Milliuppgjör Össurar hf. 2000

Report this content

                        
Hagnaður fyrir afskriftir eykst um 55%<br>
<br>
Samstæðuuppgjör Össurar hf. fyrir fyrstu 6 mánuði ársins liggur nú fyrir. Til samstæðunnar teljast rekstrarniðurstöður síðastliðinna þriggja mánaða hjá Flex-Foot Inc.. Kennitölur úr uppgjörinu voru  einnig birtar á heimasíðu Össurar hf. www.ossur.is.  klukkan  17.00 miðvikudaginn 26. júlí.  Uppgjör félagsins verður birt í heild sinni ásamt skýringum á heimasíðu þess fimmtudaginn 27. júlí klukkan 10.30.<br>
<br>
Opinn símafundur með stjórnendum<br>
Í dag, fimmtudaginn 27. júlí  kl. 11:00, gefst fjárfestum og öðrum, sem áhuga hafa á rekstri fyrirtækisins, kostur á að taka þátt í opnum símafundi. Á fundinum munu Jón Sigurðsson, forstjóri, og Árni Alvar Arason, fjármálastjóri, fara yfir niðurstöður milliuppgjörsins.<br>
Til að taka þátt í símafundinum þarf að hringja í síma 595-2030.  Einnig er  unnt að fylgjast með fundinum á heimasíðu Össurar hf., www.ossur.is. <br>
<br>
<br>
Samstæða Össurar hf. <br>
<br>
                    <br>
Rekstrarreikningur                     <br>
                                               6 mán 2000             6 mán 1999               Breyting<br>
Rekstrartekjur                                     1.322                  728                     82%<br>
Rekstrargjöld                                      1.146                  607                     88%<br>
Rekstrarhagnaður                                     172                  122                     41%<br>
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA)           209                  135                     55%<br>
Fjármunatekjur -fjármagnsgjöld                        11                   -4       <br>
                     <br>
Hagnaður fyrir tekju- og eignaskatt                  186                  118                     58%<br>
                     <br>
Tekju- og eignakskattar                              -49                  -38                     29%<br>
                     <br>
Aðrar tekjur og gjöld                             -3.690                    0       <br>
                     <br>
Hagnaður/Tap ársins                               -3.553               77.205       <br>
                     <br>
Efnahagsreikningur                             6 mán 2000             31.12.1999               Breyting<br>
Fastafjármunir                                     2.381                1.289                     85%<br>
Veltufjármunir                                     1.234                  475                    160%<br>
                     <br>
Eigið fé                                           1.618                1.387                     17%<br>
Langtímaskuldir                                    1.150                  162                    610%<br>
Skammtímaskuldir                                     847                  214                    295%<br>
Eigið fé og skuldir                                3.615                1.763                    105%<br>
<br>
<br>
Fyrri hluti ársins 2000 var viðburðaríkur í starfsemi Össurar hf. og bera reikningar félagsins fyrir tímabilið merki þess. Össur  keypti bandaríska fyrirtækið Flex-Foot og er það hluti af samstæðunni frá og með fyrsta apríl. Rekstrartekjur samstæðunnar voru 1.322 milljónir á fyrri hluta ársins, en voru 728 m.kr. á fyrri hluta ársins 1999 og jukust því um 82% Rekstrargjöld, önnur en afskriftir, voru 1.112 m.kr og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) nemur 209 milljónum en var 135 milljónir árið 1999. Þetta er 55% hækkun á milli ára og er sú niðurstaða í takt við þá áætlun sem kynnt var í útboðslýsingu félagsins frá því í apríl.<br>
<br>
Kostnaður við rannsóknir og þróun nam 101 milljón króna, sem er 120% hækkun á milli ára, og er sá kostnaður sem fyrr allur gjaldfærður.  Annar rekstrarkostnaður er 371 milljón króna sem meðal annars innifelur allan sölu- og markaðskostnað, auk kostnaðar vegna lokunar og flutnings söluskrifstofu Össurar USA í Baltimore til Kaliforníu. Hlutfall efniskostnaðar af rekstrartekjum hefur breyst frá 31.12.1999 og hefur aukist um 2,2 prósentustig. Þessi aukning skýrist að mestum hluta af hækkuðu hlutfalli aðkeyptra söluvara með tilkomu Flex-Foot í samstæðu félagsins.<br>
<br>
Rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir skatta er 186 milljónir króna sem er 58% hækkun frá fyrra ári. Fjármunaliðir  eru  samtals jákvæðir um 11 milljónir, en vert er að geta þess að vaxtakostnaður og gengismunur vegna brúarláns til kaupa á Flex-Foot er færður sem kostnaður tengdur kaupum á Flex-Foot.<br>
<br>
Hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta er 137 milljónir samanborið við 78 milljónir 1999 sem er 75% hækkun frá fyrra ári.  <br>
<br>
Niðurstaða rekstrarreiknings eftir óreglulega liði er neikvæð (tap) upp á 3.552 milljónir Þá hefur verið tekið tillit til afskrifta á 3.725 m.kr. viðskiptavild vegna kaupa á Flex-Foot. <br>
Fastafjármunir jukust um 1.093 milljónir á tímabilinu og voru 2.381 milljón króna.  Veltufjármunir jukust um 759 milljónir og námu veltufjármunir 1.234 m.kr. í lok tímabilsins.  <br>
<br>
Nafnverð hlutafjár var aukið á árinu með útgáfu nýs hlutafjár að upphæð 65,3 milljónir að nafnvirði og er útgefið og innborgað hlutafé  277 milljónir  að nafnvirði. Eigið fé nam 1.618  milljónum  30. júní síðastliðinn.<br>
<br>
Langtímaskuldir jukust um 1.073 milljónir á tímabilinu og er niðurstaða efnahagsreiknings 3.615 milljónir 30. júní og hefur hækkað um 1.852 frá 31.desember 1999.<br>
<br>
Veltufé frá rekstri er 241 milljón þann 30. júní og er það aukning um 144 milljónir frá fyrra ári eða 67%.  Handbært fé frá rekstri er 12 milljónir samanborið við 98 milljónir á sama tíma í fyrra.  Aukning á handbæru fé fyrstu 6 mánuði ársins er 94 milljónir króna<br>
<br>
                    <br>
Kennitölur                 6  mán 2000              <br>
                     <br>
Starfsmenn                    269              <br>
Veltufjárhlutfall             1,5              <br>
Eiginfjárhlutfall            44,8%              <br>
Veltufé frá rekstri           242              <br>
Handbært fé frá rekstri        12              <br>
Fjöldi hluta í millj.       277,2              <br>
<br>
<br>
<br>
Veltufjárhlutfall er 1,5 og lækkar eiginfjárhlutfall samstæðunnar úr 78,6% þann 31.12.1999 í 44,8% vegna niðurfærslu á viðskiptavild. <br>
<br>
Áhrif kaupa Össurar hf. á Flex-Foot  á samstæðuuppgjör félagsins<br>
Frá samruna Össurar hf. og Flex-Foot hefur  yfirstjórn fyrirtækjanna leitað leiða til að ná samlegðaráhrifum og er þeirra einungis farið að gæta að litlu leyti. Strax varð ljóst að vegna þess hve miklu lengra uppbygging á sölukerfi Flex-Foot var komin í Bandaríkjunum, yrði það sölukerfi þungamiðjan í markaðssókn fyrirtækjanna. Í lok júní var söluskrifstofu Össurar USA í Maryland lokað og hún flutt til Flex-Foot í Kaliforníu.  Á skrifstofunni í Maryland störfuðu níu manns en þrír lykilstarfsmenn fluttust til Flex-Foot. Til þess að breytingarnar geti gengið sem hraðast og best fyrir sig, hefur miklum tíma verið varið til þjálfunar sölu- og markaðsfólks Flex-Foot varðandi  notkun og sölu á framleiðsluvörum Össurar hf. Sölumenn fyrirtækisins hófu kynningu og sölu á vörum Össurar til viðskiptamanna sinna um miðjan maí. <br>
<br>
Í útboðslýsingu frá því í apríl 2000 er gert ráð fyrir að afskrift af viðskiptavild verði 3.150 milljónir en hún hefur hækkað um 575  m.kr. frá fyrri áætlunum.  Þessi hækkun skýrist að hluta af sérfræðikostnaði tengdum kaupunum og einnig af gengismun.  Stærsti hlutinn, eða 221 milljón, kemur til vegna eignfærslu á "Earn-Out" greiðslu, sem að öllum líkindum kemur til útborgunar á næstu þremur árum, ef viss skilyrði verða uppfyllt í rekstri Flex-Foot.  Rétt þótti að færa þessa upphæð nú vegna varfærnissjónarmiða og sýna hæsta mögulega kaupverð fyrirtækisins. <br>
Gengisþróun íslensku krónunnar á fyrri hluta ársins var félaginu óhagstæð, þar sem tekjur félagsins eru færðar á meðan gengið var sterkt, en veiking krónunnar undir lok tímabilsins kemur að fullu inn í efnahagsreikninginn. <br>
<br>
Horfur í rekstri félagsins<br>
Í útboðslýsingu, sem gefin var út í apríl 2000, er rekstrarhagnaður fyrir afskriftir áætlaður 690 milljónir króna fyrir allt árið.  Vert er að geta þess að áhrifa sameiningarinnar við Flex-Foot Inc. á eftir að gæta meira síðari helming ársins, þegar rekstur Flex-Foot Inc. hefur verið  6 mánuði í samstæðunni og þykir forráðamönnum Össurar hf. ekki ástæða til að breyta þessari áætlun. <br>
<br>
___________________________________________<br>
______<br>
____<br>

Subscribe