið hélt áfram að styrkja stöðu sína á mörkuðum í Norður-Ameríku og Evrópu með áframhaldandi uppbyggingu dreifikerfis og markaðssetningu á nýjum vörum og vöruflokkum. Stærsti vöruflokkur fyrirtækisins, ICEROSS, tengihulsan, er sá vöruflokkur sem nýjastur er innan stoðtækjageirans í hinum vestræna heimi og hefur vaxið margfalt umfram venjulegan vaxtahraða greinarinnar á undanförnum árum. <br>
<br>
<br>
Rannsóknar- og þróunarvinna<br>
Eitt af yfirlýstum markmiðum fyrirtækisins er að auka rannsóknar- og þróunarstarf og jókst kostnaður þróunardeildar um 82% á síðasta ári.  Störfum tæknimenntaðs fólks fjölgaði, aðstaða var bætt enn frekar og tækjabúnaður deildarinnar aukinn.  <br>
<br>
Á árinu voru kynntir tveir nýir vöruflokkar:  ICEFLEX, hnéhlífar, sem notaðar eru sem festingar á milli gervifótar og stúfs og ICELOCK, læsinga- og tengibúnaður.  Einnig tók fyrirtækið í notkun rakaskipt framleiðslurými til vætingar á trefjaefnum fyrir ICEX hulsutæknina. Þessi nýja tilhögun lækkar framleiðslukostnað og auðveldar frekari þróun vörunnar.<br>
   <br>
<br>
Dótturfélög<br>
Starfsemi sölu- og dreifingafyrirtæki Össurar hf. á meginlandi Evrópu, Össur S.A. Luxembourg, var flutt til móðurfyrirtækisins á Íslandi í apríl á síðasta ári.  Flutningur þessi fylgdi í kjölfarið á breytingum sem áttu sér stað á dreififyrirkomulagi Össurar í Þýskalandi, Benelúxlöndunum, Frakklandi og Ítalíu þegar þýska fyrirtækið MEDI Bayreuth tók  við  dreifingu í þessum löndum. Breytingu þessari fylgdi hagræðing sem skapar svigrúm til að byggja upp aðra markaði.<br>
Síðasta ár var fyrsta heila rekstrarár Össur USA Inc. eftir að framleiðsluhluti starfseminnar var fluttur til Íslands og sölu- og markaðsskrifstofan var flutt frá Kaliforníu til Maryland á  austurströnd Bandaríkjanna. <br>
<br>
Rekstur Össur UK Ltd. hefur gengið vel og hefur markaðsstaða fyrirtækisins styrkst verulega.<br>
<br>
Reikningsskilaaðferð<br>
<br>
Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og góða reikningsskilavenju.  Við gerð ársreikningsins er í öllum meginatriðum fylgt sömu reikningsskilaaðferðum og á fyrra ári.<br>
<br>
Framtíðarhorfur<br>
<br>
Eins og fram kom í útboðslýsingu fyrirtækisins, sem gefin var út í september 1999, er talið að stoðtækjamarkaðurinn vaxi um 6-8% að raungildi á ári. Forráðamenn Össurar hf. telja að fyrirtækið geti vaxið allt að þrisvar sinnum hraðar en markaðurinn á  árinu 2000, bæði hvað varðar tekjur og hagnað, án þess að komi til kaupa eða sameiningar við önnur fyrirtæki.  <br>
<br>
Á síðasta ári var þróunardeild fyrirtækisins styrkt verulega og á þessu ári verða settar á markað nokkrar nýjar vörur í stærstu vöruflokkunum. Uppbygging þróunardeildar  mun stytta þróunarferli og skila fleiri vörum til  markaðssetningar á árinu. Á söluáætlun fyrir árið 2000 er gert ráð fyrir að 70% útflutningstekna komi frá vörum sem hafa verið 2 ár eða skemur á markaði.<br>
<br>
Össur hf. mun hefja beina dreifingu í Bandaríkjunum á árinu. Sú tilhögun stækkar sölugátt fyrirtækisins án þess þó að skaða viðskiptavild gagnvart dreifiaðilum. Uppbygging sölunets með ráðningu sölumanna er nú þegar hafin. <br>
<br>
Aðalfundur<br>
<br>
Aðalfundur félagsins verður haldinn 24. mars 2000 á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 16.00.  Stjórn félagsins hefur ákveðið að leggja fyrir aðalfund tillögu um að hagnaður verði fjárfestur í vexti félagsins og að ekki verði greiddur arður. <br>
<br>
Opinn símafundur með stjórnendum.<br>
<br>
Á morgun, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 11:00, gefst fjárfestum og öðrum, sem áhuga hafa á rekstri fyrirtækisins, kostur á að taka þátt í opnum símafundi. Á fundinum munu Jón Sigurðsson, forstjóri, og Árni Alvar Arason, fjármálastjóri, fara yfir niðurstöður ársreiknings og sitja fyrir svörum um uppgjör síðasta árs, svo og um framtíðarhorfur félagsins.  <br>
Til að taka þátt í símafundinum þarf að hringja í eitt af eftirfarandi númerum 171-515-1234, 171-516-1234 eða 171-517-1234.  Einnig er  unnt að fylgjast með fundinum á slóðunum www.ossur.is eða www.simnet.is/live.va, en ekki er hægt að koma með fyrirspurnir á vefnum. <br>
<br>
<br>
<br>
<br>
r>
<br>

Subscribe