Sala á þriðja fjórðungi ársins 2005 nam 44,6 milljónum Bandaríkjadala (2,8 milljörðum íslenskra króna*) samanborið við 30,7 milljónir á fyrra ári.
Sala jókst um 45% í Bandaríkjadölum.
Á þriðja ársfjórðungi eru gjaldfærðar 5,7 milljónir Bandaríkjadala í tengslum við kaupin á Royce Medical Holding Inc. og fleira.
Hagnaður þriðja ársfjórðungs var 812 þúsund dalir (52 milljónir íslenskra króna*). Að teknu tilliti til óvenjulegra liða var hagnaður 4 milljónir dala (253 milljónir íslenskra króna).
Hagnaður á hlut (EPS) var 0,26 bandarísk sent samanborið við 1,47 sent á hlut á þriðja ársfjórðungi 2004. Að teknu tilliti til óvenjulegra liða var hagnaður á hlut 1,26 sent á hlut.
Árshlutareikningur þriðja fjórðungs 2005 fyrir félagssamstæðu Össurar hf. var samþykktur á stjórnarfundi 25. október. Árshlutareikningurinn, sem gerður er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS-International financial reporting standards), hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins og áritaður án athugasemda.
*Samkvæmt reikningsskilareglum miðast umreikningur rekstrarliða milli gjaldmiðla við meðalgengi rekstrartímabils. Við umreikning úr Bandaríkjadölum yfir í íslenskar krónur fyrir þriðja ársfjórðung er notað meðalgengi 63,62 ISK/USD. Við umreikning fyrstu níu mánuði ársins er notað meðalgengi janúar til september sem var 63,1. Við umreikning efnahagsliða er notað gengi í lok september 61,70 ISK/USD.
Rekstur þriðja ársfjórðungs
Royce Medical Holding Inc. kemur inn í rekstur samstæðu Össurar frá 11. ágúst 2005. Það sem að öðru leyti einkennir rekstur Össurar á þriðja fjórðungi er góð sala sérstaklega í Norður-Ameríku og á alþjóðamörkuðum. Fjórðungurinn er sá söluhæsti frá upphafi en hæsti fjórðungur áður var annar fjórðungur þessa árs. Sala Össurar án Royce nam 34,7 milljónum og sala á Royce-vörum nam 9,8 milljónum dala, samtals 44,6 milljónum. Til samanburðar nam heildarsala Össurar á þriðja ársfjórðungi 2004 30,7 milljónum dala. Aukningin er ríflega 45%. Ef undan er skilin söluaukning vegna Royce Medical Holding, jókst sala um 16% í Bandaríkjadölum og um sama hlutfall mælt í staðbundinni mynt. Ef aflagðar rekstrareiningar eru taldar með sölu 2004 er aukningin milli ára 14%. Skipting sölu milli stoðtækja og stuðningstækja var þessi:
Þús. USD 3. ársfj. 2005 3. ársfj. 2004 Breyting í USD %
Stoðtæki 27.935 22.855 22%
Stuðningstæki 16.510 7.051 134%
Annað 122 768 -84%
Samtals 44.567 30.674 45%
Á þriðja ársfjórðungi eru gjaldfærðar alls 6,7 milljónir vegna óvenjulegra liða og 1 milljón dala tekjufærð. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) lækkar um 5,7 milljónir dala nettó vegna þessa. Að teknu tilliti til tekjuskatts lækkar hagnaður um 3,2 milljónir dala. Stærsti óvenjulegi kostnaðarliðurinn er áætlaður kostnaður við endurskipulagningu og samþættingu á rekstri Royce Medical eða 4,1 milljón dala. Eins og áður hefur komið fram er áætlað að endurskipulagningin lækki árleg rekstrarútgjöld um 3 til 3,5 milljónir dala frá og með árinu 2007.
Þegar litið er framhjá óvenjulegum rekstrarliðum voru helstu rekstrarhlutföll jákvæð. Framlegð var tæp 62% af sölu, rekstrarhagnaður tæp 17%, hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 23% og hagnaður 9%. Hlutfall rekstrarútgjalda af sölu var áþekkt því sem verið hefur. Við mat á hagnaðarhlutfalli þarf að hafa í huga að félagið hefur verið fjármagnað umfram það sem þurfti til kaupanna á Royce Medical og hefur yfir að ráða umframfjármagni sem ekki hefur verið nýtt enn til fyrirtækjakaupa eða annarrar uppbyggingar og er því ekki að skila fullum arði.
Helstu rekstrarniðurstöður þriðja ársfjórðungs
Eftirfarandi eru helstu rekstrarniðurstöður þriðja fjórðungs skipt niður á hefðbundin rekstur Össurar annarsvegar og Royce Medical Holding hinsvegar. Gerð er sérstök grein fyrir áhrifum óvenjulegra rekstrarliða.
Rekstrarreikningur Össur % Royce % Samtals án % Óvenjul. Samtals %
3. ársfjórðungs 2005 (þús.USD) 1/7-30/9 11/8-30/9 óvenjul. liða liðir
Sala 34.741 100% 9.826 100% 44.567 100% 44.567 100%
Kostnaðarverð seldra vara -13.278 -38% -3.707 -38% -16.985 -38% -2.622 -19.607 -44%
Framlegð 21.463 62% 6.119 62% 27.582 62% -2.622 24.960 56%
Aðrar rekstrartekjur 7 0% 0 0% 7 0% 1.000 1.007 2%
Sölu- og markaðskostnaður -7.487 -22% -3.100 -32% -10.587 -24% 0 -10.587 -24%
Þróunarkostnaður -2.354 -7% -795 -8% -3.149 -7% 0 -3.149 -7%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður -5.243 -15% -1.187 -12% -6.430 -14% 0 -6.430 -14%
Kostnaður v. endurskipulagningar 0 0% 0 0% 0 0% -4.115 -4.115 -9%
Rekstrarhagnaður 6.386 18% 1.037 11% 7.423 17% -5.737 1.686 4%
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) -1.861 -5% 0 0% -1.861 -4% 0 -1.861 -4%
Hagnaður fyrir skatta 4.525 13% 1.037 11% 5.562 12% -5.737 -175 0%
Tekjuskattur -1.167 -3% -412 -4% -1.579 -4% 2.566 987 2%
Hagnaður tímabilsins 3.358 10% 625 6% 3.983 9% -3.171 812 2%
Hagnaður á útistandandi hluti (bandarísk sent) 1,26 0,26
EBITDA 7.752 22% 2.595 26% 10.347 23% -5.737 4.610 10%
Miklar breytingar urðu á samstæðu Össurar við kaupin á Royce Medical Holding sem kemur eins og áður sagði inn í reksturinn frá og með 11. ágúst. Út úr samstæðunni falla frá fyrra ári rekstrareiningarnar Mauch og innanlandsdeild Össurar. Sala þessara aflögðu rekstrareininga nam 686 þúsund Bandaríkjadölum á þriðja ársfjórðungi 2004.
Helstu rekstrarniðurstöður janúar til september
Rekstrarreikningur (þús. USD) Össur % Royce % Samtals án % Óvenjul. Samtals %
1/1-30/9 11/8-30/9 óvenjul. liða liðir
Sala 101.313 100% 9.826 100% 111.139 100% 111.139 100%
Kostnaðarverð seldra vara -39.642 -39% -3.707 -38% -43.349 -39% -2.622 -45.971 -41%
Framlegð 61.671 61% 6.119 62% 67.790 61% -2.622 65.168 59%
Aðrar rekstrartekjur 593 1% 0 0% 593 1% 1.000 1.593 1%
Sölu- og markaðskostnaður -21.482 -21% -3.100 -32% -24.582 -22% 0 -24.582 -22%
Þróunarkostnaður -7.556 -7% -795 -8% -8.351 -8% 0 -8.351 -8%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður -15.939 -16% -1.187 -12% -17.126 -15% 0 -17.126 -15%
Kostnaður v. endurskipulagningar 0 0% 0 0% 0 0% -4.115 -4.115 -4%
Rekstrarhagnaður 17.287 17% 1.037 11% 18.324 16% -5.737 12.587 11%
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) -2.543 -3% 0 0% -2.543 -2% 0 -2.543 -2%
Hagnaður fyrir skatta 14.744 15% 1.037 11% 15.781 14% -5.737 10.044 9%
Tekjuskattur -3.598 -4% -412 -4% -4.010 -4% 2.566 -1.444 -1%
Hagnaður tímabilsins 11.146 11% 625 6% 11.771 11% -3.171 8.600 8%
Hagnaður á útistandandi hluti (bandarísk sent) 3,73 2,73
EBITDA 21.043 21% 2.595 26% 23.638 21% -5.737 17.901 16%
Efnahagsreikningur í lok september
Efnahagsreikningur (þús. USD) 30.9.2005 31.12.2004 Breyting
Fastafjármunir 297.020 67.944 337%
Veltufjármunir 99.434 40.971 143%
Eignir samtals 396.454 108.915 264%
Eigið fé 66.062 54.720 21%
Langtímaskuldir 217.441 35.622 510%
Skammtímaskuldir 112.951 18.573 508%
Eigið fé og skuldir samtals 396.454 108.915 264%
Miklar breytingar hafa orðið á efnahagsreikningi félagsins vegna kaupanna á Royce Medical og tilheyrandi fjármögnunar. Í hlutafjárútboði, sem fór fram 23. til 29. september, skráðu hluthafar og stjórnendur sig fyrir 66.499.447 hlutum á genginu 81 króna á hlut. Hlutafjárhækkunin er greidd og skráð 4. október. Andvirðið rennur nær allt til greiðslu brúarláns að fjárhæð 80 miljónir dala sem í lok september var fært meðal skammtímaskulda. Eiginfjárhlutfall í lok september var 17% en að teknu tilliti til hlutafjáraukningar í október og uppgreiðslu brúarlánsins er eiginfjárhlutfallið 37%.
Sjóðstreymi janúar til september
Sjóðstreymi 2005 (þús. USD) Jan.- sept. 2005 Jan.-sept. 2004
Veltufé frá rekstri 13.519 17.925
Handbært fé frá rekstri án vaxta 16.581 13.667
Fjárfestingarhreyfingar -222.690 -5.107
Fjármögnunarhreyfingar 247.276 -6.631
Hækkun / (lækkun) handbærs fjár 37.431 -833
Handbært fé frá rekstri án vaxta var 16,6 milljónir Bandaríkjadala samanborið við 13,7 milljónir árið 2004. Aukningin er 21%.
Lykiltölur
Lykiltölur 2005 2004
Hagnaður á hlut (US. cent) sl. 12 mánuði 3,82 3,42
V/H hlutfall 36,7 37,7
Arðsemi eigin fjár 20% 22%
Veltufjárhlutfall 0,9 2,1
Eiginfjárhlutfall 17% 50%
Markaðsvirði hlutafjár (milljónir USD) 441 410
Þróun sölu eftir markaðssvæðum
Þús. USD 3.ársfj. 2005 3.ársfj. 2004 Breyting í USD % Breyting í staðbundinni mynt %
Norður-Ameríka 26.768 15.955 68% 68%
Evrópa 9.318 7.938 17% 17%
Norðurlönd 3.987 4.018 -1% 0%
Aðrir markaðir 4.494 2.077 116% 116%
Samtals áframhaldandi starfsemi 44.567 29.988 49% 49%
Aflögð starfsemi 686
Samtals 44.567 30.674 45% 45%
Þegar skilinn er frá vöxtur vegna kaupanna á Royce Medical stendur eftir að innri vöxtur í heild var 16% á þriðja ársfjórðungi, hvort sem salan er mæld í Bandaríkjadölum eða staðbundinni mynt. Áfram var mjög góður vöxtur sölu á Norður-Ameríkumarkaði og jókst salan milli ára um 14% fyrir utan söluaukninguna vegna Royce. Innri vöxtur í Evrópu var heldur lakari en á öðrum ársfjórðungi og var aukningin milli ára 7-8%. Norðurlandamarkaður, sem gengið hefur mjög vel á þessu ári, stóð í stað . Rífandi gangur var á öðrum alþjóðlegum mörkuðum og jókst sala þar milli ára yfir 100%.
Þegar litið er framhjá óvenjulegum rekstrarliðum náðist ágætur árangur í rekstrinum. Framlegð var áfram góð á þriðja ársfjórðungi eða 62% samanborið við 61% á sama tímabili í fyrra. Meðalgengi dals var 11% lægra í krónum talið á þriðja fjórðungi 2005 en á þriðja fjórðungi 2004. Það sama var upp á teningnum á fyrsta og öðrum fjórðungi, meðalgengið var 12% lægra en á fyrra ári. Þetta grefur undan framlegð fyrirtækisins eins og áður hefur komið fram. Þar sem meðalgengi Evru á móti dal stóð í stað milli ára hjálpaði sterk evra ekki framlegð fyrirtækisins að þessu sinni. Sterk króna á móti dal eykur ekki einungis framleiðslukostnað fyrirtækisins heldur þrýstir upp kostnaði við þróunarstarf og stjórnun þar sem stærsta þróunardeild fyrirtækisins er á Íslandi sem og höfuðstöðvar.
Hlutfall rekstrarútgjalda af sölu var áþekkt því sem verið hefur. Markaðs- og sölukostnaður var heldur í hærri kantinum en stjórnunarkostnaður heldur lægri. Rannsóknar- og þróunarkostnaður er sem fyrr allur gjaldfærður í rekstrarreikningi. Án óvenjulegra rekstrarliða var rekstrarhagnaður 17% af sölu, hagnaður 9% og hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 23%. Auknar afskriftir vegna niðurfærslu óefnislegra eigna, sem metnar voru til verðs við kaupin á Royce og færast yfir rekstrarreikning, auka rekstrarkostnað og draga úr rekstrarhagnaði en hafa ekki áhrif á EBITDA framlegð.
Óvenjulegir rekstrarliðir
Í kjölfar kaupanna á Royce Medical hafa sérfræðingar metið allar eignir félagsins sem fyrir hendi voru við kaupin og metið til verðs óefnislegar eignir svo sem vörumerki, viðskiptasambönd, einkaleyfi og fleira. Þessar óefnislegu eignir verða færðar niður yfir rekstrarreikning líkt og þær efnislegu á næstu árum. Það sem eftir stendur af kaupverðinu telst viðskiptavild sem sæta mun reglulegu virðisrýrnunarprófi en ekki reglulegri niðurfærslu. Birgðir sem fyrir hendi voru hjá Royce við kaupin eru færðar upp í söluverð. Þetta felur í sér að eðlileg álagning kemur ekki til tekna yfir rekstrarreikning fyrr en upphafsbirgðir hafa verið seldar. Áhrif þessa á rekstrarreikning þriðja ársfjórðungs eru að kostnaðarverð seldra vara er 2,6 milljónum dala hærra og framlegð samsvarandi lægri en ella hefði verið. Á fjórða ársfjórðungi verða gjaldfærðir 650 þúsund dalir til viðbótar vegna sama liðar.
Til gjalda á þriðja fjórðungi er færður áætlaður kostnaður við endurskipulagningu og samþættingu Royce Medical við rekstur Össurar, 4,1 milljónir dala. Um er að ræða áætlaða fjárhæð sem byggist á þeim rekstraráætlunum sem gerðar hafa verið um breytingar á rekstrinum. Stærstu einstöku kostnaðarliðirnir eru vegna sameiningar fjármáladeilda, breytinga á framleiðslueiningum og aðlögunar sölustarfsemi í Evrópu að sölu stuðningstækjavara.
Ein milljón dala er færð á þriðja fjórðungi sem aðrar tekjur. Um er að ræða bakfærslu á skuldbindingu sem færð var upp vegna fyrirtækjakaupa á árinu 2000. Samið var um að hluti kaupverðs væri bundinn rekstrarárangri. Þar sem umsamin árangur náðist ekki verður greiðslan ekki innt af hendi.
Í heild eru óvenjulegar gjaldfærslur 6,7 milljónir dala á þriðja fjórðungi og óvenjuleg tekjufærsla 1 milljón. Áhrif þessa á hagnað fyrir afskriftir vexti og skatta er því neikvæð um 5,7 milljónir dala. Að teknu tilliti til tekjuskatts lækka þessar gjaldfærslur hagnað um 3,2 milljónir dala.
Fimm ára samanburður
Q3 2005 Q3 2004 Q3 2003 Q3 2002 Q3 2001
Sala 44.567 30.674 22.398 21.391 18.108
Rekstrarhagnaður 1.686 5.511 2.942 4.690 3.795
Fjármunatekjur/ (fjármagnsgjöld) -1.861 210 -114 -150 10
Hagnaður fyrir skatta -175 5.721 2.828 4.542 3.821
Hagnaður eftir skatta 812 4.678 2.266 3.650 2.501
Eigið fé 66.062 54.236 46.900 36.967 27.870
Heildareignir 396.454 107.977 101.731 69.642 57.606
Veltufé frá rekstri 13.519 17.925 9.424 10.623 8.119
Handbært fé frá rekstri 12.845 10.905 8.729 5.092 7.908
Arðsemi eigin fjár (m.v rekstur sl. 12 mánuði) 20% 22% 20% 31% 30%
Veltufjárhlutfall 0,9 2,1 2,2 2,3 1,7
Eiginfjárhlutfall 17% 50% 46% 53% 48%
Hagnaður á hlut síðustu 12 mánuði 3,82 3,42 2,59 3,11 2,34
Verð á hlut í lok ársfjórðungs 85,5 91,5 53,5 50,5 41,5
Markaðsvirði í milljónum dala 441 410 231 195 134
Samstarf
Í júlí skrifaði Össur undir samning við utanríkisráðuneytið um framhald á vinnu í Bosníu-Hersegóviníu. Unnið verður að verkefninu á næstu 6-12 mánuðum, en Össur hefur átt samstarf við utanríkisráðuneytið vegna verkefna í Bosníu frá árinu 1996.
Í september skrifaði Össur hf. undir áframhaldandi samstarfssamning við kanadíska þróunarfyrirtækið Victhom Human Bionics. Samningurinn felur í sér að fyrirtækin muni vinna að þróun og hönnun á nýrri vörulínu sem byggist á lífverkfræðilegri hönnun (e. Bionics). Samningurinn flýtir þróun á þessari nýju vörulínu sem gerir Össuri kleift að markaðssetja heildstæða vörulínu sem grundvallast á þessari tækni.
Össur hefur gert samkomulag við Sahlgrenska Háskólasjúkrahúsið í Gautaborg um rannsóknir á þeim sem nota hné með lífverkfræðilegri hönnun (e. Bionic knees). Samstarfið mun hefjast á fjórða ársfjórðungi og halda áfram út árið 2006.
Vörur
Ný spelka, Unloader LP var kynnt á bandaríska markaðnum í september. Spelkan er notuð við meðferð á slitgigt og er sérstaklega hönnuð fyrir konur. Helstu kostir spelkunnar eru að hún er mjög létt, umfangslítil og hana er auðveldara að nota innan undir fatnaði.
Viðurkenningar
Í ágúst veitti Frost & Sullivan Össuri tækniverðlaun ársins 2005 (e. 2005 Technology of the Year Award) fyrir Rheo Knee sem nú er fullkomnasta gervihnéð á markaðnum í dag.
Á fjórðungnum hlaut Össur verðlaun Medical Marketing Association í Bandaríkjunum fyrir vörumerki nýrrar vörulínu sem byggist á lífverkfræðilegri hönnun. (2005 Gold International Award of Excellence for the best branding/corporate identity development of the year).
Rekstrarhorfur
Rekstrarhorfur fyrir fjórða ársfjórðung eru ágætar en vert er að vekja athygli fjárfesta á því að rekstrarleg áhætta til skamms tíma er nokkru meiri en verið hefur vegna samþættingar á rekstri Royce Medical við rekstur Össurar en við kaupin stækkaði fyrirtækið um u.þ.b. 50%.
Fundir með fjárfestum
Fimmtudaginn 27. október heldur Össur hf. upplýsingafundi fyrir fjárfesta.
Klukkan 8:15 að staðartíma verður opinn fundur með stjórnendum fyrirtækisins í IÐU húsinu við Lækjargötu 2a, (2. hæð, gengið inn vinstra megin við aðalinngang IÐU). Á fundinum munu Jón Sigurðsson, forstjóri, og Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, fara yfir rekstur tímabilsins.
Klukkan 12:00 að staðartíma verður haldinn símafundur á ensku. Unnt verður að hlusta á fundinn á heimasíðu Össurar: www.ossur.com.
Vinsamlegast hringið í eftirfarandi símanúmer til að taka þátt í fundinum:
Símanúmer fyrir Evrópu: +44 (0) 20 7162 0025
Símanúmer fyrir Bandaríkin: +1 334 323 6201
Einnig er unnt að senda fyrirspurnir til fundarins, sem haldinn er á ensku, með tölvupósti á investormeeting@ossur.com.
Fréttatilkynningar frá Össuri sendar á tölvupósti
Ef óskað er eftir því að fá fréttatilkynningar frá Össuri sendar á tölvupósti, er hægt að skrá sig á eftirfarandi síðu: http://www.ossur.com/investormailings