Fyrirhuguð kaup Össurar hf. á eigin hlutabréfum.

Report this content
Með vísan til 13.gr. Verðbréfaþings Íslands um upplýsingaskyldu tilkynnist hér með að stjórn Össurar hf. hyggst í fjárfestingarskyni nýta heimild þá til kaupa á eigin hlutabréfum sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 9. mars sl.
Heimildin er svohljóðandi:

“Félaginu er heimilt, í samræmi við 55 gr. Hlutafélagalaga nr. 2/1995 að kaupa allt að 10% af eigin hlutafé á gengi sem sé ekki hærra en 10% yfir og ekki lægra en 10% undir skráðu meðalgengi bréfa félagsins á næstu tveimur vikum á undan kaupunum.

Heimild þessi gildir í næstu 18 mánuði.”

Subscribe