Nýtt skipurit Össuar hf.

Report this content

                        
Nýtt skipurit Össurar hf. - rammi um fjölþjóðlega starfsemi og framtíðarvöxt <br>
<p><br>
Gengið hefur verið frá nýju skipuriti Össurar hf. sem tekur gildi um næstu áramót. Breytingarnar koma í kjölfar mikils vaxtar fyrirtækisins undanfarin misseri þar sem hæst ber kaup Össurar hf. á Flex-Foot Inc. og tveimur sænskum fyrirtækjum. Nýja stjórnskipulagið er liður í að byggja upp sameinað og öflugt alþjóðlegt fyrirtæki, sem hagnýtir nútímatækni til að starfa sem ein heild, þó að það sé starfrækt í mörgum löndum. <br>
<p><br>
Burðarstoðir nýs skipulags Össurar hf. eru þrjár: Stoðtækjadeild undir stjórn Maynard C. Carkhuff, Viðskipta- og þróunardeild undir stjórn Hilmars B.Janussonar og Fjármáladeild undir stjórn Árna Alvars Arasonar. Gott dæmi um alþjóðlegt yfirbragð fyrirtækisins er að hvorki þjóðerni né staðsetning skiptir máli þegar fólk er valið í lykilstöður. Þannig heyrir t.d. helmingur starfsfólks Össurar hf. í Reykjavík nú undir Maynard C. Carkhuff  sem hefur aðsetur í Kaliforníu.<br>
<p><br>
Stoðtækjaiðnaðinum er gjarnan skipt í tvennt: Stoðtæki (prosthetic) sem eru hlutir sem koma í staðinn fyrir líkamsparta og Stuðningstæki (orthotic) sem styðja við skaddaða líkamshluta, t.d. spelkur, bakbelti og hálskragar. Stoðtæki eru meginuppistaðan í rekstri Össurar og eru þar af leiðandi mikilvægasta rekstrarsvið fyrirtækisins, sem samræmist áætlunum fyrirtækisins um að verða öflugri á stoðtækjamarkaðnum. Hið nýja stjórnskipulag gerir jafnframt ráð fyrir næstu útrás fyrirtækisins sem verður inn á svið stuðningstækja.<br>
<p> <br>
Að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar hf., er í raun verið að brjóta upp fyrirtækið og dótturfyrirtæki þess í núverandi mynd til að byggja upp öflug vörumerki framtíðarinnar í eigu eins fyrirtækis. “Nýja stjórnskipulagið miðast við að Össur hf. styrki stöðu sína sem leiðandi afl á alþjóðamarkaði í stoðtækjum og öðrum skyldum geirum í framtíðinni. Þannig getur fyrirtækið vaxið og hugsanlega  yfirtekið fleiri fyrirtæki á þessu sviði án erfiðleika. Framtíðarsýn okkar er ljós - við viljum að Össur hf. þrói nýja möguleika á skyldum sviðum þar sem við getum notað hæfni og skipulag fyrirtækisins til að vaxa enn frekar.” <br>
<br>

Subscribe