Niðurstöður aðalfundar Össurar hf. 24/3 2000

Report this content

                        
Aðalfundur Össurar hf. var haldinn 24. mars.  Eftirtaldir aðilar voru<br>
kosnir í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:  Pétur Guðmundarsson, Össur<br>
Kristinsson, Gunnar Stefánsson,  Þorkel l Sigurlaugsson, Kristján<br>
Ragnarsson og Sigurbjörn Þorkelsson.<br>
Lögð var samþykkt tillaga á breytingum á grein 2.01 í samþyktum félagsins.<br>
Breyting felst í því að á efti 3 mgr. komi ný málsgrein sem hljóðar svo:<br>
"Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé félagsins í áföngum á fimm<br>
árum um allt að kr. 70.000.000 sjötíu milljónir króna- til viðbótar<br>
framangreindum hækkunarheimildum,  þannig:<br>
<br>
A. kr. 60.000.000 sextíu milljónir er verði seldar með forgangsrétti<br>
hluthafa eftir samþykktum félagsins og V kafla laga nr. 2/1995 um<br>
hlutafélög.  Stjórn félagsins ákveður útboðsgengi þessara hluta og<br>
sölureglur hverju sinni, fresti til áskriftar og resti til greiðslu þeirra.<br>
<br>
B. kr. 10.000.000 með sölu nýrra hluta til lykilstarfsmanna félagsins.<br>
Útboðsgengi hlutanna og sölureglur getur stjórnin ákveðið í samræmi við<br>
sérstaka samninga sem stjórn félagsins gerir við viðkomandi starfsmenn<br>
hverju sinni og er stjórninni heimilt að víkja frá skráðu gengi hlutabréfa<br>
á verðbréfamarkaði þeim tíma sem viðkomandi samningar eru gerðir við<br>
starfsmenn.  Forgangsréttarákvæði samþykktanna skulu ekki eiga við um<br>
þennan hluta hlutafjáraukningarinnar".<br>
<br>
7. Lögð var fram og samþykkt tillaga um heimild til stjórnar að kaupa eigin<br>
hlutabréf félagsins.  Tillagan var svohljóðandi:<br>
"Félagið er heimilt í samræmi við 55 gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 að<br>
kaupa allt að 10% hlutafé á gengi sem sé ekki hærra en 10% yfir og ekki<br>
lægra en 10% undir skráðu meðalgengi bréfa félagsins á næstu tveimur vikum<br>
á undan kaupunum.  Heimild þessi gildir í næstu 18 mánuði.

Subscribe