Niðurstaða hluthafafundar Össurar hf. 4/12/00-LEIÐRÉTTING

Report this content

                        
Athugið leiðréttingu í síðustu málsgrein.<br>
<br>
Hluthafafundur Össurar hf. var haldinn í dag, mánudaginn 4. desember 2000, á Grand Hótel Reykjavík. <br>
<br>
Á fundinum var lögð fram og samþykkt tillaga stjórnar um breytingu á grein 2.01 í samþykktum félagsins. Um er að ræða aukningu á hlutafé um    47,000,000 kr. að nafnvirði og var stjórn heimilað að víkja frá forkaupsrétti hluthafa.<br>
<br>
Hækkun hlutafjár Össurar hf. er ætluð til kaupa á stoðtækjafyrirtækinu Century XXII í Bandaríkjunum en Össur hf. skrifaði nýlega undir kaupsamning þar að lútandi.  Century XXII er talið vera eitt fremsta fyrirtæki á sviði gervihnjáliða í heiminum.<br>
<br>
Fram kom í máli Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar hf., að kaupin á Century XXII væru hluti af þeirri stefnu fyrirtækisins að auka vöruúrval, vöruflokka og þjónustu við viðskiptavini. Með kaupunum hefði ákveðnum hring verið lokað, og nú væri í raun búið að sameina undir hatt Össurar hf. nokkur bestu og þekktustu vörumerki sinnar tegundar innan stoðtækjageirans. <br>
<br>
Á fundinum var farið yfir áætlun ársins 2000 og fram kom að áætluð sala árið 2000 yrði 3.570 milljónir króna og að hagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) yrði 780 milljónir.  Áætlað tap ársins 2000 er 6.691 milljónir króna. Þessi áætlun miðast við að Century XXII sé tekið inn í samstæðuuppgjör Össurar hf. frá og með 1. desember 2000. <br>
 <br>
Áætlun fyrir árið 2001 var einnig kynnt á fundinum en áætluð sala á næsta ári nemur 74 milljónum USD (6.500 milljónum króna) og hagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA)  er 15 milljónir USD (1.320 milljónir króna).  <br>
<br>

Subscribe